Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Page 1
ísafjörður 11. janúar 1978 — 4. árgangur — 1. tölublað Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUCFÉLAC LOFTIEIDIR ÍSLAXDS -------------------1 Dömupeysur mikið úrval Verslunin Ustió Isafiröi sími 3507 Heiðrún ís-4 afhent kaupendum Sl. laugardag var Heiðrún ís-4 afhent kaup- endum sínum, Útgerðarfélaginu Völusteini hf., Bolungarvík frá M. Bernharðsson, skipa- smíðastöð hf., á ísafirði. Heiðrún er nú, að sögn Guðmundar Marsellíussonar, fram- kvæmdastjóra, fullkomnasta fiskiskip íslend- inga. Skipið er búið öllum nýjustu fiskileitar- og siglingatækjum af fullkomnustu gerð. Þá er Heiðrún þannig úr garði gerð, að beita má henni til veiða með margskonar veiðarfæri án breytinga, og jafnvel fleiri en einu í senn. son skipasmíðastöð hf, starfsmönnum sínum og gestum til reynslusiglingar með Heiðrúnu. í förinni voru um áttatíu manns. Gunnar Örn Gunnarsson, tækni- fræðingur, lýsti skipinu og búnaði þess fyrir gestum, og síðan var þeim boðið að skoða skipið hátt og lágt. □ Skipið Ms. Heiðrún (s-4 er 397 brúttólestir að stærð. Lengd skipsins er 40,98 m., og mesta breidd þess er 8,61 m. Teikningar af skipinu eru unnar af Skipatækni hf., en. aðalhönnuður þess er Bárð- ur Hafsteinsson, skipaverk- fræðingur. Heiðrún er stál- skip. Hún er byggð sem skuttogari, en er einnig út- búin til línu og nótaveiða. Skipið hefurtvö þilför, stafna á milli og skutrenna nær upp á efra þilfar. Þar, á efra þil- Framhald á 7. síðu □ í fyrsta sinn á fslandi Meðal helstu tækninýj- unga um borð í Heiðrúnu má nefna Becker-stýri. Það er tvískipt stýrisblað sem virkar t.d. þannig, að þegar fremri hluti stýrisins myndar 45 gráðu horn við skipið, þá myndar aftari hluti þess 90 gráðu horn. Auðveldar þetta mjög alla stýringu skipsins. Þá er Heiðrún búin innrauð- um rafeindakastara, sem gerir kleift að sjá í myrkri umhverfis skipið í hring, sem er um það bil 3 km. í radíus. Kastari þessi kemur sérstak- lega í góðar þarfir við sigl- ingar í ís, en hann sýnir um- hverfið á sjónvarpsskermi í brú skipsins. Þessi tvö tæki eru nú í fyrsta sinn um borð í íslensku fisklskipi. □ Reynslusigling f tilefni af afhendingu skipsins bauð M. Bernharðs- Guðmundur Marsellfusson afhendir Guðfinni Einarssyni Heiðrúnu. Pétur Svavarsson f hlutverki Jack Wheeler Græna á ný Vegna fjölda áskorana hefur Litli Leikklúbburinn á- kveðið að æfa og sýna aftur gamanleikinn Grænu lyftuna eftir Avery Hopwood. Alls hafa verið sýndar 9 sýningar þar af 7 á ísafirði við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Ákveðið er að sýna í kvöld kl. 21 og á föstudagskvöldið verður miðnætursýning kl. 23,30. Fleira er í sigtinu hjá L.L. að þessu sinni. Næstu daga hefjast æfingar á barnaleik- Framhald á 7. sfðu Sjómenn á ísafirði lýsa stuðningi við afstöðu sjávarútvegsráðherra: Telja flotvörpuveiðar hagkvæmastar Fundur í Sjómannafélagi fsfirðinga, sem haldinn var 26. desember sl. ályktaði að sú tekjuskerðing, sem fiskverndunaraðgerðir muni hafa í för með sér komi til með að bitna af mestum þunga á starfandi sjómönnum. Vilja þeir að sjómenn séu hafðir veru- iega með í ráðum um fiskverndunaraðgerðir og telja aigjöra veiðistöðvun um tíma oft vera betri lausn, en annarskonar takmarkanir á fiskveiðum. Ályktanir þær, sem fundurinn samþykkti einróma birtast hér óstyttar. i. Þar sem fyrirsjáanlegt er að væntanlegar aðgerð- ir í fiskverndunarmáium, muni þýða verulega kjaraskerðingu til handa sjómönnum, teljum við nauðsynlegt, að sjónar- mið starfandi sjómanna, hér á Vestfjörðum og annarsstaðar, fái að koma fram. Viljum við benda á að þótt verndunaraðgerðir, komi til með að hafa á- hrif á efnahagslíf þjóðar- innar í heild, eru það fyrst og fremst starfandi sjómenn, sem taka stærsta skellinn. Fyrirsjá- anleg tekjurýrnun verði bætt í formi skattaíviln- ana, eða á annan hátt, í samráði við sjómanna- stéttina. II. Fundurinn lýsir því yfir, að hann er fylgjandi fisk- verndunaraðgerðum und- ir yfirstjórn stjórnvalda, en í samvinnu og samráði við sjómenn, útgerðar- menn og fiskifræðinga. Fyrirhugaðar veiðitak- markanir og veiðistöðv- Framhald á 8. síðu

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.