Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 3
tsbeífoíMcukö 3 Halldór Þorgeirsson: Trú fyrir okkar tíma Allt frá upphafi lífs mannsins hér á jörðinni hef- ur Guð leiðbeint honum á þroskabraut hans. Með vissu millibili hefur hann opinberað spámenn, eða boðbera, sem lifað hafa meðal manna og flutt boð Guðs. Við komu allra þess- arra spámanna hefur fersk- ur lífgefandi andi streymt inn í heim mannsins og miklar framfarir orðið. Öll þekkjum við sögu spá- mannanna. Við höfum heyrt um Mose, Kristna, Saraþústra, Budda, Krist og Muhameð. Allir hafa þessir spámenn verið upphaf blómaskeiðs þar sem and- legar dyggðir hafa hlotið endurnýjað gildi. Hér ber þó einn skugga á. Þó allir þessir spámenn hafi sagt fyrir um komu eftir- manns síns og viðurkennt þá sem á undan komu, hef- ur mannkynið ekki gert sér grein fyrir sameiginlegum uppruna þeirra. Þó spá- mennirnir komi allir frá Guði hafa átrúendur þeirra borist á banaspjótum og hatur milli trúarbragða skapast. Trúarbragðadeilur eru ein frumorsök stríðs manna í milli. Friður kemst ekki á nema á grundvelli trúar, sameiginlegrar trúar á einn Guð. Það er einmitt þessi sam- eining mannkyns í einingu trúar sem bíður okkar. Guð heldur áfram sinni hand- leiðslu. Árið 1863 opinber- aði hann manninum spá- mann sinn fyrir daginn í dag. Nafn hans er Bahá’u’llá. Don og Marie van Brunt eru fsfirðlngum að góðu kunn. Þau fluttust til ísafjarðar 1971, en búa nú í Bandarfkjunum. Bahá’u’llá er í beinu fram- haldi af fyrri spámönnum og bætir miklu við kenning- ar þeirra. Hann er framhald fyrri spámanna líkt og Kristur er í framhaldi af Móse. Milljónir manna um víða veröld hafa þegar við- urkennt Bahá’u’llá, jafnt hér á íslandi sem í Japan. Árið 1971 var Baháí trú- in, en svo er trúin á Bahá’u’llá kölluð, fyrst kynnt á ísafirði. Síðan þá hefur hópur ísfírkra Baháía starfað að kynningu trúar- innar. Á Patreksfirði er einnig starfandi hópur Baháía. Kæru Vestfirðingar. Ég vil heilshugar skora á ykkur að kynnast boðskap Bahá’u’llá, því sameining í trú á Guð er mannkynsins eina lífsvon. Baháíar á ísafirði veita fúslega upplýsingar um trúna, til þeirra má skrifa c/o Ingibjörg Daníelsdóttir Hlíðarvegi 5, eða hringja í síma 3975. Munið, „Engin þekkir sína eigin trú fyrr en hann kynnist trú annarra.“ Halldór Þorgeirsson Hafnarstræti 7 ísafirði Sími3166 (-------Wn TKORNYCROFT BÁTAVÉLAR! I © P. STEFÁNSSON HF. I .—zJ Bílaleiga! Leigi út VW bifreiðar; Uppl. í síma 3378 Halldór Halldórsson FLUGLEIÐIR f Isafjarðarkaupstaður Olíustyrkur Greiösla olíustyrks fyrir tímabiliö okt.-des. 1977 fer fram á venjulegum afgreiöslutíma bæjarskrifstofunnar (10—12 og 13—15) dag- ana 9. til 22. febrúar n.k. aö báöum dögum meðtöldum. Vinsamlegast sækið styrkinn á ofangreind- um tíma. ísafirði, 7. febr. 1978 Bæjarritarinn ísafiröi GAMLA KRÓNAN GILDIR ENN! HÖFUM NOKKUÐ AF BYGGINGARVÖRUM FRÁ SL. SUMRI, SVO SEM Timbur-Stál- Þakjárn Spónaplötur o. fl. VÆNTANLEGT BEINT FRÁ NOREGI: Glerull 2”, KEMUR 22. FEBRÚAR 3” og 4” Vinsamlega pantiö, eöa endurnýjið eldri pantanir sem fyrst. JÓN ÞÓRDARSON Garður hf. Sími3472 Versluninni hefurveriö lokaö frá og með 6. febrúar. Þeir sem eiga óafgreiddar pantanir eöa annað, vinsamlega hafiö samband viö Önnu Karlsdóttur í síma verslunarinnar. Við viljum þakka Vestfirðingum fyrir viðskiptin, þann tíma, sem verslunin hefur starfað GRÁFELDUR HF. HAFNARSTRÆTI8 — SÍMI4191 — ÍSAFJÖRÐUR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.