Skírnir - 01.04.1993, Page 250
244
GARY AHO
SKÍRNIR
landi og þjóð og þótt stuðningur þeirra hafi verið af skornum skammti
(blaðaviðtöl þar sem vakin var athygli á málefnum Islands, fjársöfnun
vegna hallæra) kom Islandi ekki illa að eiga svo áhrifaríka vini í Bret-
landi.
Þegar Morris kom til landsins í fyrsta skipti árið 1871 var hann ekki
fávís „túristi" á borð við þá sem Henry Holland fordæmdi fyrir að hafa
ekki áhuga á öðru en að sjá „réttu“ staðina á sem skemmstum tíma.
Morris hafði í raun megnustu skömm á þeim ferðamönnum sem fóru í
„pakkaferðir" uppað Geysi. Morris viðurkennir meira að segja að hann
skammist sín hálfpartinn þegar félagar hans staldra þar við, á þessum
„stað sem helst er helgur í huga Mangnalls“ (s. 74). Nefndur Mangnall
var höfundur barnabóka um náttúruundur heimsins. En vissulega voru
aðrir staðir á íslandi helgir í huga Morris sjálfs og þá enginn jafn helgur
og Þingvellir. Lýsing hans á þeim er hjartnæm og eftirminnileg: „Hjartað
slær hraðar, því máttu trúa, þegar við nálgumst hábrún skarðsins og ég
finn að nýju fyrir sömu ómældu undruninni og gagntók mig þegar ég leit
ísland í fyrsta skipti augum af þilfari Diönu. Við erum hingað komnir til
að sjá hjarta Islands og sú sýn olli okkur ekki vonbrigðum." Eftir ítar-
lega lýsingu á völlunum, vatninu, Oxará og gjánum í grenndinni, skrifar
Morris: „Sá fínofni þráður innsæis og hugarflugs - sem við finnum svo
sjaldan fyrir en veitir við þau tækifæri fágæta ánægju - hann birtist mér
þegar ég virti þarna í fyrsta skipti fyrir mér mesta dásemdarstað Islands
og íslenskrar sögu“ (s. 168). Andspænis hrjóstrugu landslagi og lélegum
húsakosti á Hrútsstöðum skrifar Morris á hinn bóginn:
Hve eyðilegt er nú hér um að litast [...] sérhver staður og örnefni
bera vitni um endalok svipullar kappsemi og frægðar. Og þó hefur
lífið á ýmsan hátt breyst svo lítið: Ólafur pá annaðist skepnurnar sín-
ar frá einu ári til annars, hann aflaði heyja og veiddi fisk, rétt eins og
presturinn með páfagauksnefið nú á dögum [...] En Guð minn góð-
ur! Hve smátt og ósjálfbjarga er nú allt í samanburði við fornar
ástríður og ójafnaðinn sem hér ríkti - og ekkert hefur orðið gleymsk-
unni að bráð.“ (s. 108)
Morris á erfitt með að sætta sig við bláþráðótt samhengið milli Is-
lands elleftu aldar og Islands nítjándu aldar, eða öllu heldur milli þeirra
hugmynda sem hann fékk sem lesandi íslendingasagna um söguöldina og
nýrra hugmynda hans sem ferðalangs um „ósjálfbjarga" Island fátækar-
innar. Mér finnst kaflar sem þessi í senn umhugsunarverðir og mikilvæg-
ir. Að lestri loknum átti ég auðveldara með að skilja Morris og margþætt
viðhorf hans til hinna áhrifaríku íslensku bókmennta. Á áttunda áratugi
þessarar aldar fór ég fótgangandi og ríðandi frá Reykholti til Þingvalla,
sömu leið og Morris og félagar höfðu farið hundrað árum áður. Eg hafði