Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 11
Bygginganefd skipa nú: Formaður, Bolli Kjartansson, bæjarstjóri, Fylkir Ágúst- sson, Gunnar Steinþórsson, Oli M. Lúðvíksson, Matthías Jónsson. Varamenn: Magn- ús Reynir Guðmundsson, Guðmundur Ágústson, Þor- leifur Pálsson, Jón Ólafur Þórðarson, Snorri Her- mannsson. YFIRLIT um byggingaframkvæmdirá ísafirði I. íbú6arhus. 1 smíöum 1/1. '11 Hús íbúðir 3 m Einbýlishús 46 46 23224 Tv£býli3hús 2 4 1293 Raöhús 10 10 5957 Fjölbýlishús 0 ö 0 58 60 30474 Hafin sir.íéi '77 Einbýlishús 15 15 7096 Raöhús 10 10 4324 Fjolbýlishús 1 I 2235 26 32 13655 Alls í smíöum '77 Einbýlishús 61 61 30320 Tvíbýlishús 2 4 1293 Raöhús 20 20 10281 Fjölbýlishús 1 7 2235 84 92 44129 Lokifi smífti 1977 Einbýlishús 8 8 4241 Tvíbýlishús 2 4 1293 RaÖhús 6 6 3596 Fjölbýlishús 0 0 0 16 18 9130 í smíöum 31/12. '77 Einbýlishús 53 53 26079 Raö'nús 14 14 6685 Fjölbýlishús 1 7 2235 68 74 34999 Skipting íbúða sem lokið er : 4 herb. og eldhús 7 5 herb. og eldhús 6 6 herb. og eldhús 4 7 herb. og eldúús 1 18 1977 eftir herbergjafjölda. íbúöir íbúðir íbúöir £búð fbúöir Á árinu var hafin bygging íbúðarhúsa við nýjar götur Móholt, Lyngholt og Stórholt svo og við nýja götu í Hnífsdal. II. ViöbygginKar íbúöarhúsa, Hús 3 m_ Alls í smíöum '77 5 383 LokiÖ smíöi 2 89 III. RÍlreymslur. Alls £ smíöun '77 71 7P73 Lokiö smföi 10 937 IV. Iinaíar- on h.lónustuhús I siaÍAun 1/1. '77 c 26190 Hafin smíöi 6 14046 Alls £ smíöum 12 40313 LokiÖ smföi 3 5352 í smföum 31/12 9 35151 V. Opinberar byggin^ar. Hús 3 m 1 smíðurn 1/1. '77 2 26029 Hafin smföi '77 1 8510 Alls í snföum '77 3 36539 Lokið sníöi '77 1 362 í smíðum 31/12. '77 2 36177 Hafin var smíði á árinu 77 á áhalda-og skrifstofuhúso Vegagerð- ar ríkisins á Dagverðadal, frystigeymslu við hús Vestra hf. við Suðurgötu, stækkun Rækjuverksmiðjunnar h.f. Hnífsdal og stækk- un Hraöfrystihússins h.f. Hnífsdal. Lokið var smíði á eftirtöldum byggingum. Iðnaðarhúsnæði Pólsins h.f., Aðalstræti 9, sorpbrennslustöð á Skarfasekri og hús Kubbs h.f. á Stakkanesi. A árinu 1977 Vár hafin smíði á húsi íbúða fyrir aldraða með 20 einstaklingsíbúðum og 10 hjóna-eða tveggjamannaíbúðum. Lokið var við smíði á lausri kennslustofu við Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Einnig var í byggingu á árinu 1977 eins og 1976 Sjúkrahús og heilsugæslustöð á (safirði. (safirði janúar 1978 Bjarni Jensson. © — Yfirlit um störf fyrir byggingaframkvæmdum á ísafirði. Einnig fjallaði nefndin um skipulagsmál, byggingaskilmála o.fl. Eiginmaður er pipar- sveinn sem hefir orðið fyrir óhappi. ★ Ef óánægja væri tii sölu, yrðum við áreið- anlega óánægð með veðrið. ★ Hann er ómögulegur eiginmaður. Hann getur aidrei munað hvaða diskaþurrka er til skrauts. ★ Til þess að halda frið- inn í stórri fjölskyldu þarf þolinmæði, vænt- umþykju, skilning og minnnst tvö sjónvarps- tæki. © Stórmarkaður fyrir bætta verslunar- þjónustu á þessu sviði og benti á að í skýrslu, sem Framkvæmdastofnun rík- isins gaf út á síðastliðnu hausti, kæmi þetta skýrt fram. Væri þar m.a. bent á stórmarkað með fjöl- breyttu vöruvali, sem eina leiðina til úrbóta í þessum efnum. Einnig benti Heiðar á auðséðan kostnaðarauka og marg- víslegt óhagræði, sem hin gífurlega „póstkröfuversl- un“, sem nú er stunduð héðan við verslanir í Reykjavík hefur í för með sér, og nauðsyn þess að þar verði breyting á. Áætlað er að fyrsti á- fangi byggingarinnar kosti rúmlega 60 milljón- ir króna fullbúinn með tilheyrandi tækjum. Að- spurður um fjármögnun byggingarinnar, sagði Heiðar, að lánamöguleik- ar hjá fjárfestingarsjóðum væru ekki miklir. Kvað hann þó von til þess að Verslunarlánasjóður, sem er deild í Verslunarbanka íslands, veitti lán til byggingarinnar. Þá væri og við liði Stofnlánasjóð- ur matvörukaupmanna. Byggðasjóður mun ekki lána fé til framkvæmda sem þessarar. ás. o —Sigurður þrettándi línis lengur, en nokkuð skortir á að hann hafi ennþá náð sínu besta formi, vegna þess að hann gat ekki hafið æf- ingar nógu tímanlega í haust. Sagði Sigurður til dæmis, að