Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 2
2 (Jáf 'tábtfodca f/WWW Otgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Ólafur Guðmundsson Prentun: Prentstofan fsrún hf., (safirði Svo sem Vestfiröingum er kunnugt, þá hafa vöruflutningar og farþega, meö skipum milli Reykjavíkur og Vestfjaröa veriö í því horfi á undanförnum árum, að mjög erfitt hefur veriö um vik að nota þá þjónustu. Skipaútgerð ríkisins hefur aö vísu haft reglubundnar feröir á Vest- fjarðahafnir, en strjálar mjög. Áætlunin hefur veriö þannig uppbyggð, aö erfitt hefur veriö aö nota sér ferðinnar. Vöru- móttaka var og á óvissum tímum og þurftu þeir, er nota vildu þjónustu Ríkis- skip, að vera vel á veröi til þess aó missa ekki af ferðum. Skip önnur en Ríkisskip. Feröum Eimskipafélags íslands var til skamms tíma þannig háttaö, aö skip voru send meö vörur, þegar upp haföi hlaðist svo og svo mikið magn af flutn- ingi frá erlendum höfnum, sem skipað hafði verið upp í Reykjavík, en sem átti að fara beint frá seljendum til aðila á landsbyggöinni. Um ferðir annarra skipafélaga er svip- aöa sögu aö segja. Skip Hafskips hf. og Jökla hf. hafa líkt og skip Eimskipafé- lagsins, komið á hafnirnar til þess aö lesta útflutningsvöru, eöa til þess aö skila af sér flutningi frá erlendum höfn- um, og þaö oft eftir aö vörurnar hafa haft verulega viödvöl í Reykjavík- urhöfn, viötakendum til óþurftar. Vöruflutningar með bílum og flugvélum. Aörar leiöir sem farnar hafa verið í vöruflutningum til Vestfjarða frá Reykja- vík hafa aðallega veriö tvær. Meö bílum aö langmestu leyti, þann tíma árs, sem vegir eru færir. Vörumót- taka til flutninga meö þeim hefur veriö í góöu lagi. Farmgjöld þeirra hafa verið hærri en skipanna, en menn hafa kosið aö flytja meö þeim af tveimur ástæöum einkum. Þeirri aö ekki þarf aö skila varningi til flutnings á óvissum og illa auglýstum tímum, og þeirri aö tíöar nokkuð reglubundnar feröir veita ör- yggi Meö flugi hefur geysimikiö verið flutt af vörum til Vestfjarða. Vörumóttaka er aö vísu alla virka daga, hjá Flugfélagi íslands í Reykjavík, en sú þjónusta, sem félagiö hefur getaö veitt flytjendum, er vægast sagt hörmuleg. Þá sögu þekkja Vestfirðingar betur en svo aö upprifj- unnar sé þörf. Aö sögn kaupmanna á Aukinn áhugi r a strandferðum ísafiröi hefur þaö komiö fyrir aö þeir hafa tekiö á móti vörum hér meira en mánuöi síöar en þeim hefur veriö skilað til flutnings í Reykjavík. Ástæöan fyrir þessu óöryggi í vöruflutningum Flugfé- lagsins er ef til vill sú, aö þrátt fyrir há farmgjöld, þau hæstu sem tekin eru fyrir vöruflutninga milli Reykjavíkur og Vest- fjarða, þá hrökkva þau ekki til reksturs sérstakra vöruflutningaflugvéla. Vörur eru því yfirleitt teknar meó farþegum í áætlunarvélarnar, eftir því sem flutn- ingsgeta leyfir. Ný áætlun Eimskipafélagsins. Um“hina nýju áætlun Eimskipafélags- ins er þaö aö segja aö fyrir ísafjörð og nágrenni er hún mjög hagstæö. Áætlað er aö eitt skip félagsins fari vikulega frá Reykjavík til ísafjaröar og Akureyrar á mánudögum. Lestað veröur í þá ferö á föstudögum. Endurbætt leiðakerfi Ríkisskip. Áætlun Skipaútgeröar