Skírnir - 01.09.1996, Page 41
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
287
í tengslum við þetta má benda á að fjölmargir aðrir raunsæis-
menn, jafnt erlendir sem innlendir, gerðu skýran greinarmun á
rómantík og ídealisma. Þar á meðal var Verðandimaðurinn
Hannes Hafstein. Hinn 14. apríl 1882 víkur hann að þessum hug-
tökum í bréfi sem hann skrifaði Jóni Þorkelssyni frá Kaupmanna-
höfn:
Hvort okkur þyki óbragð að öllu nema realismus? Já, á sama hátt eins og
þér mun þykja óbragð að öllu nema romantik (ekki idealismus, því í öll-
um skáldskap er idealism).60
Af þessu má sjá að menn litu alls ekki alltaf á hugtökin róm-
antík og ídealismi sem samheiti, þótt orð Hannesar bendi vissu-
lega til þess að einhverjir hafi gert það. Sjálfur virðist hann hafa
aðhyllst þá skoðun að menn geti verið í senn rómantíkerar og
ídealistar eða realistar og ídealistar. Söm var reyndar skoðun læri-
meistara Hannesar, Georgs Brandesar, sem hélt því fram í riti
sínu Det moderne Gjennembruds Mænd frá árinu 1883 að öll
norræn samtímaskáld væru hvort tveggja í senn realistar og
ídealistar.61
Þó að Jón Ólafsson hafi staðið í fararbroddi raunsæismanna
mat hann skáldskap ekki eftir því hvaða stefnu höfundar fylgdu
og í ritdómi sínum um Verðandi er hann stundum býsna harð-
orður um það sem honum þykir miður fara í skrifum samherja
sinna. Hann finnur t.d. mjög að því hve Bertel E. Ó. Þorleifssyni
sé örðugt um formið og að stundum hafi hann „alveg gleymt því,
að til er nokkuð, sem heitir stuðlar og höfuðstafir; en það er þó
það allra-fyrsta, sem sá verður ávallt að minnast, sem yrkja vill á
íslenzku“ (58). I framhaldi af þessu drepur hann á kvæði Bertels
„Barnafoss“, tínir til ýmsa galla á því og klykkir síðan út með
orðunum:
Skáldlegri þykir oss óneitanlega meðferð óvinar vors Bessastaða-Gríms á
þessu sama efni (Ljóðm. 45 bls.), heldur en vinar vors Bertels, og það
60 Sbr. Hafnarstúdentar skrifa heim. Islenzk sendihréf IV. Reykjavík 1963, 139-
40.
61 Georg Brandes. Det moderne Gjennembruds Meend. Kaupmannahöfn 1883,
398.