Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 12
 Finnskur skíðafatnaður SETT: JAKKI OG BUXUR kr. 15.320—21.300 JAKKAR kr. 7.800—12.860 BUXUR kr. 7.520— 8.440 BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sportvörudeild sími 3123 Isafjarðarumboð Arni Sigurðsson Miðtún 27 sími3100 Ferðamiðstöðin hf. Iðnskóli, Vélskóli og stýri- manna- deild eignast radar Vélskóla, stýrimanna- deild og Iðnskóla isafjarð- ar barst sl. föstudag að gjöf 60 mílna Decca radar, til notkunar við kennslu í skólunum. Radar þessi hefur þar til nú fyrlr skömmu verið í vb/ Orra og er hann í fullkomnu lagi. i viðtali við VF sagði Valdimar Jónsson skóla- stjóri Iðnskólans, að þetta væri mjög gott tæki til kennslu sem nýttist í þrem skorum, þ.e. fyrir rafvirkja, vélstjóra og stýrimanns- efni. Sagði hann að verið væri að ganga frá öllum leyfum áður en tækið yrði sett upp. Valdimar sagði þetta mjög vel meint og að skól- inn yrði ekki á flæðiskerí staddur ef atvinnufyrirtæki hugsuðu almennt svona til hans. Það var Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmda- stjórl, sem afhenti þessa gjöf til skólanna. Undanfarlð hafa verið umtalsverðar fjárveitingar tll tækjakaupa fyrir hinar ýmsu deildlr skólans. Það ásamt tækjagjöfum frá að- Framhald í 11. afðu © POLLIINJIM HF Isafirdi Simi3792 Hyggjast stofna golfklúbb Golfíþróttin nýtur mil- illa vinsælda víða um land og er mikið iðkuð t.d. á Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjum, Kefla- vík, Reykjavík og viðar. Nokkrir áhugamenn um golf hafa tekið sig saman og hyggjast stofna golfklúbb á Isafirði. Aðstaða til golfiðkunar er hér engin nú. Töluvert mikið fyrirtæki er að koma upp fullkomnum golfvelli, en æfingabraut ætti að vera hægt að út- búa þegar á næsta sumri, að sögn Margrétar Arna- dóttur. Margrét er með- limur í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún er ágætur kylfingur, og bar m.a. sigur úr býtum í Ronrico keppninni svo- nefndu sl. sumar. Margrét er nú búsett hér á ísafirði og hyggst hún ásamt fleirum beita sér fyrir stofnun golfklúbbs. Golf er heillandi fjölskylduíþrótt. Algengt er t.d. að afreksmenn úr öðrum íþróttagreinum iðki golf með fjölskyldum sínum og einnig ná þeir oft góðum árangri í keppni. Stofnkostnaður við golfiðkun er í minni en margur heldur. Áhöld sem nægja byrjanda í í- þróttinni er hægt að fá fyrir á milli tuttugu og þrjátíu þúsund krónur. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í stofnun væntanlegs Golfklúbbs Isafjarðar, eru vinsam- lega beðnir að rita nöfn sín á lista, sem liggur frammi í Bókaverslun Jónasar Tómassonar hið fyrsta. ÁS. Golf - heillandi fjölskylduíþrótt. Heiðraður með Fálkaorðunni Nú um áramótin veitti for- seti fslands Ingimar Finnbjörnssyni Fálkaorðuna fyrir störf að sjávarútvegs og félagsmálum. Ingimar hóf ungur sjó- sókn og var formaður á fiskiskipum í nærfellt 30 ár. Hann var einn af stofn- endum Hraðfrystihússins í Hnífsdal og hefur unnið að útgerð og fiskvinnslu slðan hann hætti sjósókn. Ingimar hefur tekið virkan þátt í félagsmálum sinnar heimabyggðar. Hrepps- nefndarmaður nær samfellt í fjörutíu ár, formaður Ung- mennafélagsins í Hnífsdal, einn af stofnendum slysa- varnardeildarinnar þar og Framhald á 9. sfðu Ingimar Finnbjörnsson Ert þú í vandræðum með tölurnar á skattaskýrslunni? Ef svo er, þá höfum við lausnina. VASAREIKNIVÉL FRÁ TEXAS EÐACOMMODORE Frá veislunni á Elliheimilinu. Glatt á hjalla á Elliheimilinu Það var glatt á hjalla, og meðalaldur lægri en venjulega í dagstofu Elliheimilis- ins á ísafirði sl. laug- ardag. Þar hafði verið slegið upp veislu fyrir um tuttugu börn. Börnin höfðu safnað saman fé á ýmsan hátt, með hlutavelt- um, blaðasölu o.fl. og gefið Elliheimilinu af- raksturinn. Hér er ekki um skipulagða Framhald á 11. sfðu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.