Skírnir - 01.04.1993, Side 161
SKÍRNIR
EFTIRLÍKIN GAR OG ÞÝÐINGAR
155
getið N.F.S. Grundtvig (1783-1872) og Poul Martin Moller
(1794-1838).
Grundtvig er meðal helstu rithöfunda Dana, og mikið fer fyrir
honum í bókmenntasögunni. Hann lagði grunn að dönsku lýðhá-
skólunum, var prestur, orti og þýddi sálma og margt fleira. Hann
hafði meiri áhrif á menningu og hugmyndir 19. aldar en nokkur
annar; þeirra gætir jafnvel enn nú á dögum. Sjálfur var hann lengi
að þróa stíl sinn og hann þurfti að fara í gegnum margar sálar-
kreppur áður en hans sættist við sjálfan sig. Þau verk hans sem
skipta aðallega máli í þessu sambandi eru: Saga om Nor og hans
Æt, 1809, Odins Komme til Norden, 1809, Sværdet Tirfing, 1809
(sbr. Hervarar sögu), Gunlogs og Rafns Saga, 1811, Roskilde-
Saga, 1814, Norne-Giæst, 1815, og þýðingar: Snorres og Saxos
Kroniker, 1815, Kong Knud den Helliges Levnet (úr Knýtlinga-
sögu), Saga om Halfdans Sonner og Harald Hyldetan (úr Sögu-
broti) og Edmund Lagmands Saga (úr Heimskringlu). Á árunum
1818-1822 endurskoðar Grundtvig svo fyrri verk sín og þýðingar.
Ungur að aldri skrifaði Grundtvig norrænar sögur í anda
Suhms. Þegar Oehlenschláger gaf út Vaulundurs Saga varð
Grundtvig mjög hrifinn af henni og taldi hana marka þáttaskil í
norrænum prósabókmenntum. I æskuverkum Grundtvigs má sjá
áhrifin frá forníslensku í eftirfarandi dæmum:
Fast orðalag (formúlur):
- Sagaen vender sig nu imod 0st til Ladogaborg
- det er om dem alle at sige, at
- Nu er det at sige
- som sagt er i hans Saga (aukafrumlagi sleppt og orðaröð
óvenjuleg)
- En Jotun, som Arngrim hed, er til Sagaen nævnet
- mange vare deres Born, men kun faa komme denne
Saga ved
- han sejlede bort om Sommeren og er nu ude af Sagaen
(beint úr Gunnlaugs sögu Ormstungu )
- men her er kun derom at tale
Vísun í eldri texta og munnmæli:
- Saa er sagt i gamle Boger
- og det er sagt med Sandhed (sbr. og erþað með sannindum
sagt)