Skírnir - 01.04.1993, Page 245
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
239
landssjómenn séu líklegir til að veljast til starfa hjá franska sjóhernum.
Honum finnst því full þörf á því að landar sínir kynnist í auknu mæli
siglingum um norðurhöf. Forbes hefur einnig áhyggjur af orðrómi um
áhuga Frakka á íslenskum brennisteinsnámum. Hann er alvörugefinn,
hér sem annars staðar, og ber hag þjóðar sinnar mjög fyrir brjósti.
Forbes fer nokkrum orðum um annálaðan drykkjuskap innfæddra
en í stað þess að lýsa slompuðum Islendingum með hryllingi eða skopast
að þeim, vítir hann ágjarna danska kaupmenn sem „ræna fyrst viðskipta-
vini sína vitinu og hafa síðan af þeim afurðirnar" (s. 312). Lýsingar For-
bes á fátækt, sjúkdómum og dimmum, illa lyktandi og loftlausum húsa-
kynnum íslenskra sveitabæja eru blátt áfram. Þegar gildi fornsagnanna
ber á góma, segir Forbes hins vegar að fátækum bændum séu gömlu
bækurnar „helsta dægrastyttingin á löngum vetrarkvöldum. Þá les einn
heimilismanna upphátt við daufa týru af olíulampa en hinir fást við að
spinna, prjóna og vefa“ (s. 306). Mig grunar að Forbes hafi bætt þessari
málsgrein við til samræmis við myndina sem hann stal frá Mayers og
birti í bók sinni.
Baring-Gould er í fullkominni og, að mínu mati, meðvitaðri mót-
sögn við Forbes. Hann segir að fólk þrauki í baðstofunni
langan myrkan veturinn án elds; eini ylurinn kemur af dýrunum. Það
er erfitt að gera sér í hugalund kæfandi stækjuna innandyra. Hún er
alveg óbærileg fyrir ensk lungu. I hinni ágætu bók Gaimards voru
tvær ákaflega frumlegar en algjörlega villandi myndir af hýbýlum Is-
lendinga þar sem íbúarnir sátu við skíðlogandi arineld, ýmist lásu
þeir fornsögur eða léku á hið þjóðlega hljóðfæri langspil. Þessar
myndir hafa, því miður, verið endurprentaðar í nokkrum enskum
ferðabókum. (s. 60)
Lýsing Baring-Goulds er sláandi nákvæm og kemur heim og saman
við vitnishurð margra annarra ferðamanna. Við skiljum betur afhverju
svo margir þeirra afþökkuðu boð um gistingu í íslenskum baðstofum og
kusu heldur að sofa í litlum kirkjum eða einfaldlega að tjalda þrátt fyrir
erfiðleikana sem hljóta að hafa fylgt því í myrkri eða slagviðri. Innan um
mátti engu að síður finna ferðamenn sem trúðu svo staðfastlega á upp-
stillinguna í baðstofunni, þar sem húsbóndinn heldur bókinni upp að
ljósinu, að þeir sköpuðu tilætlaða stemmningu og blönduðu sér síðan í
hóp gagntekinna hlustanda (sjá Oswald).
Þótt Baring-Gould þekkti til þýðingar Dasents á Njálu og hefði á
henni miklar mætur, ferðaðist hann einkum um slóðir Grettis sögu.
Hann fléttaði líka löngum köflum úr Grettlu inní frásögn sína, enda
fékkst hann á sama tíma við að snúa sögunni yfir á ensku. Myndrænar
lýsingar Baring-Goulds á íslensku landslagi og skýjafari bera listfengi
hans vitni. Þá er kímnin snar þáttur í bók hans. I stað þess að auka við