Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Qupperneq 11

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Qupperneq 11
(J7“ 'H^fin/a 11 Raf hf. Bílabúð Skíðagrindurnar eru komnar. Raf hf. (safirði sími 3279 um árabil. Félagið hefir staðið fyrir 8 skátamótum Vestfjarðaskáta, þeim síðari í samvinnu við kvenskátafé- lagið Valkyrjan. Hafa þessi mót verið haldin víðsvegar um Vestfirði, til þess að jafna aðstöðu félaganna til þátttöku. Einherjar hafa einnig átt þátttakendur á flestum landsmótum skáta síðan 1938 og fjölda innl. og er- lendra skátamóta. Seinast tók hópur Einherja þátt í Alheimsmóti skáta Jamboree - í Noregi sum- arið 1975. Fyrstu árin starfaði aðeins ein sveit innan félagsins, en fljótlega var stofnuð ylfinga- sveit og síðar rekkasveit, en hún er skipuð skátum 18 ára og eldri. Seinustu árin hefir félagið starfað í fimm sveit- um, ylfingasveit, skátasveit, dróttskátasveit, rekkasveit og hjálparsveit. Stjórn Einherja skipa nú Kjartan Júlíusson, félagsfor- ingi, Guðmundur Kjartans- son, aðst. félagsforingi, Ólaf- ur B. Halldórsson, ritari, og Kristján B. Guðmundsson, gjaldkeri, ásamt sveitarfor- ingjunum Snorra Her- mannssyni, Gísla Gunn- laugssyni, Ara Haukssyni, Tryggva Aðalbjörnssyni og Þresti Marsellíussyni. o — Hreppsnefnd enda þótt íbúar byggðar- lagsins þurfi að sækja læknisþjónustu og fá mjólk frá Patreksfirði, auk annar- ar þjónustu. Er því oft mjólkurskortur af þessum ástæðum. Þá er óþolandi hvernig póstflutningi er fyrir komið. Póstur milli Bíldudals og Reykjavíkur er eingöngu sendur með áætlunarflugi, sem er milli Reykjavíkur og Patreks- fjarðar, og kemur því oft fyrir að póstur er viku til tíu daga á leiðinni milli Bíldudals og Reykjavíkur, sökum ófærðar, þrátt fyrir það, að beint áætlunarflug sé til Bíldudals frá Reykja- vík tvisvar í viku auk ann- ara ferða. Lýsir hrepps- nefndin furðu sinni á að þessar ferðir skuli ekki vera notaðar til póstflutn- inga. Skorar hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps á stjórnvöld, að bæta úr þessu óþolandi ástandi hið bráðasta.“ © — Bygging fjölbýlishúss sömu götu. Ráðgért er að afhenda þær íbúðir snemma á næsta ári, en aðeins ein þeirra er enn óseld. ás. HF OFNASMIÐJAN HATEICSVEC 7 - REYKJAVIK - ISLAND Kynnif nýjung í miðstödvarofnum VIÐ KÖLLUM HANN SVISSYL - ofninn Leitið upplýsinga hjá sölumanni, sími 2 12-20. OFNINN ER SÉRSTAKLEGA HANNAÐUR FYRIR STÓRA GLUGGAFLETI T.Ð. STOFUM — GÖNGUM — SÝNINGARGLUGGUM Ot5 ÖÐRUM SIÖÐUM ÞAR SEM OFNINN MÓTAR UMHVERFI SITT. O Guðmundur alls tóku 61 fulltrúi þátt í skoðanakönnininni. Átta seðlar voru ógildir og einn auður. Röð manna í tíu efstu sætum framboðslistans verður þessi: 1. Guðm. H. Ingólfsson, 2. Jens Kristmannsson, 3. Óli M. Lúðvíksson, 4. Jón Ólafur Þórðarson, 5. Gunnar Steinþórsson, 6. Geirþrúður Charlesdóttir, 7. Ingimar Halldórsson, 8. Hermann Skúlason, 9. Anna Pálsdóttir, 10. Ásgeir S. Sigurðsson. 