Skírnir - 01.04.1993, Side 242
236
GARY AHO
SKÍRNIR
Og Dufferin heldur áfram að koma okkur í opna skjöldi með því að
hnýta við þessa náttúrulýsingu óvæginni skopmynd af þýskum náttúru-
fræðingi sem er sérfróður um mýflugur. Súrrealískar lýsingar á góðglöð-
um drykkjuboltum að eltast við vængjaða héra í morgunsárið, ruglings-
leg frásögn af „dauflegri" þriggja daga bið eftir Geysisgosi, bið sem stytt
er með spilamennsku og komu Napóleons prins (Dufferin eldar handa
honum lóurétt) - þetta eru aðeins fáir kaflar af mörgum sem gera bókina
að veislu fyrir lesandann. Það kemur ekki á óvart að síðari ferðamenn
skyldu svo til undantekningalaust hafa rit Dufferins í farangrinum þegar
þeir lögðu af stað til Islands.
Forbes, Metcalfe, Holland, Baring-Gould, Symington,
Clifford, Shepherd, Anderson, 1860-63
Charles S. Forbes. Iceland: Its Volcanoes, Geysers, and Glaciers. John
Murray, London 1860, ix + 335 síður. Með tuttugu og þremur myndum.
Á titilsíðunni er mynd af gjósandi hver, vatnsbunan heldur uppi skyrtu
Forbes en hann hafði pakkað inní hana kjöti til soðningar. Að minnsta
kosti þrjár hinna myndanna eru prentaðar eftir málmstungum er birst
höfðu í breskum tímaritum en voru upphaflega gerðar eftir teikningum
Auguste Mayers. Þetta eru „The Vestibule, Surtshellir," „Crossing the
Bruará,“ og „The Icelandic Home.“lé Á síðastnefndu myndinni sjáum
við húsbónda lesa húslestur fyrir áhugasama hlustendur í lítilli baðstofu.
Margir breskir ferðamenn lýstu einmitt sambærilegum senum í bókum
sínum (sjá Baring-Gould og Oswald) auk þess sem þetta myndefni er
einnig að finna á frægu olíumálverki August Schiotts, „Kvöldvaka".17
Frederick Metcalfe. The Oxonian in Iceland; or, Notes of Travel in
that Island in the Summer of 1860. With Glances at Icelandic Folklore
and Sagas. Longman, Green, London 1861, vii + 424 síður. Ódýr útgáfa,
John Camden Hotten, London 1867. Endurprentuð af AMS Press, New
York 1967. Meðal efnis í viðauka eru grein sem ber titilinn „The
Volcano of Kotuglia," en Katla gaus í júlí 1860 á meðan Metcalfe var á
ferð um landið. Kort er prentað á opnuauka auk þess sem fjórar myndir
eru í bókinni; af Almannagjá, frá Geysisvæðinu, af Goðafossi og óvenju-
leg mynd af Grettistaki í grennd við Hrútafjörð. Frederick Metcalfe
(1815-1885) lagði stund á norrænar bókmenntir, hann kenndi við há-
skólann í Oxford og sóttist tvisvar eftir prófessorsstöðu þar í fornensku.
Hann ritaði fjölda fræðigreina og ferðabækur þar sem hann segir meðal
16 Myndir númer 21, 39, og 131 í nýlegri íslenskri útgáfu á myndum Mayers: Is-
landsmyndir Mayers, 1836. Orn og Örlygur, Reykjavík 1986.
17 Ponzi, ísland á 19. öld, s. 91.