Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 4
Stjórn K.R. í. endurkjörin Gísli Magnússon ráðinn þjálfari Á aðalfundi Knattspyrnuráðs ísafjarðar, sem haldinn var 29. desember sl. var stjórn ráðsins endurkjörin. Fram kom að lið frá K.R.Í. tóku þátt í keppni í öllum flokkum íslandsmótsins í knatt- spyrnu, auk þátttöku í Bikarkeppni K.S.Í. Fimm þjálfarar störfuðu á vegum ráðsins sl. starfsár og í ársreikningar þess sýna að fjárhagur K.R.Í. stend- ur með blóma. Lið frá K.R.f. tóku þátt í keppni í öllum flokkum fs- landsmótsins og einnig í Bikarkeppni K.S.Í. í meist- araflokki og í fyrsta flokki. í annarardeildarkeppni ís- landsmótsins hafnaði lið K.R.Í. í fimmta sæti af tíu þátttökuliðum. Vann það fimm leiki, tapaði fimm og gerði átta jafntefli. Skoruðu ísfirðingar tuttugu mörk en fengu á sig tuttugu og þrjú. í Bikarkeppninni komst meistaraflokkslið K.R.f. í þriðju umferð, en tapaði þar fyrir liði Selfoss, í víta- spyrnukeppni að loknum leiktíma og framlengingu. Fimm þjálfarar störfuðu á vegum Knattspyrnuráðs- ins árið 1977 og þjálfuðu þeir alla aldursflokka. Á árinu 1978 hefur K.R.Í. skráð lið til þátttöku í II. deild íslandsmótsins, Bikar- keppni meistaraflokks og fyrsta flokks og fslandsmótið í III. flokki. Lið Harðar og Vestra munu keppa á veg- um félaganna sjálfra á ís- SML Borvélar^Fy|gjh|utjr Stingsög, hjólsög o.fl. ///// straumur Silfurgötu 5 sími 3321 Vantar sendibíl? Sendibílaþjónusta Hringið í síma 3356. Bjarni Þórðarson, Pólgötu 6 landsmóti í þessum flokk- um. Fjórða og fimmta fehrúar nk. verður haldið í Laugar- dalshöll, fslandsmeistara- mót í knattspyrnu innan- húss. Mun lið Knattspyrnu- ráðs ísafjarðar taka þátt í því í fyrsta sinn. Mánuðina maí til sept- ember mun Gísli Magnús- spn, knattspyrnuþjálfari frá Vestmannaeyjum dvelja hér o g þjálfa lið K.R.f. i meistaraflokki, fyrsta flokki og þriðja flokki. Gísli hefur tekið að sér þjálfun þessara flokka og eru æfingar þegar hafnar samkvæmt fyrirsögn hans. Formaður K.R.Í., tjáði blaðinu að meistaraflokkslið ísafjarðar yrði í sumar að langmestu leyti skipað sömu mönnum og á síðasta ári, auk þess sem nokkrir efni- legir knattspyrnumenn úr yngri flokkunum myndu bætast í hópinn. Á aðalfundinum bárust Knattspyrnuráðinu vegleg- ar gjafir frá Torfa Björns- syni og konu hans, Sigríði Króknes. Voru það bikarar, sem gefendur ætla til verð- launa fyrir keppni í 5. flokki A og 5. flokki B, í 4. flokki og í þriðja flokki. Einnig gáfu þau hjónin styttu til þess að heiðra þann, sem valinn verður besti knatt- spyrnumaður liðs K.R.Í., sumar hvert. Áformað er að áhorfendur hvers leiks taki þátt í atkvæðagreiðslu þar um. Stytta þessi er farand- gripur, sen minni stytta, eins, verður afhent knatt- spyrnumanni ársins til eign- ar árlega. í ársreikningum ráðsins kom fram að fjárhagur þess hefur aldrei staðið jafn vel í lok starfsárs. Heildarpen- ingavelta K.R.Í. á árinu 1977 var á fimmtu milljón, en rekstursafgangur var rúmlega átta hundruð þús- und krónur. Vildi formaður K.R.f. einkum þakka þessa góðu fjárhagstöðu dugnaði og elju liðsmanna, sem sjálf- ir hafa unnið að fjáröflun fyrir starfsemina að veru- legu leyti og öflugum stuðn- ingi frá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum. Ás Vestfirðingar! BLÓMABÚÐIN RUNNI BÝÐUR YÐUR ÚTFARARKRANSA — ÚTFARARKROSSA SKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI AFSKORIN BLÓM OG BRÚÐARVENDI. Sendum yöur að kostnaöarlausu. Veröiö þaö sama og í versluninni í Reykjavík. Blómabúöin RUNNI Hrísateigi 1, Reykjavík sími 91 -38420 og 91 -34174 FLUGLEIÐIR SPARIÐ FYRIRHÖFN Takiö farseöla ykkar hjá skrifstofu Flugleiöa, eða umboðsmanna á Vestfjöröum, svo sem til KANARÍEYJA AUSTURRÍKIS KAUPMANNAHAFNAR LUNDÚNA og fleiri staða. flucfélac LOFTLEIDIR /SLAMDS Skrifstofan á ísafiröi sími 3410 og 3457

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.