Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 11
(JT' 11 - Glatt á hjalla Framhald af 12. síðu starfsemi aö ræöa á vegum félagasam- taka eöa skóla, held- ur hafa börnin þarna sjálf framkvæmt sín- ar eigin hugmyndir. Guðrún Finnbogadótt- ir, forstöðukona Elliheim- ilisins, bauð börnunum til umræddrar veislu í þakkarskyni. Þá hafa Elliheimilinu að undanförnu borist góðar gjafir frá ýmsum félagasamtökum í bænum og bað Guðrún Vestfirska fréttablaðið að koma á framfæri þakk- læti sínu og vistfólksins til þeirra. Kvað Guðrún vistfólkið kunna vel að meta gjafirnar og þann hug er að baki býr. ÁS. — Iðnskóli Framhald al 12. slðu ilum hér eykur á bjartsýni manna um að takast megi að búa skólann fullnægj- andi kennslutækjum, og síðan að endurnýja þau sem úreldast. Að lokum vildi Valdimar að það kæmi fram að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Norðurtanginn heiðraði skólann með gjöfum, þvf s.l. vor hefði fyrirtækið fært skólanum diesel- rafstöð að gjöf. Sagði Valdlmar það kennslutæki upp á 3-4 milljónir. Óg. ÁS. - Eimskip tekur upp Framhald af 1. síðu morgni. Þá stendur til að koma við á Húsavík og Siglufirði, þegar eitthvað liggur fyrir þar. Meginástæðan fyrir þessum ferðum kvað Tryggvi þá, að Eimskip vildi koma í veg fyrir að varan stoppaði í Reykja- vík og hlæðist þar upp, því þeir hefðu ekki nægar geymslur. Nú væri risið nýtt vöruhús á Akureyri og þangað væri stefnt að því að koma vörunni strax í sömu vikunni og hún kæmi að utan. Tryggvi sagði að hér væri ekki um að ræða margnefnt Vestfjarða- skip, því það kæmi ein- göngu við á ísafirði hér á Vestfjörðum. Upphaflega væri þetta hugsað sem ,,Akureyrarskip“, en við féllum svo vel inn í áætl- unina og það væri ástæða fyrir því að komið yrði við hér. Breytingin sem verður á áætlun skipsins með viðkomu þess hér er sú, að í staðinn fyrir að koma til Akureyrar að kvöldi þriðjudags kemur það á miðvikudags- morgni, en afgreiðslu hefði það ekki fengið hvort eð er fyrr en á mið- vikudagsmorgni. Tryggvi sagði enfremur að þetta hefði að hluta verið reynt áður (Mána- foss var á sínum tíma gagn gert keyptur til slíkra ferða), en þá hefði það farið eftir vörumagni hve oft var farið. Með þessari áætlun nú ætti vara sem lestað er vikulega erlend- is, í helstu viðskiptalönd- um okkar, ekki að vera nema tíu daga á leiðinni hingað því skipin lenda þannig saman. Að lokum vildi Tryggvi benda á, að þetta væru alveg tryggar ferðir væri miðað við flugið. Sem dæmi nefndi hann, að vara sem send hefði verið af stað frá Reykjavík 16. desember s.l. hefði verið að koma um síðustu helgi, því þeir hefðu orðið að láta fólkið ganga fyrir. Óg. -Loks opnaðá Framhald af 1. aíðu kaffi, te og kakó, ham- borgara og tilheyrandi, smurt brauð, heitar pyls- ur og súpur, auk gos- drykkja og sælgætis. Salur Skíðheima tekur 20 - 30 manns í sæti. Verður opið þar alltaf þegar lyftur eru opn- ar, þ.e. alla daga nema mánudaga frá kl. 13,00 og frá kl. 10 fyrir hádegi um helgar. Áformað er að eitthvað verði opið á kvöldin, en eftir er að ákveða nánar um þann tíma. Um