Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 7
tJumflbuwió Járniðnaðarmaður Óskum að ráða vélvirkja, eða mann vanan rafsuðu og logsuðu. Gott kaup fyrir réttan mann. Bókhald Maður óskast til að færa og sjá um bókhald. VÉLVIRKINN SF. Bolungarvík, sími 7348 og á kvöldin 7272. Enn sem fyrr 1 | með úrvalið | Ný sending Tékk-kristail í Skáiar - Glös - Bakkar - Vasar LITAÐUR KRISTALL - Falleg gjafavara f | ogs,0 þroskaleikföngin I £ :S | Play - Nombile - Lego | | Eðlisfræðikassarnir nr. 1, 2, 3,4, 5. | Brúður sem tala og gráta o.fl. § | Neisti hf ísafirði, sími 3416 Staða framkvæmdastjóra Orkubús Vestfjarða Stjórn Orkubús Vestfjarða auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir Orkubú Vestfjarða. Lögð er áhersla á haldgóða menntun og starfsreynslu á sviði stjórnunar og fjármála. Umsóknarfrestur til 15. febr. 1978. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknir skulu stílaðar tii stjórnar Orku- bús Vestfjarða og sendar formanni stjórnar Guðmundi H. Ingólfssyni, Holti, Hnífsdal, ísa- firði, sem jafnframt gefur frekari upplýsingar. ísafirði, 4. jan. 1978. Stjórn Orkubús Vestfjarða. - .7 — Heiðrún ís-4 afhent kaupendum Framhaldaf 1. síðu fari er botnvörpu og flotvörpubúnaöur skipsins, auk þess, sem þar er komið fyrir nótaveiöibúnaöi og færavindu fyrir línuveiöi. Einar Hálfdánsson skipstjóri □ Vélbúnaður Aöalvél skipsins er Alpha Diesel, gerö 10V23L-VO 1450 hö. 800 sn./mín., fjór- gengisvél tengd gír meö kúplingu og niðurfærslu er gefur skrúfuhraða 345 sn. pr. mín. Skrúfa skipsins er 4ra blaða skiptiskrúfa og ut- an um hana er skrúfuhring- ur. Framan viö aðalvél er deiligír frá Frank Mohn, gerö A4. með úttaki fyrir 2 vökva- dælur og 2 rafala. Aöalvélin er gerö fyrir brennslu á svartolíu. Hjálparvél er ein Bauduuin Gerö GP6 SR-B 323 ha/1500 sn. 6 strokka fjórgengisvél. Vélin knýr 250 Kw rafal 3 x 380 v. 50 Hz. einnig 50 Kw vararafal fyrir togvindu og eina vökvadælu 65 ha fyrir vökvakerfi. Stýris- vélin er Tenfjord, rafstýrö, gerð L-155 2ESG. — Græna lyftan á ný Framhald af 1. síðu ritinu Rauðhettu eftir Evgeny Swarzt. Leikstjóri er Reynir Ingason og starfa 30 manns aó uppsetningunni. Búast má viö aö æfingar taki um 2 mánuöi og eru því sýningar áformaðar um miöjan mars. Sala aðgöngumiða á Grænu Lyftuna verður í Al- þýöuhúsinu á miðvikudag og föstudag frá kl. 5 - 6 og við innganginn. □ íbúðir fbúöir eru fyrir 16 menn í 1. og 2ja. manna klefum. 2 snyrtiklefar eru og stakka- geymsla. í hverjum íbúðar- klefa er handlaug og hátalari frá útvarpi í borðsal. Á gangi og í klefum vélstjóra, stýri- manns og í borðsal er kall- kerfi. Útveggir og loft er klætt plasthúöuðum plötum. í borðsal er litasjónvarp, út- varp og kasettu tæki. □ Fiskilestar Fiskilestar eru 340 rúm- metrar að stærö. Báöar fyrir kassa og uppstillingu fyrir loðnu. Lestirnar eru klæddar innan með stáli og einangr- aöar meö urhentan-plasti. Þær eru kældar niður í 0 gráöur C miðað viö 18 gráð- u lofthita og +15 gráöur C sjávarhita. □ Vindubúnaður