Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5
/77“ 'fattííiúÁfi tJtéMaélaúiá 5 VF hafði samband við Örn Ingólfsson á dögunum og bað hann að segja frá tilurð tækjanna og hvernig þau kæmu til með að virka. Örn sagði að þeir hefðu skýrt forráðamönnum SRÍ frá því að hægt væri að smíða svona tæki hér. Eftir að þeir hjá skíðaráði hefðu rætt það sín á milli hefðu þeir falið þeim bræðrunum að sjá um smíði á tímatöku- tækjum af þessari gerð sagði Örn. svo keppandinn kemur í endamarkið rýfur hann ljósageisla og klukkurnar stöðvast. Jafnframt því að vera tímatökutæki eru þetta full- komnustu talstöðvar. Menn þurfa ekki að þrýsta á hnapp þegar þeir vilja tala í hljóðnemann eins og á venjulegum talstöðvum og segja „ég skipti“. Á þessum tækjum er allt slíkt sjáfvirkt. Að rúmtaki eru þessi tæki í tveimur litlum kössum sem hægt er að halda á Fullkomin tímatökutæki smíðuð á fsafirði — af tveimur starfsmönnum Pólsins hf. „Tækin eru í tvennu lagi og hafa samband í gegnum loftnet. Áður en keppand- inn leggur af stað heyrist „tilbúið signal“ (slitróttur sónn) sem gefur til kynna að keppandinn megi leggja af stað, klukkurnar séu tilbún- ar. í rásmarkinu er hlið sem keppandinn fer í gegnum um leið og hann leggur af stað. í þessu hliði er rástæki sem sendir merki niður í endamark og setur klukk- urnar þar í gang. Þegar klukkurnar fara í gang breytist slitrótti sónninn í stöðugan són. Fari þær ekki í gang heldur slitrótti sónn- inn áfram og keppandinn veit því strax ef eitthvað hefur farið úrskeiðis. Þegar sinn í hvorri hendi, en það gerir þau mjög meðfærileg. Að vísu fylgja þeim hliðið með rástækinu og tveir litlir standar fyrir ljósgeislaút- búnaðinn. Tækin eru þannig útbúin, að möguleiki er á að tengja þau við ljósatölutöflu sem yrði þá utan á markshúsinu t.d., en vegna kostnaðar verður ekki af því strax. Eins væri hægt að taka millitíma með smáviðbót, þó að slík ,,smáviðbót“ sé engin smáviðbót í kostnað- arlegu tilliti.“ „En af hverju er ykkur falið að smíða þetta, er ekki hægt að fá þetta tilbúið er- lendis frá?“ „Ég reikna með að ástæð- an sé sú að þetta er ekki fjöldaframleitt og því ó- heyrilega dýrt hingað kom- ið. Eftir því sem ég best veit, þá eru þetta einu tímatöku- tækin af þessari gerð hér á landi.“ „í hvað hefur mestur tími farið við hönnun og smíði þessara tækja?“ „Eftir að búið var að finna úl hvaða kröfur tækin þyrftu að uppfylla þá fór aðalvinnan að sjálfsögðu í að byggja tækið út frá þeim kröfum. Nú eru t.d. allar teikningar til og gerir það frekari framleiðslu mun auðveldari.“ Verslun Gráfeldar á ísafirði lokað Verslun Gráfeldar, sem opnuð var á (safirði í októ- ber sl. hefur nú verið lokað. Ástæðuna fyrir lokuninni segja forráða- menn fyrirtækisins vera þá að langtíma leigusamn- ingur við eigendur húsnæðisins, sem versl- unin starfaði f hefur ekki náðst. Gráfeldarmenn hafa og leitað fyrir sér um annað húsnæði hér á (safirði, en þeim hefur ekki tekist að útvega það. Rekstur verslunnarinnar hefur gengið allvel þann tíma, sem hún hefur starf- að og munu eigendur hennar vinna að því áfram að útvega húsnæði til starfseminnar. Það var hræðilegt á skrifstofunni í dag. Tölvan bilaði og við urðum öll að fara að hugsa. 1 ViÖ höfum fleira engódan mal Notfærið ykkur okkar hagstæðu vetrarverð og gistið í hjarta borgarinnar. Sérstakt afsláttarverð fyrir hópa. VOLVO 244 býður þér ánægju og öryggi. Þúgeturboðið honum næstum hvað sem er! Foreldrar er áttu börn í dansskólanum í IOGT- húsinu og sakna vettlinga eða annars sem börnin kunna að hafa skilið þar eftir, eru beðin að vitja þess laugardaginn 11. þ.m. kl. 15—17. HÚSVÖRÐUR GÓLFVASAR OG BORÐVASAR ÚR KERAMIKI SMEKKLEG GJAFAVARA Þegar þið hugið að afmælis eða tækifæris- l gjöfum fyrir smáfólkið, þá munið Leikfangahornið í Neista I Alltaf mikið af skemmtilegum | og þroskandi leikföngum. % iílHtHlttlliHHiiiliiiinitlHiHltlHlitHHtHHHHIiiiftHlilHIIHHiUIIIHiiiimHIHHHHtHHIHiHHIHHfftltmmtHIHHHIHHItltlHi!lilln| Neisti hf ísafirði, sími 3416 SiðMiMliBMiÍlílMSffilMMillifflM

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.