Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 7
7 (J£'JtyíMri Úthluta lóðum fyrir tíu einbýlishús og halda áfram byggingu sundlaugarinnar „í vor hefur veriö út- hlutað lóðum hér á Flateyri til byggingar tíu einbýlishúsa" sagði Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri í viðtali við Vestfirska fréttablaðið. „Hér er næg atvinna og mikil eftirspurn eftir hús- næði." „Við höfum úthlutað Hendrik Tausend lóð, en hann hyggst reisa iðnaðar- húsnæði og hefja hér mat- vælaframleiðslu. Þá hefur Aðalsteini Vilbergssyni (Allabúð) verið úthlutað lóð fyrir verslunarhús, sem hann áformar að reisa.“ Kristján sagði blaðinu að í sumar yrði haldið á- fram vinnu við byggingu sundlaugarinnar, en hún var hafin á síðasta ári Nú verður steyptur upp sá hluti byggingarinnar, þar sem verða böð, búnings- klefar og andyri. Sund- laugarkerið var keypt áður og verður það sett niður í sumar. Á vegum hreppsins verður einnig unnið að vatns og frárennslislögnum og byggðar tvær götur í ein- býlishúsahverfi. ás. Þjálfa á ísafirði og í Reykjavík Átta af liðsmönnum K.R.Í. stunda skólanám í Reykjavík og fer undirbúningsþjálfun þeirra fram þar undir stjórn Frímanns Sturlusonar, en Tryggvi Sigtryggs- son sér um þjálfun þeirra sem eru hér heima. Gísli Magnússon, aðal- þjálfari II. deildarliðs K.R.Í. dvaldi á ísafirði um páskavikuna og hafði æf- ingar með liðinu tvisvar á dag, alla daga nema þriðjudag, en þá fóru knattspyrnumenn í útskip- un í Brúarfoss, sem hér lestaði fisk, til fjáröflunar fyrir knattspyrnuráð. A miðvikudagskvöld gengu svo knattspyrnumenn í hús á ísafirði og seldu blóm. Af þessu tvennu hafði K.R.Í. um 750 þús. krónur í tekj- ur. Um næstu helgi mun lið K.R.I. leika þrjá leiki við Iið syðra til undirbúnings fyrir keppnistímabilið. Is- landsmótið í II. deild hefst 13. maí, en ísfirðingar leika sinn fyrsta leik í því 20.5. við Hauka í Hafn- arfirði. Um hvítasunnuna er fyrirhugað að fá hingað utanbæjarlið til æfingar- leikja við heimamenn, verði Torfnesvöllurinn kominn í leikhæft ástand. Formaður K.R.I., Ólafur Þórðarson, kvaðst fagna því að nú væri á fjárhagsá- ætlun ísafjarðarkaupstaðar 20 millj. króna fjárveiting til framkvæmda við í- þróttasvæði og sagðist hann vona að nú yrði loks af framkvæmdum við völl- inn. Undanfarin fimmtán ár, sagði Ólafur, hefðu ver- ið á fjárhagsáætlun smá- upphæðir til svæðisins, sem svo jafnvel ekki hefðu verið nýttar, og fram- kvæmdir við völlinn því að mestu legið niðri. Er nú svo komið að K.R.Í. eitt allra liða í II. deild er til þess neytt að bjóða upp á malarvöll til heimaleikja sinna í íslandsmóti. ás. Munið fermingargjafaúrvalið í Neista Vidhöfum fleira engódaiunat Notfærið ykkur okkar hagstæðu vetrarverð og gistið bergstaðastR/íti 37 > h)arta borgarinnar. Sérstakt simi 2iou afsláttarverð fyrir hópa. ÚTI ER VETUR - HJfl OKKUR ER VOR f§ Mynta 9Iura 1 Depla Smæra Við bjóðum BLÓMALÍNURNAR frá HAGA í nýjum og fjölbreyttari búningi. % hagi nr Glerárgötu 26 Akureyri sími 96 21507 Suðurlandsbraut 6 Reykjavik sími 91 84585

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.