Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 9
(j7~ t<M'nfc<t 9 Auglýsingar frá fyrri dögum úr ísafjarðarblöðum Allskonar húsgögn eru hér alltaf á lager til hjá mér. Krossviður, kústsköft, gler og gluggar, gæðavara, sem alla huggar. Líkkistur, sem ei leka par, laglegu og sterku hurðirnar. Hvað sem þú þarft að kaupa þér, kaupin gerirðu best hjá mér. Jón ísak MiZ ffSÍírýfci -tícSi-n , c.. • I ?'}nicfy^ð$i 71 Um þettaleyti árs, fyrir 60 árum var allur ísfírski bátaflotinn innifrosinn á Pollinum. Um mánaðamótin febrúar mars, varð að saga m,s. Lagarfossi leið inn að Neðstakaupstaðarbryggjunni. Isfirski flotinn. — Gömul mynd í eigu Bergþóru Árnadóttur Líkkistur hef ég lager á líka húsgögn og fleira að sjá. Einnig hurðir, glugga og gler gersemar ýmsar fást hjá mér. Jón ísak Bókhlaðan er birg á ný sem bakkafullur lækur. Kvöldin lengjast komið því og kaupið þessar bækur. Jónas Tómasson Hreiðar Geirdal Allir geta sullað og allir geta klínt, en ef þið hafið mig í ráðum, þá verður það fínt. Jón Ólafur Sígarettur og sælgæti seljast best á Fróni, í hvítu litlu kompunni komið við hjá Jóni. Jón Ólafur Þeim sem hjóla á þessu landi þegar regnið völdin tekur, algerlega ómissandi eru mínar sfettirekur. Jón Ólafur (Slettirekur munu hafa verið aurhlífar á reiðhjól) Húsbyggjendur! Get tekiö að mér verkefni strax. UNNSTEINN MARVINSSON múrarameistari sími 4282 HF. OFIMASIVIIPJAN HATEIGSVEC 7 - REYKJAVlK - ISLAND Kynnir nýjung í miðstöðvarofnum VIÐ KÖLLUM HANN SVISSYL -afninn Leitið upp hjá sölum; sími 2-1 2- OFNINN ER SÉRSTAKLEGA HANNAÐUR FYRIR STÓRA GLUGGAFLETI T.Ð. STOFUM — GÖNGUM — SÝNINGARGLUGGUM OG ÖÐRUM 8TÖÐUM ÞAR SEM OFNINN MÓTAR UMHVERFI SITT. o —„Þaö hefur ríkt forlagatrú Arnór segir stefnuleysi hafa ríkt hér á landi í skóla- og uppeldismálum og það endurspegli stefnuleysið í málefnum þjóðarinnar yfirleitt. Hann bendir á, að ekki sé hægt að gera áætlanir um framtíðarskipan skóla- mála nema vitað sé hver eigi að vera þróun efna- hagsmála á næstu áratug- um. Því við slíka áætl- anagerð verði að svara spurningunum: „Hverjar eru þarfir atvinnulífsins fyrir sérhæfðan vinnu- kraft á næstu árum?“, og „Hvert á að vera inni- hald menntunar, hvaða menntunartækifæri þurfa að vera á framhaldsskóla- stigi?“ I lok greinar sinnar minnist Arnór á nokkrar nefndir, sem starfað hafa á vegum hins opinbera við endurskoðun verk- menntunar og framhalds- náms yfirleitt. Síðust þessara nefnda var Framhaldsskóla- nefnd, sem starfaði á ár- unum 1974-1976. Hún sendi frá sér frumvarp snemma á síðasta ári og var það þá lagt fram á Alþingi til kynningar. Frumvarpið fjallar um heildarskipulag náms á framhaldsskólastigi, en mestar umræður hafa þó orðið um ákvæði frum- varpsins um skiptingu kostnaðar skólahaldsins milli ríkis og sveitarfé- laga. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög verði aðil- ar að öllu skólahaldi á framhaldsskólastigi bæði að því er varðar stjórnun og fjármögnun. Nefndin leggur til, að stjórnunar- aðild og kostnaðarhlut- deild fylgist að, því aug- ljóst sé að það kunni ekki góðri lukku að stýra þeg- ar einn aðili tekur á- kvarðanir, en annar stendur ábyrgur fyrir framkvæmd þeirra og kostnaðarlegum afleið- ingum. Þá er gert ráð fyrir að sama regla gildi um kostnaðarskiptingu, hver sem mámsbrautin er. Það hefði þýtt sam- kvæmt gamla skipulag- inu, að t.d. iðnskólar og menntaskólar hefðu setið við sama borð hvað snert- ir fjárveitingar ríkisins til skólahalds. Má segja að þar með hafi verkmenntun loks hlotið viðurkenningu til jafns á við bóklegt nám, í orði að minnsta kosti. Vafalítið má eitt og annað að þessu frum- varpi finna, en við látum sérfræðingunum það eft- ir. Ástæða er til að benda fólki á, að í þessari viku mun líklega birtast í Vísi umfjöllun Arnórs Hanni- balssonar á þessu frum- varpi eða hlutum þess, en Arnór er vafalítið einn af okkar merkustu fræði- mönnum á sviði uppeld- is- og skólamála.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.