Skírnir - 01.04.1993, Page 234
228
GARYAHO
SKÍRNIR
laugarinnar. Slík sjón hlyti að vekja þær upp af sljóum doðanum“ (s.
176). Henderson leikur forvitni á að vita hve heit laugin er en hann velk-
ist ekki í vafa um áhrifamátt hennar - æðri merkingu þessa náttúruund-
urs. Honum þykir eiginlega verst að Drottinn skyldi ekki hafa komið
svo tilkomumiklum táknum um almáttugan kraft sinn fyrir í meiri nánd
við syndara og efasemdarmenn. Hvers vegna skyldi Geysir ekki spúa
sjóðheitu vatni yfir Picadilly Circus?
Þeim sem fást við bókmenntasögu og hafa áhuga á því hvernig fátæk-
ir íslenskir bændur lásu og varðveittu fornsögurnar er töluverður fengur
að bók Hendersons. Vegna „sambandsleysis síns við útlendinga“ eru'
sumir íbúar Vestfjarða „fastheldnari á hefðirnar sem þeir hafa fengið í arf
frá forfeðrum sínum [...] margir hafa lært [sögurnar] utanbókar og geta
vel flestir lagt dóm sinn á drengskap og varmennsku sem tengjast helstu
atburðum frásagnarinnar“ (s. 104). Það gleður Henderson mjög að hitta
mann einn, skammt frá Akureyri, sem
hefur tekið til við lestur á sögulegum ritum Biblíunnar í stað forn-
sagnanna, sem áður voru lesnar af öllum og eru enn í eigu flestra
bænda [...] fornsögurnar hafa vissulega mikið gildi og í höndum
hinna lærðu má hafa af þeim ágæt not en það eykur aðeins hjátrú og
bábiljur ef almenningur er hvattur til að rýna í þessi rit og er vart á
það þætandi. (s. 87-8)
Það er skiljanlegt, en um leið kaldhæðnislegt, að Henderson skuli mæla
með hebreskum sögum og gera jafnfram lítið úr íslenskum fornritum.
Hann er eini breski ferðamaðurinn sem hefur neikvætt viðhorf til forn-
sagnanna. í öllum öðrum ferðabókum eru þær taldar til dýrgripa íslands.
I bókinni eru fjölmargir eftirminnilegir kaflar. Hér verður aðeins
fárra getið. Henderson fjallar um lífshætti íslenskra dýra, þar á meðal um
refinn sem dulbýr sig sem máf með því að rétta skottið upp í loftið.
Hann læðist þannig í átt af máfunum „þar til hann er kominn í námunda
við fuglana og er viss um að geta klófest einn þeirra“ (s. 99). Þjóðsaga
þessi er fengin úr riti Eggerts og Bjarna en Henderson tekur hana bók-
staflega og breytir þar með eðli hennar: Brögðótti refurinn minnir einna
helst á teiknimyndapersónu, skott hans er í laginu eins og fuglshöfuð,
hann gengur afturábak inní hóp af sjálfumglöðum máfum sem eiga sér
einskis ills von. Annað dæmi er frásögnin af fundi þeirra Jóns Þorláks-
sonar. Henderson er agndofa yfir því að lærður maður eins og Jón -
þýðandi Miltons - skuli hafa unnið svo glæsilegt afrek í svonu dimmu
koti. Þarna bregður einnig fyrir íslenskri fjölskyldu á faraldsfæti, búslóð-
in er bundin uppá tvo hesta, framundan er spordjúg leið yfir hálendið.
Henderson kemst að því að einu barninu hefur þá skömmu áður skrikað
fótur og er með brákaða mjöðm. Hann útbýr handa því spelkur til
bráðabirgða, svo heldur fjölskyldan áfram för sinni í ausandi rigningunni