Skírnir - 01.09.1996, Page 67
SKÍRNIR
ÉG VERÐ KONUNGUR DJÖFLANNA
313
Komdu, eg skal glaðvekja
guðseðli þitt
og fá þér að leikfangi
fjöreggið mitt.
Ekki skal það kvelja þig
skóhljóðið mitt;
eg skal ganga berfætt
um blessað húsið þitt.
Konan er Ijóslega viti sínu fjær af sársauka, tilbúin að fórna sér á
altari ástarinnar. Hún hugsar ekki um afleiðingar slíkrar fórnfýsi,
hún vill elskuna sína aftur hvað sem það kann að kosta. Líkt og
hin svikna persóna í lýsingu Barthes, ásakar hún sjálfa sig vegna
brottfarar unnustans, hún hefur ekki elskað nóg, ekki trúað, von-
að og umborið og því á hún skilið að vera yfirgefin. Hún kallar á
manninn í auðmýkt sinni og biður hann fyrir alla muni að fyrir-
gefa sér:
Rándýr, forna rándýr, -
fyrirgefðu mér ...
eða viltu, að eg sofi
í sænginni hjá þér?
Undir lok kvæðisins verður lesanda ljóst að hinn elskaði hefur
örlög stúlkunnar í hendi sér, því lengri sem biðtíminn verður því
óráðskenndara verður ástand hennar. Hún er, með öðrum orð-
um, læst inni í biðsal ástarinnar, inni í búri sinna eigin masókísku
kennda og enginn kemur til að hleypa henni út.
Þessi tilfinningalega bæling konunnar sem lætur allt yfir sig
ganga, er viðfangsefni fleiri kvæða Davíðs en kemur kannski
hvergi betur fram en í „Brúðarskónum", því marglofaða kvæði
um ungu stúlkuna sem bíður og vonar og bryddar brúðarskóna í
laumi. Þegar elskhuginn tekur aðra konu fram yfir hana, brennir
hún skóna í eldinum og grætur þegar enginn sér: Sumir gera
alt í felum“.31 Stúlkan felur sorg sína og niðurlægingu fyrir um-
31 Svartar fjaðrir, s. 11.