Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 6
6 Um seinustu mánaða- mót minntist Skátafélagið Einherjar þess. að 50 ár voru liðin frá stofnun félags- ins, en það var stofnað 29. febrúar 1928. Einherjar minntust þess- ara merku tímamóta með fjölmennu hófi í Skátaheim- ilinu 28. febrúar s.l., þar sem ekki er hlaupár í ár, og stjórnaði Gunnar Jónsson hófinu, en að borðhaldi loknu var varðeldur, sem félagsforingi Einherja, Kjartan Júlíusson, stjórnaði. Á þeim árum, sem Ein- herjar hafa starfað, hafa ver- ið 5 félagsforingjar í félag- inu og voru þeir fjórir, sem Einnig töluðu Kristín Oddsdóttir, félagsforingi kvenskátafélagsins Valkyrj- an, ogHafsteinn O. Hannes- son, sem bæði færðu félag- inu góðar gjafir. Hafsteinn og kona hans, Kristín Bárð- ardóttir, voru einu heiðurs- gestir samkomunnar, þar sem öðrum boðsgestum gaf ekki að fljúga til Isafjarðar vegna óhagstæðra veðurskil- yrða. Félaginu barst fjöldi góðra gjafa í tilefni afmælis- ins, ásamt kveðjum og heillaóskum víðsvegar að. Flestar voru þær frá göml- um Einherjum, sem minnt- ust á hlýjan hátt veru sinnar Einherjar á landsmóti skáta á Hreðavatni 1943. Ingvar Jónasson, Albert Karl Sanders, Guðfinnur Magnússon, Jón Páll Halldórsson, Gunnlaugur Jónasson, fsak Sigurðsson, Guðbjartur Finnbjörnsson, Hilmar Ólafsson, Karl Salomonsson, Baldur Guðjónsson. Skátafélagið Einherjar 50 ára Frá Skátamóti Vestfjarða f Skálavík I965. nú eru á lífi mættir í hófinu. Fyrsti félagsforingi Einherja var Gunnar Andrew, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um, og var hann félagsfor- ingi fyrstu 13 starfsár félags- ins. Hinir fjórir eru Haf- steinn O. Hannesson, sem einnig var félagsforingi í 13 ár, Gunnlaugur Jónasson í 5 ár, Jón Páll Halldórsson, í 17 ár og Kjartan Júlíusson, sem hefir verið félagsforingi síðustu 2 árin. I afmælishófinu rakti Jón Páll Halldórsson stuttlega sögu félagsins, en Konráð Jakobsson rifjaði upp gaml- ar endurminningar í léttum og gamansömum tón. í félaginu. Þar á meðal voru kveðjur frá dr. Áskeli Löve, sem nú er búsettur vestur við Kyrrahafsströnd, en hann var félagi í Einherj- um fyrir nærri hálfri öld, Haraldi Ólafssyni, banka- fulltrúa í Reykjavík, með fallegri gjöf og fyrirheiti um að gefa félaginu filmusafn sitt, sem hann tók meðan hann starfaði í félaginu, og af ýmsum stofnendum fé- lagsins. Félagsforinginn. Kjartan Júliusson, þakkaði góðar gjafir og vináttu í garð félagsins. Á sunnudaginn höfðu Ein- herjar opið hús í Skátaheim- ilinu, þar sem þeir kynntu starfsemi félagsins, en fyrir utan húsið var sýndur margvíslegur búnaður hjálparsveitarinnar. Um 300 gestir heimsóttu félagið á sunnudaginn og þáðu góð- ar veitingar, sem yngri skát- arnir báru fram. Meðal gesta var fulltrúi stjórnar Bandalags ísl. skáta, frú Kolbrún Sæm- undsdóttir, ritari stjórnar- innar, sem flutti félaginu kveðjur B.I.S. og afhenti því fagran veggsköld frá banda- laginu. Einnig afhenti hún Jóni Páli Halldórssyni heið- ursmerkið Skátakveðjan, næstæðsta heiðursmerki B.S.Í., fyrir mikil og vel unn- in störf í þágu félagsins og skátahreyfingarinnar. Afmælisfagnaðinum lauk svo með flugeldasýningu hjálparsveitarinnar á sunnudagskvöldið. í sumar hyggjast Einherj- ar efna til skátamóts fyrirVestfjarðaskáta, ásamt kvenskátafélaginu Valkyrj- an, enkvenskátarnir eiga 50 ára afmæli 17. maí í vor. Vilja felögin með því minn- ast 50 ára skátastarfs á ísa- firði og er ætlunin að bjóða skátum víðsvegar að af landinu til þess móts. Skátafélagið Einherjar var stofnað að tilhlutan í- þróttafélagsins Magna, sem hafði starfað hér með mikl- um blóma um nokkurt skeið. Hafði formaður fé- lagsins, Gunnar Andrew, í- þróttakennari, fengið tvo skátaforingja frá Reykja- vík, Hendrik W. Ágústsson, prentsmiðjustjóra, sem lést árið 1967, og Leif Guð- mundsson, núverandi for- stjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur, til að koma vestur og leiðbeina skátun- um og undirbúa stofnun fé- lagsins. Báðir höfðu þeir starfað um árabil í Skátafé- laginu Væringjar í Reykja- vík. Stofnendur félagsins voru 14. Af þeim eru nú 5 látnir, einn er búsettur hér á ísafxrði, Ágúst Leós., kaup- maður, en 8 eru búsettir í Reykjavík og nágrenni. Á. öðru starfsári byggði félagið útileguskála sinn, Valhöll í Tungudal. Hófu Einherjar þá að stunda skíðaíþróttina af kappi og tóku þátt í fjölda skíðamóta á árunum 1934-1945. Átti félagið á þessum árum marga af bestu skíðamönnum lands- ins. Hafa skíðaferðir og vetr- arskátun alla tíð verið snar þáttur! starfsemi félagsins. Á fyrstu árum félagsins fékk það inni með starfsemi sína á ýmsum stöðum í bænum, en árið 1938 tók það þátt í byggingu Dag- heimilsins og hafði þar að- stöðu fyrir starfsemi sína um tíma. Árið 1947 keypti fé- lagið svo Skátaheimilið við Mjallargötu, þar sem félag- ið var stofnað, en það hafði þá verið notað sem íþrótta- hús um nokkurt árabil. Hef- ir það síðan hýst allt skáta- starf á ísafirði. Flest æskulýðsfélög eiga við mikla fjárhagsörðugleika að etja og njóta velflest stórra styrkja frá viðkom- andi sveitarfélögum. Fyrstu 20 árin reyndust Einherjum einnig fjárhagslega erfið, eins og fleirum, en þeir öfl- uðu tekna fyrir starfsemi sína með ýmsu móti, hnýttu á tauma, seldu merki, kaffi- veitingar og héldu skemmti- samkomur og hlutaveltur, svo fátt sé nefnt. Síðustu 30 árin hafa Einherjar selt heillaóskir á fermingardag- Framhald á 10. síðu Þrestir, Einherjum. Valinn „besti flokkurinn" 1933—1934. Sveinn Elfasson, Bolli Gunnarsson, Gunnlaugur Pálsson, Einar Ásgeirsson, Hjálmar R. Bárðarson, Stefán Ólafsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.