svefnpláss sagði Snorri að Skíðheim- ar rúmuðu allt að 30 manns í gistingu, en hana' þarf að panta fyrirfram. Þá kvað Snorri fyrirhug- að að koma upp skíða- leigu og er unnið að undirbúningi þess. Birgir Valdimarsson formaður Skíðaráðs ísa- fjarðar sagði blaðinu að skíðanámskeið yrðu fyrir fullorðna á vegum ráðsins í vetur. Verða þau með svipuðu sniði og undan- farin ár. Þá er í undir- búningi þjálfun fyrir keppendur í yngri flokk- um. Á Seljalandsdal verða í Vestfirðingar! BLÓMABÚÐIN RUNNI BÝÐUR YÐUR ÚTFARARKRANSA — ÚTFARARKROSSA SKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI AFSKORIN BLÓM OG BRÚÐARVENDI. Sendum yöur aö kostnaðarlausu. Veröið þaö sama og í versluninni í Reykjavík. Blómabúðin RUNNI Hrísateigi 1, Reykjavík sími 91-38420 og 91-34174 vetur þrir fastráðnir starfsmenn. Við lyfturnar munu starfa þeir Jón Guðbjartsson og Pálmi Jónsson, en Snorri Grims- son við veitingasölu í Skíðheimum, eins og áður sagði. Lyftugjöld í vetur verða: Fyrir eina ferð kr. 150. Fyrir einn dag kr. 1.200. Og árskort kr. 18.000. Börn fædd 1963 og síðar greiða aðeins hálft gjald. ÁS við Framhald al 1. síöu vinna fyrir lán sem lánsheim- ild heföi veriö fyrir. Nú skömmu eftir áramót hafði blaðið aftur samband við Kristinn og spurði hann hvort einhverjar breytingar hefðu orðið frá því við rædd- um við hann síðast. Kristinn sagði lítið hafa breyst. Þeir hefðu unnið fram að áramótum fyrir lán sem þeir hefðu haft láns- heimildina fyrir. Nú væri hins vegar unnið fyrir fram- kvæmdafé yfirstandandi árs, 1978. Kristinn sagði að farið yrði með veginn út fyrir Steiniðju á þessu ári, að gömlu sorphaugunum. Þar mun bærinn sjá um að tengja nýja veginn við Selja- landsveg, en það verða jafn- framt framtíðargatnamót Seljalandsvegar við stofn- brautina. Vegagerðin mun svo halda áfram með veginn 500-600 m til viðbótar, en þá tekur bærinn við. Að lokum gat Kristinn þess, að reikna mætti með M. Bernharðsson hf. NEÐSTAKAUPSTAÐ SAMFESTINGAR íslenskir — Finnskir — Holienskir verð frá 7.872. VINNUSLOPPAR íslenskir— Finnskir VINNUBUXUR — ULLARNÆRFÖT — ULLARHOSUR. ÍSLENSKIR FÁNAR stærðir1,25—1,75 Verö frá 4.032. JAPANSKIR VETTLINGAR Verð frá kr. 250 VERKFÆRI H.S.S. borar2—20 mm. Snitttappasettt Útrekasett í kassa Stjörnulyklar VERKFÆRABRETTI AVEGG. M. Bernharðsson hf. NEÐSTAKAUPSTAÐ SfMI 3139 . . - _______________j -Nú er unnið iFosteignii TIL SÖLU Hafnarstræti 8, 3 hæð, 108 fermetra 4 herb. íbúð á besta stað í bænum. Laust til afnota í vor. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Miðstræti 10, efri hæð, Bol- ungarvík, 99 fermetra 3 herb. íbúð. Snotur íbúð. Rafmagnskynding. Ásgarður, Tálknafirði, efri og neðri hæð, þriggja og fimm herbergja íbúðir, hvor um sig með sérinngangi. Tek að mér SKATTAFRAMTÖL fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Hafið samband við mig sem fyrst. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 ísafirSi að hægt yrði að aka þennar. hluta vegarins síðsumars, en hann yrði ekki malbikaður þetta árið. Óg..

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.