Vestfirska fréttablaðið - 02.03.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 02.03.1978, Blaðsíða 7
7 (JT' Lombardy tefldi á ísafirði og í Bolungarvík Um síöustu helgi tefldi bandaríski stór- meistarinn Lombardy fjöltefli hér vestra. Á Laugardag í mötu- neytissal heimavistar Menntaskólans á ísa- firöi, en á sunnudag í húsakynnum Grunn- skólans í Bolungar- vík. Lombardy átti langa og erfiða viðureign við ísfirðinga. Þar tefldu 38 menn við stórmeistaran og hófst fjölteflið kl. 20.00 en lauk ekki fyrr en kl. 4.00 um nóttina. Lombardy fór með sig- ur af hólmi í 34 skákum, en tveir gerðu jafntefli við meistarann, þeir Ás- geir Överby og Bjarni Hjartarson. Sigurorð af stórmeistaranum báru þeir Matthías Kristinsson og Stígur Stígsson. I Bolungarvík tefldi Lombardy við 32 skák- menn. Þar vann hann 29 skákir. Jafntefli við Lom- bardy gerðu þeir Daði Guðmundsson og Hjör- leifur Guðfinnsson, en sonur Daða, Ófafur Jens, fór með sigur af hólmi í viðureigninni. Ólafur Jens varð 12 ára gamall daginn sem fjölteflið stóð og var sigurinn honum vissulega kærkomin af- mælisgjöf, auk þess, sem bandaríski stórmeistarinn gaf honum í ofanálag einn dal. 'm------ Myndin var tekin er Lombardy tefldi við ís- firðinga. ORÐSENDING TIL Togarasjómanna VIÐ l'SAFJARÐARDJÚP Er kaupandi að hákarli slægöum meö haus, verö kr. 70,-pr. kg. Hákarl slægður og hauslaus, verö kr. 100,-pr. kg. STAÐGREIÐSLA Óskar Friðbjarnarson Hnífsdal, sími 3631 Verðlaunaskákþrautir Taflfélags ísafjarðarog Vestfirska fréttablaðsins Aðeins ein rétt lausn barst við verðlaunaskák- þrautum Taflfélags ísa- fjarðar og Vestfirska Fréttablaðsins, sem birt- ust í 1. tölublaði 1978. Var hún frá Halldóri G. Einarssyni, Holtastíg 18, Bolungarvík. Verðlaunin, sem voru bók voru afhent Halldóri um síðustu helgi við fjöltefli Lombardys í Bolungarvík. LAUSNIR: Þraut 1 1. Da6 og mátar í næsta leik. Þraut 2 1. De6 Fxe6 2. h4 e5 3. Bg5 mát Þraut 3 1. Kf5 Hf4 + 2. Kg5 Hf5 + 3. Kxf5 og mátar Ef 1 He5 + 2. Kf6 He6 + 3. Kxe6 og mátar Þraut 4 1. Hh6+ Kg8 2. Hh8 + Kxh8 3. Hh2 + Kg8 4. Hh8+ Kxh8 5. Dhl + Kg8 6. Rf6+ Kf8 7. Db7 + og mátar í næsta leik. Halldór fann einnig auka lausn við þraut 4 og mátaði í sjöunda leik. 1978 FORD FAIKMONT Bíllinn sem beðið hefur veríð eftir Hann sameinar sparneytni og rými evrópubílsins — styrk og gæði ameríkubílsins (Eyðsla 10 1. á 100 km.) Þér getið valið um eftirfarandi: 4-5-6 strokka vél — sjálfskiptingu — vökvastýri Fjórskiptan gírkassa með yfirgír - diskahemla að framan - upphitaða afturrúðu o.fl. o.fl. Hönnun Ford Fairmont bílsins er talið besta framlag Bandaríkjanna til bílgreinarinnar í áraraðir Ford Fairmont árgerð 1978 4 dyra með eftirfarandi útbúnaöi: 1. 6 strokka vél 3,3 Htrar (200cub.) 2. Sjálfskipting 3. Vökvastýri 4. Hituö afturrúöa 5. Diskahemlar aö framan 6. Tau eöa vinyl I sætum 7. Heill bekkur eöa sérbólstraöir stólar. Ford Fairmont árgerð 1978 4 dyra með eftirfarandi útbúnaöi: 1. 4 strokka vél 2,3 litrar (eyöir 10 á 100 km.) 2. Fjórskiptur girkassi meö yfirgir 3. Vökvastýri 4. Hituö afturrúöa 5. Diskahemlar aö framan 6. Tau eöa vinyl i sætum 7. Sérbólstraðir stólar FORD FAIRMONT ER RÉTTI BÍLLINN •l&rÍT&b' Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 UMBOÐ Á VESTFJÖRÐUM: Benódus Halldórsson sími 7375 og 7376, Bolungavík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.