Skírnir - 01.04.1993, Page 172
166
KELD GALL J0RGENSEN
SKÍRNIR
ar, og óljóst er hvernig stíllinn ákvarðast af samtímanum, bók-
menntategundinni og höfundinum. Það eru með öðrum orðum
takmörk fyrir því hversu nákvæm greiningin á fornsögunum get-
ur orðið. Þýðendur þeirra verða að glíma við þessa óvissu. A
hverjum tíma hafa verið uppi ólíkar skoðanir á því hvað Islend-
ingasaga sé, og menn hafa sömuleiðis deilt um hvernig eigi að
þýða. Þegar Islendingasögur eru þýddar á annað mál er því um
tvær óþekktar stærðir að ræða.
Til að fá yfirlit yfir danskar þýðingar á Islendingasögunum,
má skipta þeim í þrjá meginflokka eftir tímabilum, en þess skal
þó getið að til eru fleiri þýðingar en þær sem hér eru nefndar.
Samtals er búið að þýða rétt rúman helminginn af öllum sögun-
um (nákvæm tala fer eftir því hvernig þættirnir eru flokkaðir);
þriðjungur er aðgengilegur á bókasöfnum, og aðeins ein Islend-
ingasaga er fáanleg í dönskum bókabúðum um þessar mundir,
nefnilega sú sem er talin upp síðast hér að neðan.
I. Rómantík
Þýðandi: N.M. Petersen
Sögur í þýðingu hans: Egils Saga, Njals Saga, Laksdœla Saga, Eyrbyggja
Saga, Vatnsdœla Saga, Gisle Sursens Saga, Gunbg Ormstunge Saga,
Gretter den Stærkes Saga, Kormak og Finboges Saga.
Útgáfuár þýðinganna: 1839-1844.
Þýðendur:
Johannes V. Jensen
Knud Hjorto
Thoger Larsen
Hans Kyrre
Ludvig Holstein
Tom Kristensen
Johannes Brondum Nielsen
Gunnar Gunnarsson
Vilhelm Andersen
II. De islandske Sagaer, bd. I-III, 1930
Sögur:
Gronlands- og Vinlandsrejserne, Egils Saga
Gunlog Ormstunges Saga
Snorre-Godes Saga eller 0rboer-Saga,
Laksdola Saga
Viga-Glums Saga, Fostbrodre Saga, De
sammensvornes Saga
Njals Saga (kvæðin þýddi Johs. V. Jensen)
Kormaks Saga
Hallfred Vanraadeskjalds Saga
Sagaen om Gretter den Stærke
Gisle Surssons Saga