Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 3
...Jóhann Orð í eyra Vorið er komið „Vorið er komið og grundirnar gróa“ (göturn- ar eru fullar af skít). Þegar ég leit út snemma morguns á sunnudag fór ekki hjá því, að innra með mér vaknaði vorstemmning. Hin gamalkunna og sí- gilda vorvísa Jóns Thor- oddsen skaut upp kollin- um og þegar mér varð hugsað til ritstjóra þessa blaðs og loforðs míns um að pára nokkrar línur, á- kvað ég að færa mér í nyt vorstemmninguna. (Það er aftur á ábyrgð ritstjórans að hafa á nýjan leik hleypt mér inn á síður blaðsins eftir langa fjarvist). Vorið er tími gróandans og það hefur góð áhrif. Jafnvel í hinu daglega amstri segja menn að ,,nú sé vor í lofti“ þegar fyrir- sjáanlegt er að hlutirnir fari að ganga betur. Skipt- ir þá árstíðin ekki máli. Vorið örvaði andann og skáld fyrri tíma ortu um það ljóð með orðfæri sem við skiljum (Þar fyrirfund- ust ekki malbikuð hjörtu og vindurinn fór ekki i gegnum sjálfan sig og kom út hinumegin) Og vorverk- in hófust. Eitt af því sem tilheyrði vorverkunum a.m.k. hér áður fyrr var að taka til í kringum sig, ditta að utan- húss, þrífa lóðina, fjarlægja drasl er safnast hafði fyrir yfir veturinn. Þannig þótti tilhlýðlegt að tekið væri á móti sumrinu þegar „vor- boðinn ljúfi“ hafði ýtt burt vetrardrunganum. Að kveða gömlu vísuna aftur Ég verð að viðurkenna að jaað var með hálfum huga að ég hnýtti ,„sviga- setningunni“ aftan við upphaf vorvísunnar. Er þó í góðum tilgangi gert. Eg hefi áður drepið á um- gengni í bænum og þrif í “orði“ mínu og mér finnst satt best að segja ekki van- þörf á, að kveða gömlu vísuna aftur. S.l. sumar létu félagssamtök sig málið varða, en almennur áhugi bæjarbúa varð ekki sýni- legur. Augljóst er að bær- inn kemur mjög óþrifaleg- ur undan vetrinum og til að þar verði um bætt svo um muni þarf samstöðu. Bæjarfélagið verður að ganga á undan. Hvernig væri t.d. að setja nú strax upp ruslafötur? (Þær urðu fáar í fyrra) Og hvernig væri nú að við sjálf hreins- uðum til á stéttinni og göt- unni fyrir framan eigið hús? Það er tiltölulega létt verk að halda bænum þrifalegum ef allir hjálpast að. „Vilji er allt sem þarf‘ var einu sinni sagt og þau orð eru í fullu gildi. Að sjá fegurðina En látum vorboðann lyfta huganum. Eitt af því sem hrjáir mannskepnuna í nútímanum er hraðinn, sem aftur leiðir m.a. af sér hversdagsleikann. Þú gerir hlutina af vana og telur sjálfsagt að þetta eigi að vera svona og svona og hafi alltaf verið. Þú hættir að líta í kringum þig. Um- hverfið verður bakgrunnur sem líður hjá án þess þú takir eftir því, hvað þá þú gefir gaum þeirri fegurð, sem þar kann að leynast. Nokkuð hefir aukist að hér séu haldnar málverka- sýningar og minnist ég með ánægju sýningar að loknu myndlistarnám- skeiði á nær liðnum vetri, þá vil ég nefna sýningar Margrétar, Svölu og Jóns, sem sýndu að víða leynast góðir kraftar. Fyrir tilviljun átti ég leið á bæjarskrifstofurnar fyrir skömmu. Fyrir utan hugguleg húsakynni skilst mér að þar sé að finna og sjá svo til allar myndir í eigu Listasafns ísafjarðar. Það eru margar afbragðs myndir. Ekki hefi ég á móti því að starfsfólk bæj- arskrifstofunnar fái að njóta daglega þess unaðar, sem falleg mynd getur veitt, en hitt datt mér í hug, að gjarnan mættu fleiri augum líta. Hvernig væri t.d. að hengja nokkrar myndir upp á sjúkrahús- inu og elliheimilinu? Já, og í skólunum? Með hæfi- legu millibili er hægt að skipta um myndir. Vist- mönnum elliheimilis og sjúkrahúss yrði þetta vafalaust kærkomið og börn þurfa að læra að um- gangast listaverk. Sköpun- argleði barna er í velfelst- um tilfellum nokkuð mikil og fallegar og vel gerðar myndir ættu að hafa góð áhrif. Mér finnst ómaksins vert að forráðamenn bæj- arins og Listasafnsins íhugi málið. Sumardagurinn fyrsti er í nánd. Sumarkoman er ætið tilhlökkunarefni ekki síst hjá börnum. Vonandi færir sumarið okkur áfram- haldandi uppbyggingu í bæjarfélaginu, uppbygg- ingu sem hlýtur að miðast við það af fremsta megni, að hér geti þróast fagurt og gott mannlíf ungum sem öldnum til blessunar. .jóhann Hafnarstræti 7 ísafirði Sími3166 (------------ THORNYCROFT BÁTAVÉLAR! 1 ©P. STEFANSSON HF. I ...... -. Raf hf. Bílabúð Höfum dempara í eftirtalda bíla: Chevrolet og marga aðra ameríska bíla Einnig: DATSUN FIAT FORD, ameríska enska og þýska LADA MAZDA 616 og 818 MOSKWICH OPEL LAND-ROVER RANGE-ROVER SAAB SKODA TOYOTA VOLGA VOLKSWAGEN WILLYS VOLVO Raf hf. ísafirði sími 3279 Fasteignii til sölu \ X C Stórholt 13. 4ra herbergja JÍ íbúð með eða án bílskúrs. T Afhendist tilbúin undir tré- X verk og málningu eigi síðar ven1. maí 1979. X X ^ Austurvegur 1. 3x 90 fer- metra hús á besta stað í X bænum. Tvær neðri hæðir X lausar til afnota með X skömmum fyrirvara, en sú X efsta um næstu áramót. X X X Fjarðarstr. 38. Lítil 4ra her- X bergja íbúð á efstu hæð. Jv Selst ódýrt ef samið verður fljótt. X í Vantar á söluskrá fasteignir X af öllum gerðum um alla N* X Vestfirði. N* Arnar G. Hin- riksson hdl. Aðalstræti 13, sími 3214 — Miklar hafnarbætur Aformað er að setja upp löndunardælur, sem dæla eiga loðnu úr skipum, beint í þrær verksmiðjunn- ar. Þá er og fyrirhugað að koma upp útbúnaði til þess að skipa út lausu mjöli með dælum. Með tilkomu löndunar og viðleguplásss við Grundagarð telja Bolvík- ingar að miklu rýmra verði um minni báta í höfninni en áður, en þrengsli hafa verið við trébryggjuna þeg- ar loðnuskip hafa verið í höfninni. ás. Framleiðum vandaða PANEL-miðstöðvarofna Teiknum miðstöðvarkerfi STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR — FÖST VERÐTILBOÐ OFNASMIÐJA VESTFJARÐA SÍMI 3903, — ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.