Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUCFÉLAC /SLAMDS LOFTLEIDIfí Verslunin □ Rifflaðar flauelsbuxur □ Denirn buxur □ Bolir - Blússur □ Vesti - Bindi □ Léttir stuttjakkar □ Canvas buxur Isafirði sími 3507 Um síðustu helgi sendi Bæjarstjórn Bol- ungarvíkur frá sér eftirfarandi Ályktun um samgöngumál Samgöngur á sjó. Ljóst er, samgöngur við núverandi aðstæður að vetrarlagi eru á þann veg að einvörðungu verður að treysta á vöruflutninga á sjó yfir háveturinn til hafna á Vestfjörðum. Bæjarstjórn Bolungar- víkur fagnar því þeirri við- leitni forstjóra Skipaút- gerðar Ríkisins að endur- skoða og endurskipuleggja ferðir Skipaútgerðarinnar með það í huga að auka tíðni ferða og fá fram hag- kvæmni í rekstri fyrirtækis- ins. Þess verði þó gætt við enn frekari endurskoðun að þjónustan við hinn smærri byggðarlög skerðist ekki frá þvi sem áður var. Samgöngur á landi Norður-svæði Vest- fjarða, þar sem býr um helmingur Vestfirðinga er ekki í tengslum við aðal- vegakerfi landsins um 4-6 mánaða skeið. Undanfarn- ir 2-3 vetur hafa verið fremur snjóléttir. Ljóst er að með frekari uppbygg- ingu vega og aukinni tæknivæðingu og stórvirk- ari snjómoksturstækjum en áður þekktust, er hægt að lengja aksturstíma sam- gangna á landi verulega frá því sem nú er. Nú er til dæmis akfært um allt Isafjarðardjúp. Eini farartálminn á akst- ursleið Norðursvæðisins við Reykjavík er Þorska- fjarðarheiði sem er um 20 km. á milli brúna. Það er álit Bæjarstjórnar Bolungarvíkur að ekki verði lengur við unað né hjá komist að ákveða vega- stæði og tengingu Djúp- vegar við aðalvegakerfi Framhald á 14. síðu Vestfirskir línusjómenn mótmæla verðákvörðun ,,Viö undirritaöir sjó- menn á Vestfjörðum mótmælum harölega síöustu verðákvörðun Verölagsráös sjávarút- vegsins á steinbít. Þar sem við teljum aö for- sendur fyrir veröá- kvöröun þessari séu ekki réttar, skorum viö á ríkisvald og verö- lagsráð aö hlutast til um, aö nýtingarkönn- un á steinbít í vinnslu fari fram hér á Vest- fjöröum, á vegum Rannsóknarstofnunar Fiskiönaöarins og Þjóöhagsstofnunar á þessari vertíð. Við viljum benda á, aö í 2 - 2Vi mánuö á hverri vetrarvertíð línu- báta á Vestfjöröum fiskast nær eingöngu steinbítur. Framhald á 14. SÍðu Þau sóttu Andrésar Andar-leikana. Hluti ísfirsku og bolvíksku þátttakendanna. S|á bls. 13. Miklar hafnarbætur í Bolungarvík í sumar Nú er hafin vinna við hafn- arbætur í Bolungarvík, sem miða að því að bæta aðstöðu til loðnuiöndunar og útskip- unar afurða frá Síldarverk- smiðjunni í Bolungarvík. Dæluskipið Hákur vinnur nú við dýpkun f höfninni við svo- nefndan Grundagarð og í innri höfninni. Grettir, dýpk- unarskipið, mun svo koma síðar og Ijúka verkinu. Ætlun- in er að ramma niður fimmtíu metra langt stálþil við Grundagarð i sumar. Verður það löndunar og viðlegupláss fyrir loðnuskip. Framhald á 3. síðu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.