Skírnir - 01.04.1993, Page 111
SKÍRNIR
HIÐ ÍSLAMSKA BÓKMENNTAFÉLAG
105
nema einn dag eða svo til að höndla sannleikann undir Jökli. Það
kann að vera freistandi að líta svo á að mistök Umba séu fyrst og
fremst þau að þrjóskast ekki við og ljúka rannsókn sinni, eins og
vísindahyggjan býður, í stað þess að hverfa í burtu engu nær um
Séra Jón og allan hans söfnuð. Það ætti hins vegar að vera nokkuð
ljóst að skáldið er að segja eitthvað miklu meira. Eg held - eins og
hér verður rakið nánar - að líta megi á Kristnihaldið sem róttæka
gagnrýni á vísindahyggjuna og þekkingarfræði hennar. I þessum
efnum, eins og mörgum öðrum, er skáldið á undan sinni samtíð.
Ferðalýsing ogfabúla
Undanfarin ár hefur oft verið á það bent að vettvangsskýrslur
dragi gjarna dám af samfélagi og umhverfi höfundar, á sama hátt
og greinargerð Umba dregur dám af valdakerfi kirkjunnar.
Fulltrúar vísindahyggjunnar láta í veðri vaka að þeir séu að leita
sannleikans, en líkt og Umbi og aðrir áhangendur vísinda-
hyggjunnar „bæta þeir oft við“. Margar mannfræðilegar lýsingar
á svonefndum framandi þjóðum eru fullar af ýkjum, jafnvel hrein
fölsun. Stundum er haft á orði, bæði í gamni (Barley 1984) og
alvöru (Keesing 1989), að maður opni varla mannfræðilega bók
um fjarlægar þjóðir án þess að við blasi tilbúinn, „exótískur“
framandleiki. Þetta gildir ekki síður um „eiginlegan“ skáldskap,
ef svo má að orði komast á póstmódernískum tímum; eins og
Bakhtin bendir á (1986:10), eru ferðasögur almennt því marki
brenndar að þær undirstrika skilin milli þess venjulega og fram-
andlega, okkar og hinna. Séu slíkar sögur hins vegar skráðar í
skjóli hins íslamska bókmenntafélags, þar sem sumir njóta þeirra
forréttinda að lýsa öðrum og aðrir verða að sætta sig við að þeim
sé lýst, verður afskræmingin yfirleitt þeim mun meira áberandi.
Það var einmitt slík afskræming sem fékk Arngrím Jónsson til að
skrá bók sína Crymogau; hún átti að „leiðrétta" það sem útlend-
ingar höfðu missagt um land og þjóð. Viðbrögð arabaheimsins
við skáldsögu Salmans Rushdie, Söngvum Satans, má ef til vill
túlka sem hliðstætt andsvar gegn forræði vestrænna textagerðar-
manna. Þótt höfundurinn hafi án efa þekkt vel til svonefndra
Austurlanda og hann hafi ekki endilega gert sig sekan um beinar