Skírnir - 01.04.1993, Page 263
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
257
lægrar hetju Njáls sögu, honum fyrirsát árið 986; þeir voru fimmtán sam-
an, hann var á heimleið í fylgd engra nema bræðra sinna tveggja" (s. 22).
I niðurlagi skrifar Collingwood:
Okkur langaði til að finna hið forna sögusvið, að lýsa upp baksvið
þessara sögulegu viðburða, og það höfum við gert [...] Við höfum séð
bústaði hetjanna. Þeir eru ekki lengur nöfnin tóm, óljósir draumar.
Veruleiki þeirra blæs lífi og afli í glæsta drauma fortíðarinnar. Það er
eins og tjaldinu hafi verið svipt frá, eins og augu okkar hafi loks opn-
ast fyrir dýrð norðursins. (s. 179-80)
Umhugsunarverð athugasemd og líklega sannari en Collingwood áttar
sig sjálfur á þar sem aðdáendur sagnanna kunnu hugsanlega betur að
meta fegraðar myndirnar í bókinni en það útsýni sem hefði blasað við
þeim á Islandi. Það er vitanleg erfitt að fullyrða eitthvað um þetta efni en
ég hef hér í huga vonbrigði Morris á Hrútstöðum og Leiths á Skálholti,
auk vangaveltna ýmissa annarra nítjándualdar ferðamanna um fátæktina
og eymdina á íslandi.
Árið 1990 skrifaði frú Vigdís Finnbogadóttir inngang að tuttugustu
og fyrstu útgáfunni á ferðabók Dufferins. Þar segir hún meðal annars:
Við vorum svo lánsöm um miðbik nítjándu aldar að fjöldi merkilegra
útlendinga heimsótti ísland. Þeir hrifust bæði af bókmenntahefðinni
sem er kjarninn í sjálfsmynd þjóðarinnar og óbeislaðri og framandi
náttúru landsins. Þeir voru undir áhrifum frá rómantísku stefnunni
en líkt og ljóðskáldin okkar bentu þeir þjóðinni og umheiminum á
gildi náttúru og menningar sem eiga engan sinn líka.
Á þessum síðum hef ég fjallað um heimsóknir nokkurra af þessum
„merkilegu útlendingum“ og reynt að benda á hvaða lærdóm lesendur á
tuttugustu öld geta dregið af ritum þeirra. Höfundar bresku ferðaritanna
segja oft heilmikið um sjálfa sig, um það hvernig störf þeirra og áhuga-
mál mótuðu mynd þeirra af Islandi. Þeir segja okkur þó enn meira um
Island og sérstaka menningu þjóðarinnar, um erfiðleika hennar við að
halda lífi, ekki bara í menningunni, heldur í börnunum þegar óblíð veðr-
átta, danskir kaupmenn og Surtur sjálfur lögðust á eitt við að gera þeim
lífið mótdrægt. En Islendingarnir tórðu og við tóku tímabil baráttu,
breytinga og framfara. Breskir ferðalangar urðu vitni að þessum breyt-
ingum og fjölluðu um þær í bókum sínum. Við njótum góðs af þeim
vitnisburði, enda segir máltækið „glöggt er gests augað“. Margir þessara
bresku gesta voru glöggskyggnir og þar að auki vel ritfærir. Dagbækur
þeirra og ferðarit birta okkur „svipmyndir", eins og ég hef kosið að kalla
þær, af daglegu lífi íslendinga á átjándu og nítjándu öld. Að þessu leyti