Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 5
5 &UttaÚa<M Hver er raun- veruleg ending heimilis- tækja [ síðustu viku sendi Kvenfélagasamband fslands spurningalista til 3000 heimila, þar sem spurt er um kaup, notkun og um endurnýjun elda- véla og þvottavéla. Því er oft haldið fram að seld- ur sé varningur, sem endist of skamman tíma, slitni of fljótt og sé dýr í viðgerð. En það hefur reynst erfitt að fá yfirlit yfir raunverulega endingu vara og vandamál neytenda í því sam- bandi, Því er nú ráðist í að fram- kvæma könnun á endingu nokkurra heimilistækja og er hún gerð á öllum Norðurlönd- um í samvinnu við Rannsóknar- stofnun norska ríkisins um neytandamál (Statens institutt for forbruksforskning). Norræna ráðherranefndin greiðir kostnaðinn af könnun- inni en á vegum hennar starfar norræn embættismannanefnd sem fjallar um neytendamál. ísland á þrjá fulltrúa í nefndinni, einn frá Neytendasamtökunum, Fá fjárstyrk frá í sjóði menningarráðs Isafjarðar eru nú um 500 þús. krónur ætlaðar til styrktar menningarstarfsemi árið 1977. Um styrki úr sjóðnum sóttu eftirtaldir aðilar: Sunnukórinn, Tón- listarfélag (safjarðar, Kammersveit Vestfjarða og Litli Leikklúbburinn. Á fundi menningarráðs 29. des. sl., var ákveðið að veita styrki, sem hér segir: Sunnukórinn kr. 180 þús. menningarráði Tónlistarfélag Isafjarðar kr. 180 þús., Kammersveit Vestfjarða kr. 50 þús. Áður hafði verið staðið undir kostnaði við myndlistarnám- skeið og fleira um 70 þús. krónur. Litli Leikklúbburinn fær beina fjárveitingu úr bæjarsjóði Isafjarðar sam- kvæmt fjárhagsáætlun, og sér menningarráð ekki á- stæðu til að veita honum styrk. Ás einn frá Kvenfélagasambandi íslands og einn frá viðskipta- ráðuneytinu. Formaður ísl- ensku fulltrúanna er Björgvin Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiftaráðuneytinu. Niðurstöður af þessari könnun eiga að fást síðar á árinu. þær munu koma að gagni í upplýsingastarfsemi í þágu neytenda og geta einnig orðið þáttur í að finna skynsam- legan grundvöll fyrir lagasetn- ingum og öðrum ákvæðum um neytendavernd á þessu sviði. Þess má geta að algengustu spurningar sem berast til Leiðbeiningastöðvar hús- mæðra fjalla um heimilistæki, og er t.d. Ijóst að Leiðbeininga- stöðin getur veitt traustari upplýsingar að lokinni þessari könnun varðandi þau tæki, sem hún nær til. Hér á landi voru valin af handahófi 3000 nöfn úr hópi allra kvenna á aldrinum 16-74 ára, hefur 23. hver kona á þessum aldri fengið spurninga- lista. Spurningum er þó beint til heimilisfólksins alls ekki bara til þeirrar konu sem bréfið er stílað til. Lengi getur gott botnoð! Ennþá betri IILTRVGGinG V FYRIR HEIMILI OG FJÖLSKYLDU Á NÝTT! f SUMARLEYFISROF (Æ/{ a A Sem bætir óhjákvæmileg aukaútgjöld og endur- greiöir ónotaðan ferðakostnað, ef sumarleyfisdvöl er rofin vegna ýmissa ófyrirsjánalegra atvika %NÝTT!< bónus vegna tjóniausra ara, allt að 20? lækkun á iðgjaldi ALTRYGGING ÁBYRGÐAR er ný heimilistrygging sem bætir missir eða tjón á persónu- legum lausafjármunum, sem á rætur að rekja til ein- hverra skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atvika og tryggingin GILDIR I ÖLLUM HEIMINUM! — bæði menn og munir eru verndaðir á ferðalagi sem við dvöl Ef þú brýtur skíðin þín á Seljalandsdal eða í Sviss þá bætir ALTRYGGING ÁBYRGÐAR Umboðsmaður á ísafirði Reynir Ingason Hjallavegi 10, sími 3016. ABYRGÐ TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlai'oiti li’í - |li"i Ki vkj.ivik - Síiiií '2fil2‘2 H r Skíðið undir heillastjörnu ^KneissL BARNASKIÐI frá kr. 8.500 SKÍÐASKÓR frá kr. 11.500 Öryggisbindingar m/stoppurum frákr. 13.660 ’ Skíðagallar Verslunin Kjnrtnn R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 Tapast hefur Svartur leðurfrakki á horni Sólgötu og Hafnarstrætis, sl sunnudag. Uppl. í síma 3119

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.