Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Side 8
8 hvert gistiherbergi er skreytt með málverki gerðu af eigin- hendi listamanns. (Original). Þá er Þingholt, veislusalur hótelsins, svo veglega skreyttur listaverkum og inn- réttingar þar slíkar, að hann á vart sinn líka. Þá er Hótel Borg, virðu- legt hótel, byggt um 1930, með í þessu skipulagi. Hótel- ið er staðsett við Pósthús- stræti. Hótel Borg er þekkt fyrir vistlega veitingasali og síðdegiskaffi á Borginni er fastur liður í lífi margra þekktra íslendinga. Helgargestir geta einnig valið gistingu á Hótel Sögu. Hótel Saga er þekkt sem eitt glæsilegasta hótel landsins. Gistirými er fyrir 181 gest í 106 herbergjum á Sögu. Hótel Saga ásamt Hótel Loft- leiðunr. verður að teljast veita gestum sínum hvað full- komnasta þjónustu íslenskra hótela. Þar er að finna igufu- baðstofu, nuddstofu, hár- greiðslustofu, bókaverslun, banka og fleira, auk veit- ingasala. Á neðstu hæð Hót- el Sögu er Mímisbar, Súlna- salurinn er á annarri hæð og Stjörnusalur, eða „Grillið;; er á efstu hæð hótelsins. Á.S. Úr Stjörnusalnum á efstu hæð Hótel Sögu Þaðan er glæsilegt útsýnl yfir Reykjavik. Auglýsing um PRÓFKJÖR á vegum Alþýðuflokksfélags ísafjarðar vegna bæjarstjórnarkosninga í ísafjarðar- kaupstað 1978. 1) Prófkjör fyrir væntanlegar bæjarstjórnar- kosningar fer fram sunnudaginn 26. febrúar n.k. 2) Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 14. febrúar. 3) Kosið verður um 1.2. og 3. sæti fram- boðslistans. 4) Kjörgengi til framboðs í prófkjörið hefur hver sá sem fullnægir kjörgengisákvæð- um laga um kosningar til sveitarstjórnar og hefur auk þess meðmæli minnst 10 flokksfélaga. 5) Framboðum ber að skila til formanns félagsins eða annarra stjórnarmanna, 6) Niðurstöður prófkjörs eru bindandi hljóti sá frambjóðandi sem kjörinn er minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokks- ins við síðustu sambærilegar kosningar eða hafi aðeins eitt framboð borist. 7) öllum, sem orðnir eru 18 ára á kjördegi, eiga lögheimili í sveitarfélaginu og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmála- flokkum er heimil þátttaka í prófkjörinu. 8) Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla fer fram dagana 19.—25. febr. að báðum dögum meðtöldum. Þeir, sem taka vilja þátt í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu hafi samband við Karitas Pálsdóttur, Hjalla- vegi 5. í stjórn Alþýðuflokksfélags ísafjarðar Gestur Halldórsson.formaður Jens Hjörleifsson Sigurður J. Jóhannsson Karitas Pálsdóttir Snorri Hermannsson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÚLAFS ÁSGEIRSSONAR fyrrverandi tollvarðar, Isafirði. Guð launi ykkur öllum. Freyja Rósántsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Hilmar Ólafsson, Sigurður Olafsson og aðrir vandamenn. ijj/ ísafjarðarkanpstaður Fasteignagjöld 1978 Fasteignagjöld til Bæjarsjóðs ísafjarðar verða eftirfarandi. A: Fasteignaskattur skv. lögum (án álags) B: Lóðarleiga 3% af fasteignarmati lóðar C: Vatnsskattur skv. gjaldskrá (55% af- sláttur) D: Holræsagjald skv. gjaldskrá (55% af- sláttur) E: Sorphreinsunargjald kr, 2.500 á ári pr. poka Gjalddagar ofangreindra 5 fasteignagjalda eru: 15. janúar 1978 15. mars 1978 og ber að greiða fasteignagjöldin að hálfu á hvorum gjalddaga. Dráttarvextir eru 3% fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. 12. janúar 1978 Bæjarstjórinn á ísafirði Skóla hald í Hnífs- Við ákvörðun fjárveitinga úr ríkissjóði til skólastofnana er tekið mið af þeim fjölda nemenda, sem viðkomandi skólastofnanir sækja. Á ísafirði og í Hnífsdal eru tveir barnaskólar, sinn á hvorum staðnum. Til grunn- skólans á ísafirði teljast barnaskólarnir tveir og svo Gagnfræðaskólinn. Til þessara þriggja skóla1 2 3 4 5 6 7 8 er veitt ákveðinni fjárupp-, hæð, sem síðan er skipt á milli þeirra miðað við nem-1 endafjölda hvers skóla fyrir ( sig. í Barnaskólanum í Hnífs-, dal eru 37 nemendur. ( Barnaskóla ísafjarðar eru 377 með forskóladeildinni og 700 í Gagnfræðaskólan- um. Það gefur því auga leið, að minnst hlýtur fjárveitingin að vera til Barnaskólans í' Hnífsdal. Nú undanfarið hafa heyrst | raddir sem segja, að þau börn sem sæki skólann í | Hnífsdal fái ekki viðhlítandi kennslu. Kennarar séu þar I fáir, margir árgangar í sama bekk, færri kennslustundir, i og börnunum sé því ekki sinnt sem skyldi. Þá hafa aðrir látið aö því1 liggja, að vegna óhag- kvæmni beri að leggja allt' skólahald niður í Hnífsdal.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.