Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7
&iéUaÚaM 7 Stjórnstöð slysavarna opnuð í Bolungarvík á 50 ára afmæli S.V.F.Í. og 45 ára afmæli Björgunarsveitar- innar Hjálpar í Bolungarvík. Sunnudaginn 29. jan. sl. var formlega opn- uð stjórnstöð fyrir Björgunarsveit slysavarnar- deildarinnar Hjálpar í húsakynnum sveitarinn- ar við Hafnargötu í Bolungarvík, þar sem áður var slökkvistöðin. Húsnæðið hefur verið stækkað, og er nú á tveimur hæðum. A neðri hæð er geymsluhúsnæði fyrir tækjabúnað björg- unarsveitarinnar, en á efri hæðinni er stjórn- stöðin til húsa. Þegar sveitin eignaðist þetta hús, var það nánast í fok- heldu ástandi, en með- limir sveitarinnar, hafa unnið að því í sjálfboða- liðsvinnu, að innrétta það og lagfæra. í tilefni af 50 ára af- mæli SVFÍ og 45 ára af- mæli Slysavarnardeildar- innar Hjálp í Bolungar- vík var stjórnstöðin opn- uð með nokkurri viðhöfn. Gestum var boðið að skoða tæki og búnað björgunarsveitarinnar, og fengu þeir sem vildu að reyna það, að fara í björgunarstól, frá stjórn- stöðinni og yfir á öldu- brjótinn við höfnina, um 100 metra vegalengd. Þá var gestum boðið í smá- ferðir með bát sveitarinn- ar og snjóbíl. Björgunarsveit slysa- varnardeildarinnar Hjálpar, er vel tækjum búin. í eigu hennar eru m.a. snjóbíll, sem tekur átta manns í sæti, ásamt ýmsum björgunarbúnaði, sleði yfirbyggður, sem tengja má snjóbílnum og vélsleða, sem sveitin á einnig. Þá eru ýmis smærri áhöld, sem nota þarf við björgunaraðgerð- ir, s.s. Kaðlar, ísaxir, mannbroddar, hakar krókstjakar ofl. Sveitin er mjög vel búin til björg- unarstarfa að vetrarlagi, og auk þess, sem áður er talið eru bæði skíði og snjóþrúgur í eigu hennar. Slöngubátur af Zodiac gerð, með 25 ha. utan- borðsmótor, tilheyrir einnig búnaði björgunar- sveitarinnar og þrjár gerðir af línubyssum. Sú elsta þeirra er frá því fyrir 1940. Ein er línuriffill af Kongsberg gerð, en tvær nýjustu eru þannig úr garði gerðar, að þær eru aðeins ætlaðar til nota í eitt skipti. Björgunarsveitin á fjar- skiptatæki, til nota við björgunaraðgerðir. Tal- stöð er í stjórnstöðinni, og einnig hreyfanlegar stöðvar, auk labb rabb stöðva. Neyðarblys sýndu björgunarsveitarmenn af nýrri gerð. Eru það ódýr og handhæg blys, og má skjóta þeim af skapti, sem fyigir. í tilefni afmælisins, hefur Benedikt Þ. Bene- diktsson, tekið saman úr bókum slysavarnardeild- arinnar og björgunar- sveitarinnar ágrip af starfssögu þeirra frá upp- hafi. Er það fróðlegt á- grip, og á erindi til lands- manna allra, og verðugt að það yrði flutt í Ríkis- útvarpi á afmælisári S.V.F.Í. Þar segir m.a. að árið 1933 stofnaði Jón E. Bergsveinsson slysav. deild, Sæbjörgu í Bolung- arvík. í stjórn hennar voru: Högni Gunnarsson, formaður, Bjarni J. Fann- berg, gjaldkeri og Ólafur M. Ólafsson, ritari. Aðrir, sem gegnt hafa for- mennsku í slysavarnar- deildinni sem frá árinu 1935, hefur borið nafnið Hjálp, eru þeir Gísli Sig- urðsson, Jón Kr. Guðna- son, Gísli J. Hjaltason, Kristján G. Jensson, Kristján Þorgilsson, Jón Guðbjartsson og núver- andi formaður, Sigurður V. Bernódusson. Lengst allra var Gísli Hjaltason eða um 17 ára skeið. Fyrstu tæki sín, fékk björgunarsveit Hjálpar, frá S.V.F.Í. á árinu 1935. Frá því segir í bókum sveitarinnar, að æfð hafi verið notkun þeirra, og að Gísli Kristjánsson, hafi kennt félögum lífgun úr dauðadái, þar kemur og Björgunarsveitarmenn kveðja vitavarðarhjónin á Galtarvita, þau Óskar Aðalstein Guðjónsson og konu hans, er þau fluttust þaðan sl. haust. Úr stjórnstöðinni, Gunnar Leósson, form. Hjálpar. fram, að sveitin barðist fyrir því á árinu 1937, að settar yrðu talstöðvar í fiskibáta. Þá beitti hún sér fyrir því, að leiðbein- ingarljós um lendingu voru sett upp í Bolungar- vík um 1940. I þakkar- bréfi frá Einari Guðfinns- syni, fyrir hönd útgerðar- manna, í Bolungarvík, kemur fram að framlag Hjálpar, hafi m.a. orðið til þess, að Bolvíkingar urðu með þeim fyrstu á landinu til að setja gúm- björgunarbáta í fiskiskip sín. Björgunarsveit Hjálpar hefur staðið fyrir því að setja upp skipbrotsmanna skýli á Stigahlíð og á Ós- hlíð, og aðstoðað kvenna- Framhaldá 8. síðu HIN NÝJA KRAFTMIKLA RYKSUGA MEÐ STYRKSTILLI FYRIR SOG starmix starmíx ///// síraumur Silfurgötu 5 sími 3321 Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til ísafjarðar og Akureyrar Viðkoma á aukahöfnum eftir þörfum. Vörumót- taka á föstudögum. i A-skála H.F. Eimskipafélag íslands. SÁ SEM TÓK SVARTA Barnaskíðaskó af HENKE-gerð í misgripum í Skíðaskálanum laugardaginn 28. jánúar, og skildi eftir skó af sömu gerð og sama lit en stærri, vinsamlega hringi í síma 3794.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.