Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 14
Er bíllinn í lagi? Vorum að taka upp varahluti í Volvo, Cortina, Hillman, Bronco, Excort, Fiat og fleiri bíla. □ SPINDILKÚLUR □ STÝRISENDA □ HANDBREMSUBARKA □ BREMSUKLOSSA □ ÞURRKUBLÖÐ □ STÝRISCOVER □ AURHLÍFAR □ SPEGLA □ PÚSTSTÚTA □ KRÓM Á BRETTI OG ÝMISLEGT FLEIRA Smurstöðin opin allan daginn Pantið tíma í síma 3379 Bíiaverkstæði ísafjarðar — Nokkrar spurningar til stjórnar Félagsheimilisins Þess er óskað að hún svari eftirfarandi í þessu blaði hið fyrsta. 1. Hverjir eru eignaraðilar að Félagsheimilinu Hnífs- dal í dag? 2. Hver var heildarvelta þess, árin 1975-1976-1977? 3. Hversu háum upphæð- um hafa launagreiðslur heimilisins numið framan- talin ár? 4. Hver varð hagnaður Fé- lagsheimilisins á þessum umgetnu árum. 5. Er langt í land að hægt verði að gera sviðið hæft til leiksýninga, og annara menningarlegra afnota? 6. Eru það áform stjórnar- innar, að húsið verði áfram skrallhús af lægstu gráðu? 7. Hefur stjórnin, leigt, selt, eða lánað, Félags- heimilið ákveðnum aðilum til rekstrar? 8. Er heimilt að láta almenna dansleiki standa til kl. 2 e.m. aðra daga en laugardaga? Helgi Björnsson Bakkavegi 3, Hnífsdal. Orðrómur er ekki sann- ur, fyrr en honum hefur verið neitað opinber- lega. ATVINNA Kofri hf, Olfsá óskar að ráða tækjamenn og suðumenn. Helst vana menn. upplýsingar í síma 3903 eða 3038 Kofri hf, Úlfsá -^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^ — Línusjómenní mótmæia { sirra er komin í bæinn. í * Vestfirska fréttablaðið hafði fregnir af því að Sigrún Grímsdóttir væri komin til bæjarins, en hún hefur dvalið við skíðakennslu í austurrísku Ölpunum í vetur. í fylgd með henni er austurrísk, stúlka, sem einnig er skíðakennari, en þær stöllur ætla nú að efna til skíðakennslu fyrir yngsta skíðafólkið í bænum. Fyrirhugað er 10 daga námskeið og hefst það næstkom- andi föstudag. Rútuferðir verða skipulagðar úr og í bæinn í tengslum við námskeiðið, en áætlað er að hver nemandi fái um 20 tíma kennslu. Vestfirska fréttablaðið fagnar þessum góðu fréttum og býður Sigrúnu og hina austurrísku stúlku velkomna til starfa. Með óbreyttri stefnu verðlagsráðs, þar sem hlutfall steinbítsverðs miðað við þorsk og ýsu fer versnandi ár frá ári, er stefnt að því að sjómenn leggi niður steinbítsveiðar með línu, og snúi sér að neta- og botnvörpu- veiðum, og auki þann- ig sóknarþungann á þorskinn.“ Vestfirskir línusjómenn hafa sent verðlagsráði sjáv- arútvegsins og sjávarút- vegsráðherra svohljóðandi mótmæli vegna síðustu verðákvörðunar á steinbít: f tilkynningu frá verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins í Lögbirtingablaðinu nr. 16 frá 24. febrúar s.l. um verðgrunn fyrir freðfisk á tímabilinu 1. jan. til 31. maí 1978, kemur m.a. fram eftirfarandi: „Verð á þorski pökkuðum í 10X5 er kr. 297,37 pr. Ibs. ( = 655 kr. pr. kg.) Steinbítur í samskonar pakkningar er á kr. 327,36 pr. lbs. ( = 721 kr. pr. kg.)“ Til samanburðar má benda á að skiptaverð á þorski fyrir sama tímabil er hæst kr. 95. pr. kg. fyrir óslægðan fisk, en á steinbít kr. 53 pr. kg. óslægður. Samkvæmt ofanrituðu er ljóst að hið lága verð á steinbít hlýtur að stafa af lélegri nýtingu í vinnslu. Línusjómenn draga í efa, að nýtingarmismunur á þorski og steinbít sé svo mikill að hann réttlæti þennan verðmismun. Þess vegna fara þeir fram á nýt- ingarkönnun á steinbít eins og fram kemur í mót- mælum þeirra. (Fréttatilkynning) