Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 10
Atthagafélag Grunna- víkurhrepps á Isafirði Grunnavíkurhreppur er í N-Isafjarðarsýslu. Hann takmarkast af Bjarnanúp að vestan, Látravík að norðan og Geirólfsgnúp að austan. Byggð í hreppnum lagðist niður um 1962 að undan- skildum Hornbjargsvita. Fyrir allmörgum árum stofnuðu brottfluttir hreppsbúar með sér átt- hagafélag. Hefur það starf- að af miklum áhuga og meðal annars, efnt til ferða norður á sumrin. A undan- förnum árum hefur mikill áhugi vaknað meðal lands- manna á að ferðast um Hornstrandir og þessar ó- byggðu sveitir. Vill því átt- hagafélagið gangast fyrir að skrá sögu Grunnavíkur- hrepps og, þeirrar lífsbar- áttu sem þar var háð, á- samt ábúendatali bæjar- nöfnum og leiðarlýsingu. Nauðsynlegt er að hrinda þessu verki í framkvæmd sem allra fyrst á meðan það fólk, sem byggði sveit- ina er til frásagnar. Þar sem þetta verður mikið og kostnaðarsamt verk, vilj- um við heita á alla vini og velunnara þessarar yfir- gefnu byggðar að leggja okkur lið, t.d. með því að senda okkur myndir af fyrrverandi ábúendum, upplýsingar um þá, eða annað sem að gagni gæti komið. Séra Sigurður Kristjáns- son fyrrverandi sóknar- prestur á ísafirði hefur tek- ið að sér að safna efni í væntanlega bók. Ætlunin er að safna áskrifendum að bókinni og vonumst við til að sem flestir er áhuga hafa fyrir þessu verki láti til sín heyra. Hafa má samband við Séra Sigurð Kristjánsson Drápuhlíð 8, Reykjavík eða frú Kristínu Alex- andersdóttur Tangagötu 23 ísafirði sími 3344. Atthagafélag Grunna- víkurhrepps, Isafirði. Oskum eftir góðum starfskrafti. Hótel Mánakaffi Sími3777 Til fermingargjafa BRflun Hárburstasettin BRflun Lokkajárnin ///// síraumur Silfurgötu 5 sími 3321 SIMCA1508 sigmdi næturmllid Enn einu sinni sigraði SIMCA í rall-akstri hér á landi. Bílnum var ekið stanslaust í rúmar 20klst. 950 km. leið eftir einhverjum verstu vegum og vegleysum Islands í næturralli Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um helgina 1. og 2. okt. Hvað bilaði? Einn pústbarki. Annað? Ekkert. SIMCA bílar frá CHRYSLER FRANCE hafa nú marg sannað ágæti sitt hér á landi. Vandlátir bflakaupendur velja sér SIMCA 1307 eða 1508, sem eru traustir og góðir fimmdyra, framhjóla- drifnir og fimm manna fjölskyldubílar. Talið við okkur strax í dag og tryggið ykkur SIMCA. %ökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 BERGSTAÐASTR/Í Tl 37 SIMI 21011 Vid höfum fleira engódan mat Notfærið ykkur okkar hagstæðu vetrarverð og gistið i hjarta borgarinnar. Sérstakt afsláttarverð fyrir hópa. O — Einherjar inn, til þess að standa undir kostnaði við starfsemi fé- lagsins. Var félagið með fyrstu félagssamtökum á landinu til að hagnýta sér þessa fjáröflunarleið. Hefir félagið aldrei þegið eina krónu í styrk frá bæjarfélag- inu, en öll fjáröflun hefir byggst á vinnu skátanna sjálfra. Er þetta athyglisvert nú á tímum mikillar kröfu- gerðar til samfélagsins. Einherjar hafa unnið að því á ýmsan hátt að byggja upp skátastarf í nágranna- byggðunum og undirbúið og stofnað skátafélög á Þingeyri, Flateyri, Suður- eyri, Bolungarvík og Hnífs- dal. Hafa þessi félög starfað misjafnlega mikið og lengi, en sum jaeirra hafa haldið upp þróttmiklu æskulýðs- starfi í sínum byggðarlögum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.