Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 2
2 útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Ólafur Guðmundsson. Prentun: Prentstofan (srún hfÍsafirði Þótt fólksfjölgun á Vestfjöröum hafi á siðastliðnu ári verið meiri en meðaltals- fjölgun á landinu öllu, vantar þó stöðugt fleira fólk til starfa í hinum ýmsu grein- um atvinnulífsins. Góðæri það, sem hér ríkir og hefur ríkt undanfarin ár til lands og sjávar, veldur því að æ fleira ungt fólk vill nú setjast að hér í sinni heimabyggð og tækifærum til þess fjölgar stöðugt með vaxandi fjölbreytni í atvinnulífi. Töluverð brögð eru og að því að fólk úr öðrum landshlutum vill flytjast hingað. En vandi þess fólks, sem hér vill hefja störf er þó nokkur. í viðtölum við sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum kemur hvarvetna í Ijós, að það er húsnæðisskorturinn, sem á drýgstan þátt í því að fólksfjölgunin er ekki meiri en raun ber vitni, þráttfyrir næga og góða atvinnu. Þetta er vandi, sem leysa verður með skipulögðu átaki, röggsamlega. Við verðum að ætlast til þess að sveit- arstjórnir í fjórðungnum vinni að lausn þessa vandamáls þannig, að fram- boð íbúðarhúsnæðis sé ekki minna en svo að það fullnægi eftirspurn. Nauð- synlegt er að leggja meira kapp á bygg- Hér er næg atvinna en skortur á íbúðarhúsnæði ingu íbúða í fjölbýlishúsum, sem gætu verið til leigu og/eða sölu á viðráðan- legu verði til þess að gera fólki hægara um vik, er það vill setja sig niður á Vestfjörðum. í forystugrein, sem Ásgeir Erling Gunnarsson, viðskiptafræðingur skrifaði í Vestfirska fréttablaðið í september sl., í (j2? 'PíM'iAÍm ---------------------------f Jn'/jaÁhuHti greinaflokki sínum Viðreisn Vestfjarða, setti hann fram í fjórum liðum þá stefnu, sem við teljum að fylgja beri í þessum málum. A) Útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis með skipulegum aðgerðum. B) Byggingu verkamannabústaða og íbúða fyrir aldraða og aðra er ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa eigið húsnæði á frjálsum markaði. C) Byggingu leiguíbúða, sem nýttar verði fyrst og fremst í þeim tilgangi að auðvelda fólki að flytjast til Vest- fjarða. D) Auknum tækniframförum í bygg- ingariðnaði með stuðningi og skiln- ingi á þörfum vestfirskra fyrirtækja í byggingariðnaði. E) Að séð verði fyrir úrvali byggingar- lóða fyrir byggingarfyrirtæki og ein- staklinga. Vestfirskafréttablaðið vill nú skora á sveitarstjórnarmenn á svæðinu að leggja á það aukna áherslu að byggja upp íbúðarhúsnæði og stuðla þannig á raunhæfan hátt að takmarki okkar allra: VIÐREISN VESTFJARÐA Vegghúsgögn — Kommódur — Skrifborð — Stereóbekkir VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA LÁGT OPIÐ TIL KL. 61 DAG Húsgagnadeild Sími 28601 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 ClKvrolet Nova Custom'78 Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljónir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. Áskriftarsími 27022. Opið til 10 í kvöld. Umboðsmaður á ísafirði: Úlfar Ágústsson sími 3167 Umboðsmaður í Bolungarvík Anna J. Hálfdánardóttir Völusteinsstræti 22, sími 7195 Umboðsmaður á Patreksfirði: Björg Bjarnadóttir Sigtúni 11, sími 1230 Umboðsmaður á Bíldudal: Hrafnhildur Þór Dalbraut 24, sími 2164 s BBUWIÐ frjálst, úháð dagblað

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.