hann hefði ekki skíðað í braut á þess- um vetri fyrr en í janúar. Frá áramótum hefur Sigurður ferðast um með sænska landsliðinu, eins og í fyrravetur, og keppt víða. Meðal annars í tveimur mjög sterkum FIS - mótum. Kom hann fram í 10. sæti í öðru mótinu en í 19. sæti í hinu. Sigurður kvaðst vera á förum frá Garmisch til Noregs og Svíþjóðar, en þar ætlar hann að taka þátt í keppnum. Síðan fer hann í Europacup mót í Tékkoslóvakíu, Póllandi, Búlgaríu og Júgósalvíu. Hann telur ólíklegt að sér gefist tækifæri á að koma heim til þátttöku í Þorra- mótinu hér í mars, en vonandi tekur hann þátt í íslandsmeistaramótinu um páskana. Af árangri íslendinga í Hm/ að öðru leyti er það að segja að Steinunn Sæmundsdóttir varð 29. í svigi og 51. í stórsvigi. Steinunn er farin frá Gar- misch til Noregs og Sví- þjóðar, en þar mun hún keppa á sömu mótum og Sigurður H. Jónsson. Hafþór Júlíusson varð 59. í stórsvigi, en honum hlekktist á snemma í fyrri ferð í sviginu. Hafþór kemur heim einhvern næstu daga. Haukur Jóhannsson frá Akureyri varð 63. í stór- svigi. Honum hlekktist á í sviginu neðarlega í fyrri ferð eftir að hafa keyrt fyrri hluta brautarinnar mjög vel. Úrslit i svigkeppni Heimsmelstaramótsins: (nr. 11 og nr. 12 vantar.) 1. Ingimar Stenmark, Sviþjóð.........51,56 47,98 1.39,54 2. Piero Gros, Italía................51,29 48,51 1.40,20 3. Paul Frommelt, Lichtenstein.......51,57 48,90 1.40,47 5. Anton Steiner, Austurríki.........52,40 48,34 1.40,74 5. Mauro Bernardi, italía............52,81 49,39 1.42,20 6. Chrlstian Neurauther, V-Þýskal....53,17 49,57 1,42,74 7. Toshihiro Kaiwa, Japan............52,68 50,52 1.43,20 8. Steve Mahre, Bandaríkin...........53,01 50,75 1.43,76 9. Torsten Jakobsson, Svíþjóð........54,29 49,87 1.44,16 10. Peter Aellig, Sviss ..............54,50 49,94 1.44,44 13. Sigurður H. Jónsson, Island.....54,77 50,98 1.45,75 Keppendur voru 102 frá 29 þjóðlöndum. Fasteignii TIL SÖLU Hlíðarvegur 28, 260 ferm. einbýlishús. Neðri hæð: 3 herb. og eldhús. Efri hæð: 2-3 herb. og eld- hús. Góður kjallari. Stór lóð. Túngata 5, suðurendi, 4 herb. íbúð á tveimur hæð- um með rúmgóðum kjall- ara og rislofti. Möguleiki fyrir bílgeymslu á lóð. Laus til afnota með skömmum fyrirvara. Hafnarstræti 8, 3 hæð, 108 fermetra 4 herb. íbúð á besta stað í bænum. Laust til afnota í vor. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Miðstræti 10, efri hæð, Bol- ungarvík, 99 fermetra 3 herb. íbúð. Snotur íbúð. Rafmagnskynding. Ásgarður, Tálknafirði, efri og neðri hæð, þriggja og fimm herbergja íbúðir, hvor um sig meö se’rinngangi. Tek að mér SKATTAFRAMTÖL fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Hafið samband við mig sem fyrst. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 (safirði © Sjúkrabíllinn arbúa og fyrirtækja hér um fjáröflun tit þess að standa straum af kostnaði við að gera bílinn sem allra best úr garði hvað varðar tækjabún- að, og til þess að hann geti verið tilbúinn til notkunnar sem allra fyrst. Munu Kiwannismenn leita tll (sfirðinga dagana 18. og 19. febrúar næstkom- andi. Er það eindregin von styrktarnefndar Bása, að al- menningur taki sem allra best þessari fjársöfnun og að hver bæjarbúi leggi sitt af mörkum til þessa mikil- væga máls. Ekki verður leitað eftir á- kveðlnni upphæð hjá hverj- um og einum, heldur er mönnum frjálst að leggja af mörkum það, sem honum sjálfum finnst hæfilegt. Fjár- framlög til blfreiðarinnar eru frádráttarbær til skatts, og verða kvittanlr afhentar gef- endum. „Við skorum á alla (sfirð- inga að taka vel á móti Kiw- anlsmönnum, þegar þeir knýja dyra,“ sagði Sigurður Ólafsson, formaður styrktar- nefndar Bása, „Við viljum taka það fram að það verður þakksamlega tekið á móti öllum framlögum til málefn- islns, aðra daga en þessa ákveðnu söfnunardaga og er mönnum þá bent á að snúa sér tll einhvers nefnd- armanna." ( nefndinni eru auk Sig- urðar, þeir Hákon Bjarna- son, Héðin Krlstinsson, Arni Sædai Geirsson og Guð- mundur Helgason.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.