Skírnir - 01.04.1993, Side 73
SKÍRNIR
TEXTIOG LANDSLAG
67
nefnir sem dæmi heimalönd Arunta-frumbyggja í Ástralíu, þar
sem hver brekka, hver steinn í brekku hefur að geyma sögu eða
þátt úr sögu sem lesa má með því að ferðast um landið. Landið
hefur merkingu. Það er texti. En textar eru breytingum háðir,
þeir mega þola eftirritun og endurritun, þeir lifa og deyja. Mc-
Kenzie fer ekki í grafgötur um afdrif texta Arunta-fólksins: sögur
úr draumatíð þessa fólks „verða ekki endurritaðar af fræðimönn-
um sem endursegja þær, heldur af námufyritækjum sem sprengja
fjöll í leit að málmum“.2
Máðir textar, endurritaðir af vindi og veðri, aurskriðum og
öskufalli, skógarhöggi, vegagerð, vatnsvirkjun. Islendingasögur
eru margar hverjar skráðar í giljum og hlíðum. En í hugum okkar
sem læsir erum og búum við ritaðan menningararf er birtingar-
form sagna og söngva hinn tvívíði texti, bútaður niður í þær ein-
ingar sem tæknin fyrirskipar á hverjum tíma: í fáeinar árþúsundir
hefur hann birst á ferstrendum flötum sem við lesum frá vinstri
til hægri og niðurávið línu fyrir línu. Þetta er handhægt form og
bíður upp á ýmsa möguleika til að losna úr viðjum tímaraðteng-
ingar sem fjötra tungumálið: við getum fært okkur upp nokkrar
línur, aftur nokkrar blaðsíður, og jökullinn birtist aftur nákvæm-
lega jafn bleikur og óræður og síðast þegar hann seig inn í Akra-
fjallið á leið okkar úr bænum. Á þeirri blaðsíðu er veðrið óbreytt
enn, ekki byrjað að þykkna í lofti. En við leikum ekki lengi á tím-
anni; við erum hrifin nauðug viljug inn í framrás tungumálsins,
við neyðumst til að fletta næstu blaðsíðu, jökullinn hverfur,
brekkur og hlíðar bregða lit, aftansól klæðir þær skörpum, tvívíð-
um skuggum sem minna á haust og myrkur.
Fyrr á öldum var hið tímaraðbundna eðli textans enn strang-
ara. Lengivel var textinn bundinn lögmálum söngsins og sögunn-
ar: hann var ein óslitin táknaröð, einvíður, og vídd hans í ritmáli
samsvaraði tímaröðun hans í talmáli. Ágústínus í Hippó las bæk-
ur sínar upphátt; hann hefur einhvers staðar orð á þeim undarlega
sið að lesa í hljóði.3 Ágústínus er hugfanginn af nýplatónskum
2 McKenzie, bls. 31-32.
3 Mig minnir hann nefni Ambrósíus biskup í því sambandi.