Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 4
4 (J7“ 'fadf'i.Jca Leggur fram ályktun um notkun friðlýstu húsanna f síöasta tölublaði var sagt frá skipan nefndar er skyldi vera bæjarstjórn ísafjaröar til ráðuneytis um varö- veislu og viðhald friölýstu húsanna í Neöstakaupstaö og Hæstakaupstað. Nefndin hefur þegar hafið störf og á fundi sínum 1. mars sl. sam- þykkti hún ályktun um notkun húsanna og á- ætlun um framkvæmd- ir viö þau á þessu ári. Ályktun um notkun frið- lýstu húsanna og fram- kvæmdir í Neðstakaup- stað. Verslunarhúsin í Neðsta- kaupstað, sem bæjar- stjórn befur nú friðlýst, eru byggð af fjórum aðil- um, sem fóru með verslun- ina í tíð dönsku einokunar- verslunarinnar á 18. öld: 1. Tjöruhús byggt 1734 af félagi lausakaupmanna (1733-1742). 2. Krambúð byggð 1757 af Hörmangarafélaginu (1743-1758) eða 1761 af Konungsversluninni fyrri (1759-1763), en um það ber heimildum ekki sam- an. Líklega er þó síðara ártalið rétt. 3. Faktorshús byggt 1756 af Almenna verslunarfé- laginu (1764-1773). 4. Turnhús byggt 1784- 1785 af Konungsverslun- inni síðari (1774-1787). Þessi hús eru því ein- stætt sýnishorn af húsagerð danskra einokunarkaup- manna á 18. öld og þeim húsakosti, sem hér var not- aður allt fram á þessa öld. Eftir að Ásgeirsverslun eignaðist Neðstakaupstað- inn 1883 voru gerðar þar miklar umbætur í sam- bandi við saltfiskverkun- ina, hafskipabryggjan var þá endurbyggð og stækk- uð, húsakostur aukinn og járnbrautir lagðar um fisk- verkunarstæðin, fram á bryggju og upp í Mið- kaupstað. Allt fram til 1939, að saltfiskmarkaðir okkar í Miðjarðarhafslönd- um lokuðust fyrir áhrif heimstyrjaldarinnar síðari, stóð vagga saltfiskverkun- arinnar á ísafirði í Neðsta- kaupstað. Leifar þessa tíma eru nú flestar horfnar og fátt eftir í Neðstakaup- staðnum, sem minnir á þennan tíma. Nefndin telur sjálfsagt að þessum merka þætti í atvinnusögu fsafjarðar verði reistur eins veglegur minnisvarði í Neðstakaup- stað og kostur er og leggur því til: 1. Að uppbygging á Neðstakaupstaðarsvæðinu verði við það miðuð, að koma fyrir á svæðinu þeim áhöldum og tækjum, sem notuð voru við útgerð og fiskvinnslu allt fram til síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Brautarteinarnir frá Tunnuhúsinu verði endur- byggðir og komið fyrir á þeim 2-3 vögnum, sem notaðir voru við flutning á saltfiskinum úr stakkstæð- in. Einnig verði komið fyr- ir á svæðinu öllum stærri áhöldum og tækjum, sem ekki er hægt að geyma inn- anhúss. 2. Að í Tjöruhúsinu verði komið fyrir vélum og öðr- um áhöldum frá upphafi tæknialdar. Þetta hús hef- ur nú í hálfa öld verið notað sem vélarhús fyrir frystihúsið í Neðsta. Árið 1928 lét ísafjarðarkaup- staður stækka og endur- bæta frystihúsið, en það var upphaflega byggt 1896. Var þá sett upp lítil Atlas-frystipressa í Tjöru- húsinu, og var hún notuð til 1956, en þá var sett þar upp Sabroe-pressa, sem notuð var þar til á seinasta ári. Nú stendur þar gömul Sabroe-pressa, ásamt eim- svölum og öðrum útbún- aði. Er lagt til að vélin, ásamt tilheyrandi útbún- aði, verði látin standa, og komið verði þar fyrir fleiri gömlum frystivélum, sem nú eru orðnir safngripir. Einnig verði komið þar fyrir gömlum mótorvélum frá bátaflotanum, sem hægt er að fá til varðveislu. Leitað verði samvinnu við vélstjóradeild Iðnskólans við að koma vélunum þar fyrir. 3. Að krambúðin verði á- fram notuð til íbúðar. 4. Að framkvæmdir í Faktorshúsinu verði við það miðaðar, að húsið verði einnig notað til íbúð- ar í framtíðinni. 5. Að Turnhúsið verði í framtíðinni notað sem safnhús og framkvæmdir miðaðar við það. Verði þar komið fyrir öllum stærri áhöldum og tækjum í tengslum við atvinnusögu staðarins, s.s. vöskunarkör- um, kerrum, hjólbörum, trog- og rimlabörum, bræðslukörum, síldarsölt- unaráhöldum, tunnutrill- um, o. s. frv. Ennig verði komið þar fyrir öllum út- búnaði og veiðarfærum, sem snerta fiskveiðar okk- ar. 6. Að kannaðir verði möguleikar á að flytja fimmta húsið, sem friðlýst hefir verið, faktorshúsið í Hæstakaupstað - Aðal- stræti 42 — byggt 1788, niður í Neðstakaupstað og nota það áfram sem íbúð- arhús. 1. jan. 1987 eru liðin 200 ár síðan ísafjörður hlaut fyrst kaupstaðarréttindi. Færi vel á því að miða framkvæmdahraða við það, að nauðsynlegustu framkvæmdum á Neðsta- kaupstaðarsvæðinu væri lokið fyrir þann tíma. Gömlu dansarnir verða í Góðtemplarahúsinu á ísafirði föstudagskvöld 17. mars frá kl. 10 Ásgeir og félagar leika fyrir dansi Gústaf stjórnar af miklu fjöri Tryggið ykkur miða og borð kl. 6 - 7 sama dag. Takmarkaður fjöldi og snyrtilegur klæðnaður Verslunarstarf ER LAUST HJÁ 4 VERSLUNINNI HAMRABORG Upplýsingar gefur Úlfar Ágústsson í síma 3166 LH HAMRABORG HF N Til sölu Verslun á ísafirði í fullum gangi á besta stað í bænum. Góðir tekjumöguleikar. Til sölu nú þegar. Upplýsingar í símum 91-33170 í Reykjavík og 94-3507, 94-3880 á ísafirði. V* Á þessu ári er lagt til að unnið verði að eftirfarandi verkefnum og varið til þeirra framkvæmda 7 millj. króna: 1. Að Skipulagshóp Ingim. Sveinssonar verði falið að gera skipulagsupp- drátt af Neðstakaupstaðar- svæðinu, sem sýni stærð þess og framtíðarnotkun. Svæðið verði síðan mælt upp og girt næsta sumar. 2. Að haldið verði áfram viðgerð á Faktorshúsinu í Neðstakaupstað og stefnt að því að ljúka henni á árinu. 3. Að gerðar verði nauð- synlegar endurbætur á þaki Turnhússins, til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsinu, og komið verði fyrir vinnu- ljósum og vinnuhita í hús- inu. 4. Að Tæknideild bæjar- ins verði falið að gera ítar- lega athugun á ástandi hússins Aðalstræti 42 og áætlun um kostnað við að flytja húsið niður í Neðsta- kaupstað. 5. Að kornhúsið og áföst hús verði rifm næsta sum- ar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.