Skírnir - 01.04.1993, Page 105
SKÍRNIR
HIÐ ÍSLAMSKA BÓKMENNTAFÉLAG
99
Ortner 1991). Sjálfur hef ég notað skáldsögur Halldórs sem
heimildir um íslenska menningu, meðal annars umfjöllun hans í
Guðsgjafaþulu (1972) um stéttaskiptingu fiska (Gísli Pálsson
1991). Löng hefð er raunar fyrir því í mannfræði að hafna öllum
skýrum greinarmun á fagurbókmenntum og mannfræði, en sú
hefð hefur alltaf verið umdeild.
Vísindahyggja hiskups
Víkjum nánar að Kristnihaldinu og þeirri vísindahyggju er þar
birtist í orðaskiptum biskups og guðfræðinemans Umba, sem
biskup hefur kallað á sinn fund til að „rannsaka svolítið“ undir
Jökli (bls. II).2 Frá sjónarmiði vísindahyggjunnar er veruleikinn
ekki óáþekkur hnallþóruveislunni í Kristnihaldinu, þar sem
Umbi stendur andspænis risavöxnu hlaðborði; Hnallþóra segir að
sautján sortir af tertum og sætabrauði, hvorki meira né minna,
séu við hæfi við slík tækifæri. A sama hátt og veisluborð hennar
er hlaðið margs konar sætindum, er veruleikinn sem Umba er
falið að rannsaka fyrirfram gefinn gagnaforði, uppfullur af „stað-
reyndum“. Þótt margar og lystugar stríðstertur séu á borðum,
eru þær samt sem áður endanleg, föst stærð og staðreyndirnar eru
að sama skapi höndlanleg fyrirbæri, öllum þeim til reiðu sem til
„veislunnar" er boðið. Verkefni fræðimannsins er fyrst og fremst
fólgið í því að háma í sig „kræsingarnar" eina af annarri og slík
iðja er ósköp hrein og bein, „óhlutdræg" eða „hlutlæg“ eins og
stundum er sagt. Einkunnarorð vísindahyggjunnar eru skýr:
„Borðið og þið munuð verða södd! Að minnsta kosti eina sneið
af hverri sort!“. Frá sjónarmiði vísindahyggjunnar er úrvinnslan
eða túlkunin auk þess óháð gagnasöfnuninni, meltingin er óháð
neyslunni. Eða, með orðum biskups: „Eg bið um staðreyndir.
Afgangurinn er mitt mál“ (18).
Kristnihaldið hefst einmitt á kennslustund í þessum dúr. Bisk-
upinn fýsir að vita hvers vegna klerkurinn Jón Prímus messar
2 Rétt er að taka það fram að ég nota orðið „vísindahyggja" nokkuð frjálslega;
það svarar nokkurn veginn til þess sem á sumum útlendum tungum er nefnt
scientism, positivism, eða objectivism.