Skírnir - 01.04.1993, Page 91
SKlRNIR
í FUGLABJARGISKÁLDSÖGUNNAR
85
veruleikaviðmiðið sé, hvert sé eðli veruleikans sem við meðtök-
um í verkinu.
Sumir fræðimenn sjá þetta vitsmunalega hik sem meginein-
kenni fantastísks skáldskapar. I þekktri bók um fantastískan
skáldskap bendir Tzvetan Todorov á að flest verk aflétti þessu
hiki í lokin; lesandi fái vísbendingar um það hvort furður verks-
ins spretti af yfirnáttúrulegum fyrirbrigðum eða séu skýranlegar
út frá almennt viðurkenndum lögmálum og ákvarði þannig eðli
veruleikans í verkinu.11 I Kristnihaldi undir Jökli er þessu þveröf-
ugt farið; sagan endar í algeru uppnámi að þessu leyti og ekki
verður séð að lesanda sé gefinn kostur á röklegri greiningu veru-
leikans. Hvað hefur gerst? Er Umbi genginn af vitinu? Er Ua í
raun inni í þessum eyðilega bæ og er það Umbi sem er gripinn
ótta við nýja og framandi tilveru? Er Ua álfamær sem hverfur12 -
og Umbi þá einhvers konar Ólafur liljurós? Umbi víkur tvisvar
að því síðla í sögunni að kannski sé hann að dreyma og lesandi
reynir ef til vill að skýra lok sögunnar sem draum Umba og koma
þannig röklegri túlkun við.
En það er erfitt að beita rökréttri draumatúlkun. Ekki nema
túlkandi taki saman við þá „klofstóru ekkjufrú Líbídó", sem vik-
ið er að í sögunni (114), gleymi andúð Laxness á freudisma, og
túlki síðasta samtal Umba við Jón Prímus (290-298) sem hluta af
draumi er hann dreymir í bláa herberginu þar sem handklæðið
minnir á torskilið listaverk eftir Duchamp (39). Með slíkri túlkun
mætti líklega sýna fram á að sagan feli í sér heljarinnar helgibrot
(,,transgressjón“), því föðurmyndin Jón (Prímus: hinn fyrsti, fað-
irinn) segir við soninn um Uu (sem er oftar en einu sinni lýst sem
móður): „Og þér eruð ungur maður. Viljið þér ekki taka þessa
konu að yður?“ (293). Síðan hverfur Prímus af sjónarsviðinu með
allan sinn fallíska þunga - vel að merkja á tólf tonna trukk - og
11 Tzvetan Todorov: Introduction a la littérature fantastique, París 1970. Hér er
stuðst við enska þýðingu Richards Howard: The Fantastic: A Structural Ap-
proach to a Literary Genre, Cornell University Press, Ithaca, New York 1975,
bls. 41.
12 Sbr. Erik Sonderholm: Halldór Laxness, bls. 330.