Vestfirska fréttablaðið - 31.03.1978, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 31.03.1978, Síða 1
díétíaMaÁiÁ ísafjöröur 31.mars 1978 — 4. árgangur — 6. tölublað Stakir dömujakkar * Stakir herrajakkar Fermingarfötin Stúlkur — Drengir Afgreiöslan á ísafjaröarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aöalstræti 24, sími 3410 FLUGFELAG 1HFTI Flfílfí ^ /SLA/VDS Verslunin ísafirði sími 3507 Gerlarannsóknarstofa á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins Um áramót hófst vinna viö innréttingu gerlarannsóknarstofu viö útibú Rannsóknar- stofnunar fiskiönaöarins á ísafirði. Flest tæki og áhöld hafa nú verið sett upp í stofunni og tekur hún til starfa nú í vikunni. Jón Jóhannesson, efnafræðingur á efnarannsóknarstofunni. Sigurlinni Sigurlinnason, gerlafræðingur á gerlarannsóknar- stofunni. Gerlarannsóknarstof- unni er ætlað að annast helstu gerlamælingar á sjávarafuðrum, svo sem heildargerlatalningu, á- samt kólígerla og stafylok- okkagreiningu. Aðrar gerlaathuganir mun stofan annast, eftir því sem efni standa til. Starfsemin hefst með úr- vinnslu sýna frá rækju- vinnslustöðvunum. Sam- starf verður haft við fiski- matsmenn á staðnum um sýnatöku. Heilbrigðiseftir- lit mun væntanlega not- færa sér aðstöðuna og verð- ur samstarf einnig haft við þessa aðila. Öllum er frjálst að senda sýni til rannsókna. Verð á rann- sókn er sem stendur 2-3 þús. krónur fyrir hvert sýni, og fer eftir því hve ýtarleg rannsóknin er. Gerlarannsóknarstofan er búin öllum helstu tækj- um sem þarf til venju- bundinna gerlarannsókna. Má þar nefna þrýstisjóðara til dauðhreinsunar. I sjóð- aranum eru öll næringar- Framhald á 4. afðu Sólrisuhátíð Listafélags Menntaskólans á ísafirði Dagana 5. til 12, mars s.l. hélt Listafélag M.í. sína ár- legu Sólrisuhátíð. Sólrisuhá- tíðin er orðin fastur liður og kærkominn í menningarlífi bæjarins og eiga aðstand- endur hennar heiður skilinn fyrir þetta framtak. VF hafði samband við formann Listafé- iag M.Í., Arndísi og spurði frétta af nýlokinni „Sólrisu". „Hvernig finnst þér hafa tekist til með Sólrisuhátíð- ina að þessu sinni?“ „Bara vel. Að vísu varð röskun á auglýstri dagskrá strax i upphafi og kom það sér illa fyrir marga. Það er erfitt að treysta á sam- göngurnar hér, eins og allir vita, en við það verðum við bara að sætta okkur.“ „Hvað hefur undirbún- ingur hátíðarinnar staðið lengi?“ „Hann hefur staðið allt frá áramótum. Framan af var ég aðallega ein í þessu sem formaður Listafélags- ins, en undir lokin hafa stýrimenn klúbbanna og stjórn skólafélagsins verið með mér í þessu.“ „Út frá hverju er gengið, þegar efni er valið á hátíð sem þessa? „Það er reynt að hafa það sem fjölbreytilegast - tónlist, leiklist, myndlist, bókmenntir og kvikmynd- ir. Eins reynum við að miða dagskrána við sem breiðastan aldurshóp. Annars er ég hrædd um, að dagskráin hafi e.t.v. höfðað frekar til ungs fólks að þessu sinni. Leikritið Rauðhetta, sem vera átti í upphafi hátíðarinnar og sem einkum var hugsað sem dagskrárliður fyrir þá yngstu, gat t.d. ekki komið inn í dagskrá hátíðarinnar fyrr en hún var að verða búin.“ „Þú minnist á sam- Framhald á 4. afðu A skírdag var hið fegursta veður, og voru þá hundruð ísfirö- inga og annarra gesta 43. Skíðavikunnar á Seljalandsdal.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.