Skírnir - 01.04.1993, Page 205
SKÍRNIR
SAGNFRÆÐIN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ
199
fræðilegt eðli hennar. Enda tek ég það fram nálægt upphafi þeirr-
ar umræðu sem Már túlkar og andmælir (176): „Eg hef ekki tóm
til að fara út í það hér hvers eðlis sá sannleikur er sem er bara
sæmilega sannur fyrir eina kynslóð og svo kannski aldrei meir.“
Eg ætlaðist þó til að það skildist af samhenginu að ég er þar
einmitt að fjalla um afstæðan sannleika, sannleika sem skiptir
máli og er raunverulegur, þó að hann sé ekki algildur. Og ég sé
ekki annað en að það sé einmitt þess konar sannleikur sem Már
eignar sagnfræðinni. „Vissulega úreldist sagnfræði ekki síður en
önnur hugsun, [segir hann] en það er ekkert slæmt“ (444). Það
var einmitt það sem ég var að segja, tók að vísu ekki nákvæmlega
fram að það væri ekki slæmt, en sagði ekki heldur að mér þætti
það slæmt. Og Már heldur áfram að boða það sem ég skil sem af-
stæðan sannleika: „Eg myndi [...] vilja snúa aðeins upp á vanda-
málið og hætta að meta sagnfræði á kvarða algilds-ógilds sann-
leika, en spyrja þess í stað: hvernig segir sagnfræði satt? Öllu
heldur: hvað getur hún talað um af viti? Hugtakið „sannleiki" á
ekki að vera aðalatriðið, miklu fremur ætti að tala um „sannleika“
í fleirtölu" (448). „Það eru hinir óteljandi möguleikar á umfjöllun
sem sagnfræðin á að takast á við, en hún á ekki að eltast við ein-
hvern einn sannleika, sama hvað hann er skorinn niður í margar
sneiðar“ (449). Eg sé ekki betur en Már sé að halda hér fram
skoðun sem ég get fallist á (þó að mér finnist hann að vísu óþarf-
lega óljós); hann er að minnsta kosti ekki að andmæla skoðun
minni með þessum orðum.
Ég hef ekki tóm til þess hér, frekar en á ráðstefnu hug- og fé-
lagsvísindadeildar Vísindaráðs, að skýra rækilega hvað ég á við
með því að sagnfræðin segi afstæðan sannleika. En í afar stuttu og
einföldu máli sagt, þá held ég að sannleiksgildi ummæla í sagn-
fræði sé háð huglægum veruleika þeirra sem taka við henni, gild-
ismati og hugmyndum þeirra um heiminn, um leið og sagnfræðin
leitast sífellt við að breyta þessum veruleika. Ég ætla að hætta á að
taka til samanburðar einfalt dæmi úr hversdagssamræðu, þó að
það bjóði vissulega upp á misskilning og mistúlkun ef það er tek-
ið of bókstaflega. Ummæli eins og: „Eg hef stórt borð í herberg-
inu mínu“ geta verið sönn eða ósönn. Við getum vel ímyndað
okkur mann sem segði með fullum rétti: „Gunnar sagðist hafa