ríkisins er mun viöameiri og þjónar betur Vestfjaröa- byggöinni, eins og nú horfir meö samgöngur og vörudreifingu innan svæöisins. Felur hin nýja áætlun í sér þrjár ferðir hálfsmánaöarlega á ísafjörö, þar af tvær án viökomu á öörum höfn- um. í annarri þeirri ferö er fariö áfram norður um í hringferö. í hinni snýr við- komandi skip viö á ísafirði og kemur á Vestfjaröahafnir, aðrar en Tálknafjörð og Patreksfjörö, á suöurleiö til Reykja- víkur aftur. Þriöja ferðin á tveggja vikna tímabili er svo þannig, aö fariö er frá Reykjavík, meö viökomu á Patreksfiröi, Þingeyri, ísafirói og Siglufirði, til Akur- eyrar, en á suðurleið aftur er áætluö koma skips á allar Vestfjaröahafnir. Auk þess, sem hér hefur verið taliö, fer svo Baldur tvisvar í mánuöi til Pat- reksfjarðar og Breiöafjaröarhafna. Þörf aukinnar þjónustu við smærri hafnir. Um þennan aukna áhuga skipafélag- anna á strandferðum er gott eitt aö segja fyrir ísafjörö og hinar stærri hafnir. En nauösynlegt er aö koma í betra horf vörudreifingu innan svæöisins. í því tilliti kemur til álita aö nota djúpbátinn Fagranes og eöa bíla, en búast má viö aö vöruflutningar landleiöis, um svo langan veg sem frá Reykjavík til Vest- fjaröa, dragist verulega saman, ef skipa- félögin tvö standa viö þessar núgildandi áætlanir. Hvað hefur breyst? Viö hugleiðingar um stórauknar strandferðir Skipaútgerðar ríkisins hing- aö vestur, fer ekki hjá því, aö spurning vakni um hvaö hafi breyst í aöstööu útgerðarinnar. Svariö er: Sami skipa- fjöldi, engin breyting á aöstööu í vöru- geymslum, ekki verulega bættur tækja- kostur annar. Aöeins - Betra skipulag á starfsemi ríkisfyrirtækisins. Þetta svar hlýtur aö vekja aöra spurningu, sem vert er aö velta fyrir sér. Hve víöa í ,,Kérfinu“ standa úreltar aöferöir og staðnaðir ráðamenn í vegi fyrir framförum? Fram- förum á viöskipta og þjónustusviði, sem geta haft úrslitaáhrif á vöxt og eflingu landsbyggðarinnar. ás O — Jenkins Philip Jenkins hefur ætíö látiö sér mjög annt um fram- gang íslensks tónlistarlífs, m,a. hefur hann haldið hljómleika víöa um landiö. Hér á ísafirði hefur hahn leikið nokkrum sinnum, ýmist einn eöa með öörum og ávallt verið vel fagnaö. Efnisskráin að þessu sinni er mjög forvitnileg og fjöl- breytileg, þar sem hann leikur þekkt tónverk eftir Mozart og Chopin og jafn- framt lög eftir síðrómantísk og nútímatónskáld, Fauré Szymanowsky og William Alwyn. Tónlistarfélag ísafjarðar og Menntaskólinn á ísafirði standa að þessum tónleikum og er vonandi að bæjarbúar sýni að þeir meti viðleitni þessara aðila til tónlistarkynn- ingar og fjölmenni á tón- leikana á morgun. Isafjörður hefur orð á sér sem tónlistarbær og því illa við hæfi og vart sæmandi að hingað komi góðir listamenn og leiki og syngi fyrir hálf- tómu húsi og þótt ísfirðingar séu miklir annríkismenn mega þeir minnast þess að menn hafa alltaf tíma til þess sem þeir hafa áhuga fyrir. Framleiðum vandaða PANEL-miðstöðvarofna Teiknum miöstöövarkerfi STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR — FÖST VERÐTILBOÐ OFNASMIÐJA VESTFJARÐA SÍMI 3903, — ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.