Togvinda skipsins er raf- drifin frá Bruselle, gerð fyrir 1100 faöma og S'A tommu vír hvor tromla, aukavindur á togvindu eru fyrir grand- ara. 300 ha. rafmótor knýr togvinduna. Stjórna má vindunnifrá’ stýrishúsi aö framan og aftan, einnig úr stjórnklefa á efra þilfari. Gil- son vindur eru tvær, hvor 5t. frá Bruselle, staðsettar á bataþilfari. Þeim er stjórnaö frá stýrishúsi og stjórnklefa, þær eru knúöar vökva frá aðalvél. Flottrollsvinda er vökvadrifin frá aöalvél og stjórnaö frá stýrishúsi og við Jón Eggert Slgurgeirsson skipstjóri vinduna sjálfa. Pokavinda frá Bruselle, drifin af aðalvél um vökvadælur, stjórnklefi er á vindunni sjálfri. Netsjá- vinda er af gerðinni Bratt- vag-Simrad, hún er raf- vökvadrifin og stjórnað meö lofti. □ Rafeindatæki Ratsja: Decca RM 926 Miöunarstöð: Taiyo TD-A 130 Loran: Simrad Loran C. Þakáttaviti: L&C meö spegil i sýrishúsi Gíróáttaviti og sjálfstýring: Anschutz Standard 6 V i ndhraöamæ I i r: og vindstefnumælir: T. Walker Sjóhitamælir meö skrifara. Talstöð: Sailor SSB, gerö T 122 Örbylgustöð, gerö Sailor RT 143 Örbylgjuleitari. Neyöartalstöö: Call Boy Nyeðarsendir: Simrad CSIB Fjölbylgjutæki, Tryllir og vöröur Hljóðvarpsviðtæki og lita- sjónvarp Sjónvarp milli aögerðarrýmis og stýrishúss. Gerö Grundig Simrad Dýptarmælir: EQ 38, og tveir EQ50 Fisksjá: Simrad Cl Höfuðlínumælir: Simrald gerö FB Botnþreifari: gerö Simrad Fll Hafsonar: Simrad Su. R af ei ndakastar i meö innrauðum geisla,: gerð Otto Sch./Grundig. Ljóskastarar, einn 2000 wött við 220 volt og annað 450 vött við 24 volt. Gerö Otto Sch. □ Ávarp Guðmundar Þegar gestir höföu skoö- aö skipið ávarpaði Guö- mundur Marsellíusson gesti. Gerði hann stuttlega grein fyrir smíði skipsins, sem er fimmtugasta skipiö, sem skipasmíöastöö Marsellíusar Bernharössonar smíöar. ( ræöu sinni sagöi Guðmund- ur meðal annars: „Samningar um smíði þessa skips voru undirritaðir 1974, en smíði skipsins hófst í byrjun ársins 1975. Upphaflega var samið um smíði línuskips allnokkru frá- brugðnu því skipi sem þið nú sjáiö, og var samningsverð skipsins þá kr. 190 milljónir tæpar. Á árinu 1976 var á- kveðið að breyta samningi skipsins og var þá samið um breytingar fyrir um 124 millj. króna. Síðar á árinu varenn ákveðið að breyta skipinu, og þá með tilliti til flotvörpu- og botnvörpuveiða og hríng- nótaveiðabúnaðar. Samn- ingar þessir voru alls uppá kr. 70 milj. Heildarsamnings- verð skipsins var því tæpar 390 milj. króna, því hefði skipinu verið breytt fyrir rúm- ar 2200 milj. umfram upphaf- legt samningsverð, sem var eins og áður sagði um 190 milj. kr. Smíði skipsins hefur nokkuð dregist vegna þess- ara breytinga, en ég trúi því fastlega að kaupendur skipsins fái nú fullkomnasta fiskiskip landsins, og gæöi þess dreg ég ekki í efa. Hver og einn einasti starfsmaður fyrirtækisins hefur lagt sig fram við að skila gallalausu verki. Heildarverð skipsins að frádregnum tollum og vöxt- um er rúmar 611 milj. króna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.