Skírnir - 01.04.1993, Page 89
SKÍRNIR
f FUGLABJARGISKÁLDSÖGUNNAR
83
irbyggingu mannkynsins og nefnir með velþóknun steinaldar-
menn sem „vissu alt sem þeir þurftu að vita einsog fuglar“ (110).
Ef þessi prestur boðar eitthvað þá er það býsna róttæk sjálfsaf-
neitun og hógværð andspænis náttúruöflunum - hann ítrekar hve
skammlíf mannanna verk séu og megi sín lítils í glímunni við
„Veðrið“, „Þýngdarlögmálið“ og „Tímann", „þá seigu kalla"
(95). I heimi sögunnar er Jón í raun sjálfur orðinn að slíku ópers-
ónulegu lífsafli og það má líta svo á að hann sé ekki bara and-per-
sóna í sögunni heldur ögri vestrænni hugsun um manninn sem
miðlæga veru í sköpunarverkinu. Að vissu leyti er eins og hann sé
settur til höfuðs þeim höfundi sem leiddi manninn til öndvegis
fyrr á öldinni í Alþýbubókinni, Sölku Völku og fleiri verkum.
Þessi ögrun byggist þó ekki á boðun neins nýs sannleika, þó að
Jón Prímus geti birst okkur sem kyrrstæð miðja, rétt eins og jök-
ullinn; miðja sem verkið snýst um.
En Kristnihaldið fjallar meðal annars um það hversu mikil
blindni felst í að mæna á miðjuna. I sögunni fer fram táknfræðileg
umræða um menningarformgerð, um miðju, hring og jaðar.8
Umbi segir á einum stað: „Við íslendingar erum períferískir
menn og sjáum aldrei það sem er sentralt í neinum hlut“ (268).
En Umba er að lærast að þráin eftir miðjunni er blekking; og þó
streitist hann enn á móti: „Konan fer með mig í hringi og óefað
eru margir eftir enn.“ Hann reynir að losna úr hringiðunni með
því að finna fastan punkt: „Munið þér hvar við byrjuðum?" Kon-
an svarar: „Byrjuðum við á einhverju gæskurinn minn? Ég tók
ekki eftir því“ (270). Þarna er farið að losna um skýrslugerð
Umba og hann er að læra að horfa fram hjá Jóni Prímusi í skiln-
ingsleit sinni.
Það held ég að gagnrýnendur verði líka að gera. Peter Hall-
berg segir í áðurnefndri grein að rökfærsla Jóns sé „of blönduð
8 Sjá um afmiðjun og fagurfræði sundrunar eða afbyggingar hina kunnu ritgerð
Jacques Derrida: „Formgerð, tákn og léikur í orðræðu mannvísindanna“, þýð.
Garðar Baldvinsson, Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, ritstjórn Garðar Bald-
vinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Bókmenntafræðistofnun
Háskóla íslands, Reykjavík 1991, bls. 129-152.