0 — Afhenda Þessi hús munu kosta 9,6 millj. króna og verða af- hent á sama byggingarstigi og hin fyrri. Kubbur hf. hefur nú starfað í fimm ár. Eigend- ur fyrirtækisins eru fimm og starfa fjórir þeirra við það, en alls starfa fjórtán menn við fyrirtækið. Tveir eru ávallt á verkstæði fyrir- tækisins á Stakkanesi, tveir til þrír eru yfírleitt við við- gerðir og breytingar, en hinir starfa við nýbygging- ar. Síðastliðið haust bauð Kubbur hf. í vinnu við undirstöður byggingar dvalarheimilis aldraðra á fsafirði. Hófst v'inna við þær í oktober. Þá var lokið við jarðvegsskipti í grunni hússins. Á næstunni verður tekið til við grunninn á ný, þá verða steyptir sökklar og plata. ás. 0 — íslands- meistari Jón sigraði í langstökki og varð annar í hástökki. Stökk hann 7.07 metra í langstökkinu og 1.90 metra í hástökki. Hvort tveggja er frambærilegur árangur og getur Jón án efa bætt hann talsvert ef hann gæfi frjálsíþróttunum meiri gaum. Var Jón vinsælasti keppandinn á mótinu. Jón Oddsson, sem kepp- ir fyrir HVÍ, er ekki ný- græðingur í frjálsíþróttum þó svo hann leggi litla rækt við þær. Á meistaramótinu innanhúss í fyrra lét hann að sér kveða er hann krækti í silfurverðlaun í bæði langstökki og þrí- stökki. Háði hann þá harða keppni við Friðrik Þór Óskarsson ÍR í lang- stökkinu og dugði Friðrik þá ekki minna en íslands- met til að sigra Jón. Hjó Jón nú nærri því meti, var aðeins fjóra sentimetra frá því. Að þessu sinni sigraði Fnsteignii Móholt 10, glæsilegt ein- býlishús m/tvöföldum bíl- skúr. Selst í fokheldu á- standi. Afhendist seinni part sumars. Túngata 20, jaröhæö, 2 herb. íbúö, 58 ferm. Góð og hagkvæm íbúð. Laus til afnota 1. maí n.k. Bílgeymsla viö Fjarðar- stræti, 44 ferm. að stærö. Laus til afnota meó mjög skömmum fyrirvara. Túngata 5, suðurendi, 4 herb. íbúð á tveimur hæð- um með rúmgóðum kjall- ara og rislofti. Möguleiki fyrir bílgeymslu á lóð. Laus til afnota með skömmum fyrirvara. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Urðarvegur 13, 3 herb. 60 ferm. einbýlishús í góðu standi. Kjallari undir hálfu húsinu. Smiðjugata 1, efri hæð, 3 herb. 48 ferm. íbúð í þokkalegu standi. Með- fylgjandi eignarlóð. Smiðjagata 1 A, lítil 2 herb. íbúð í ágætu standi. Hent- ug fyrir einstakling. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 IsafirSi Jón Friðrik með yfirburð- um. Ekki er að efa að Jón Oddsson getur náð mjög langt í frjálsíþróttum legði hann rækt við þær, æfði vel og skipulega. Hann hefur líkamsburðina til að bera og mikið keppnisskap. Það yrði frjálsíþróttum lyftistöng sneri Jón sér að þeim, sérstaklega gætu keppnir hans og Friðriks í langstökkinu orðið skemmtilegar.” Jón Oddsson hefur á- samt öðrum íþróttamönn- um vestfirskum, sýnt svo ekki verður um villst, að efniviður er hér nægur til að skapa afreksmenn í frjálsum íþróttum innan- húss, sem utan. Nær algert aðstöðuleysi er þó til iðk- kunnar þessara íþrótta hér, einkum á ísafirði, þar sem íþróttahús bæjarins er fyrir löngu orðið fullnýtt, auk þess sem það er alltof lítið. Utanhússaðstaða er og varla nefnandi á ísafirði. Á félagssvæði Héraðssam- bands Vestur ísfirðinga er þó töluvert gert til þess að stuðla að árangri í frálsum íþróttum þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Héraðssambandið hefur undanfarin sumur haft á sínum snærum þjálf- ara og haft skipulagðar æf- ingar fyrir frjálsíþrótta- menn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.