Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 9
9 Þess má geta, áöur en lengra er haldiö, aö Mennta- málaráöuneytið hefur haft þann háttinn á aö senda frá sér auglýsingar um skiptingu kennslustunda milli náms- greina í 1.—9. bekk grunn- skóla. í auglýsingunni fyrir skólaárið 1977—1978 segir (3. liður í athugasemdum og skýringum, bls. 2): ,,Stunda- skrána ber að skilja sem al- menna viðmiðun en ekki sem ófrávíkjanlega reglu." í 5. liö segir: „Stærö aldurs- flokka er víöa þannig aö mik- il óhagkvæmni verður í rekstri skóla ef viðmiðunar- stundaskrá er fylgt nákvæm- lega. Það skal því endurtekiö aö stundaskrána ber að skoöa sem viðmiðun en ekki nákvæm fyrirmæli." En það er fleira en stundaskráin sem fundiö er aö, svo við höföum samband við skólastjórann í Hnífsdal, Björgu Baldursdóttur, og spurðum hana hvað hæft væri í því, að börnin í Barna- skólanum í Hnífsdal fengju ekki viðhlítandi kennslu. -"Við getum ekki“, sagði Björg," fylgt viðmiðunar- stundaskránni eftir. Ef svo ætti að vera, þá þyrftum við að kenna töluvert fleiri tíma á viku. Hér er hvorki aðstaða né húsnæði til slíks. Að vísu höfum við fylgt stunda- skránni hvað samræmdu greinarnar snertir." ,,Hvað kennið þið mörg?" -,,Við erum þrjú og kennsluskyldan er 32 stundir hjá kennurum en 25 hjá skólastjóra. Yfir þann tíma megum við helst ekki fara." -„Neyðist þið til þess?" -,,Já, en okkur er skammt- aður ákveðinn tímafjöldi sem við megum vinna í yfirtíð af bæjaryfirvöldum. Bæjarsjóð- ur greiðir okkur fyrir þá vinnu, en á síðan endur- kröfurétt til ríkissjóðs. Það fer síðan eftir mati fjármála- ráðuneytisins hvort þær launagreiðslur fáist endur- greiddar eða ekki. Það er því eðlilegt að bæjaryfirvöld vilji takmarka yfirvinnuna." -..Hvernig tekst ykkur að framfylgja námsskrá?" -,,Við höfum fylgt náms- skrá og ríflega það, því við förum ekki yfir minna efni. í minni bekkjunum nýtist tím- inn miklu betur." -,,Hvað eru margir í hverj- um árgangi?" -,,Það eru frá þremur og upp í ellefu nemendur í hverjum árgangi og þeir eru allir aðskildir nema yngstu árgangarnir í sumum grein- um." -.„Hvernig hefur árgangur- inn verið?" -,,Það næst ekkert lakari árgangur hefur mér virst. Eins hef ég verið að glugga í einkunnir síðustu ára sem sýna, að nemendur úr Hnífs- dal hafa verið yfir landsmeð- allagi í flestum tilvikum." Til þess að fá samanburð við þá stundaskrá sem farið er eftir í Barnaskóla ísafjarð- ar, höfðum við samband við Björgvin Sighvatsson skóla- stjóra. Björgvin sagði, að yfirleitt framfylgdu þeir viðmiðunar- stundaskránni. Það væru þá helst frávik í handavinnu- kennslunni. Þeir kenndu hana ekki í 3. bekk (9 ára bekk), en svo væri hún meiri í 6. bekk (12 ára bekk) en viðmiðunarstundaskráin segði til um. Þegar Björgvin var spurð- ur um skólahald í Hnífsdal, sagði hann: „Öll kennsla í Hnífsdal er óhagkvæm og það myndi ekki breyta miklu hjá okkur þótt börnin yrðu flutt inn á (safjörð. Þá myndi það kosta bæjarfélagið margfalt minna, ef það yrði gert. ATHAFNASVÆÐI SLIPPSTÖÐVARINNAR HF A-1 Samsetnigarhús A2+A-3 Plötusm. j---------- A'4 Vélsmiðja A5 Laqero.fl. ' B-1 Drattarbraut 2000þ.tonn B2 hliðarfærsla 2x800 " C Dráttarbraut 200 þ.tonn D Plötusm. i E Málning 1 F-l Vinduhús • Bílastæði G Rafv.-Trésm.-Lager , H Skrifst.Teiknist.Trésm.Vélsm. J-K L Smíðahús-Timbur-Geymslur A-2 A-3 7 A-5 A-4 \ Viðlegukantur 130 m Vl'ÐTÆK SKIPAÞJÓNUSTA Nokkrar slaðreyndir □ Dráttarbraut okkar tekur skip allt að 2000 tonna eiginþunga. Veitum skipum alla þjónustu frá vél- smiðju, plötusmiðju, trésmiðju og raf- lagnadeild undir yfirstjórn viðgerða- stjóra. □ Framleiðum stálskip af flestum gerðum. □ Kappkostum að samræma alla þætti viðgerðanna og veita með því sem besta þjónustu. Öll þjónusta — ein yfirstjórn. Leitið tilboða og upplýsinga. lélMl slippstödin Akureyri, sími: (96)21300 Pósthólf 437- Telex 2231 - IS SLIPPUR Þau börn úr Hnífsdal sem eru á forskólaaldri sækja for- skóladeildina hjá okkur. Eins er það þegar þau eru orðin 13 ára, þá fara þau í Gagn- fræðaskólann. Skólinn í Firðinum var lagður niður löngu fyrir sam- eininguna vegna þess hve skólahald þar þótti óhag- kvæmt. Þá voru börnin það- an flutt til okkar. Það er bara tilfinningamál hjá Hnífsdælingum að vilja halda uppi kennslu í Hnífs- dal. Ég hef heyrt, að í 3. bekk (9 ára bekk) fái þau ekki nema 2/3 af þeim bóklegu tímum seln þeim er ætlaður skv. viðmiöunarstundaskrá. Það er að sjálfsögðu ófor- svaranlegt." -Heiðraður með Fálka orðunni Framhald af 12. síðu einn af frumkvöðlum að byggingu Félagsheimilisins. Hann var lengi formaður fiskideildarinnar Tilraun og sat fjórðungsþing fiski- deildanna og Fiskiþing. Ingimar er kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur. ÁS. Jón F. Einarsson Byggingaþjónustan - Bolungarvík Nýkomið HARÐVIÐARÞILJUR LOFTAKLÆÐNING Vestur-Þýsk baðmottusett J. F. E. Bolungarvík BYGGINGAVÖRUVERSLUN—SÍMI 7353 -Baldwin HLJÓÐFÆRI SKEMMTARINN er hljóðfærið, sem allir geta spilað á Heil hljómsveit f einu hljómborði. EINNIG TVEGGJA BORÐA ORGEL með innbyggðum skemmtara. Þessi þekktu hljóðfæri er hægt að útvega með stuttum fyrirvara. Kynningarbæklingar og sýnishorn af skemmtara á staðnum. UMBOÐ FYRIR VESTFIRÐI: VERZLUN BJARNA EIRÍKSSONAR BOLUNGARVÍK — SÍML7302 Baldwin HLJÓÐFÆRI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.