Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 4
4 Bættar umferðarvenjur Slysaminni umferð í nóvember sl. var vakin athygli á því hér í blaðinu, að umferðarmerkingu væri mjög á- bótavant í ísafjarðarkaupstað þrátt fyrir það að lögreglan hefði ítrekað farið framáúrbætur í þeim efnum. Ekki hefur orðið vart við miklar breytingar síðan. Enn mun td. vanta þau fjörutíu umferðarmerki í bæinn, sem þar var getið um. Um svipað leyti ritaði umferðar- nefnd Kvennadeildar S.V.F.Í. á ísafirði um- ferðarnefnd kaupstaðarins bréf það, sem hér fer á eftir. Umferöanefnd Kvenna- deildar S.V.F.Í. á ísafiröi, beinir þeim tilmælum til um- feröaráðs bæjarins aö þeir beiti sér fyrir eftirfarandi lag- færingum á umferð og um- feröamenningu í bænum. 1. Gæsla verði viö götur næst skólum þá er börn eru á leið í og úr skóla. 2. Merkingum á götum er víða ábótavant, grindverk vantar víöa. Svo til allar bannlínureru horfnar. 3. Gerð verði gangskör aö því að bílum verði ekki lagt beggja vegna gatna í miðbænum og löggæsla aukin aö mun. 4. Aukið verði eftirlit með mótorhjólaakstri í bæn- um. 5. Ræstur verði fram hús- grunnurnyrst við Hjallaveg áður en slys hlýst af. 6. Einnig þyrfti að athuga og endurbæta mörg horn og gatnamót, þau eru víða hættuleg t.d. við Túngötu 12, hornið við íshúsfélag ísfirðinga, Mánagata hornið út í Fjarðarstræti. Og mikið er gert af að keyra rangt inn í ein- stefnuaktursgötur í bæn- um. 7. Teljum við tímabært fyrir bæjaryfirvöld að leita nýrra staða fyrir bíla- stæði, þar sem bílar við miklar íbúagötur bjóða hættuni heim. Viljum við gjarnan fá að sjá lögregluþjón á gangi í bænum öðru hvoru. 8. Æskilegt að verði settar Ijósastikur(sjálflýsandi) inn í fjörðinn þar sem í- búðarhverfi hefur nú að miklu leyti byggst og um- ferð eykst því að mun. 9. Skorum á bæjaryfirvöld að sjá til þess að útbúin verði athafnasvæði fyrir börn og unglinga s.s. skauta- svell, sleðabrekkur og fleira til að minnka ásókn á götur bæjarins í vetur. Kvennadeild Slysavarnar- félagsins á ísafirði lýsir sig reiðubúna til að bæði gefa bænum málningu til merk- ingar á götum bæjarins, og eins að vinna verkið ef veður leyfir. Eins erum við tilbúnar til samvinnu bæði við umferða- ráð tryggingafélög og yfir- völd í bænum, þar sem okk- ur virðist sem bærinn sé að grotna niður. Stuðlum samtaka að bætt- um umferðavenjum og slysa- minni umferð. Við erum tilbúnar til sam- vinnu. Endurskinsmerki eru til sölu á vegum Kvennadeild- arinnar i versluninni Ósk og í Neista. Umferðanefnd Kvenna- deildar S.V.F.Í. Verslunarstarf ÓSKUM AÐ RÁÐA I AFGREIÐSLUSTARF. Hálfs dags starf eftir hádegi. Upplýsingar í versluninni, ekki í síma. Verslunin ísafiröi j Nýjar vörur p SLEIFAR—AUSUR C SALTKÖR—HILLUR Y EGGJABIKARASETT A ELDSTOKKAHULSTUR | 1 R BAKKAR—BRETTI I 1 | A PIPARKVARNIR ffiHtttttltllllHlilHHIItll!HtilHHHIItiHlllllllltlHiWWfflWfflfflffllHHmHI||)|||HHIHHHIHHHtltHltimiltttllHlltHltllliltlii!nnn| Neisti hf ísafiröi, sími 3416 ^j,niT.a.T.TT.? m tm ■???? ■ mt |twfi ????> T.T?.?.a.T.?n.a.?.?T.? ■.T.*nenH?jninUU,,liT4U-,t-T4T4Tl44Wr>4JWJ-WWá^ a a: a t A ic: a tr rftr ;a: A Á a:: a a a a. a. jl LOKSINS Á ÍSLANDI! GARÐASTÁL Á ÞAKIÐ Á VEGGINA Á HUSIÐ GARÐA-HÉÐINN H.F. kynnir GARÐASTÁL GS-20, klæóninguna sem húsbyggjendur og byggingamenn hafa beðið eftir. DOGAL, þar sem stálið er heit-zinkhúðað (gal- vaniserað) — og DOBEL, þar sem stálið er tyrst galvaniserað og síðan plasthúðaö á framhlið en lakkað á bakhlið. GARÐASTÁL GS-20 er með trapizulöguðum görðum. Hæðin er 20 mm. eða sú sama og á bárujárni. Burðarþol er meira. Með plasthúð á framhlið og lakkvörn á bakhlið, aukzinksins(275 g/m2), er GS-20/Dobel mjög vel varið fyrir tæringu og veðri. GS-20/DOGAL: Heit-zinkhuðað stál. 0.6 mm á þykkt, ólitað. Þessi gerð er að sjálfsögðu miklu ódýrari en sú fyrrnefnda, og hefur því áhrif til lækkunar á byggingarkostnaði yðar. GS-20/DOBEL: Heit-zinkhúðað stál, 0.5 mm á þykkt, lagt meö 0.2 mm þykkri iitaðri plasthúð (Plastisol, PVC) á framhlið, en varið á bakhlið með hlífðarlakki. GARÐASTAL GS-20 getum við framleitt í allt að 12 rn lengd, þannig að nú gefst húsbyggjertdum kostur á klæðningu, án þversamskeyta. Við getum boðið yður GARÐASTÁL GS-20 nákvæmlega í þeim plötulengdum, sem yður henta. MEÐ YÐUR OG ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR í HUGA GARÐASTÁL Sölusími 52416

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.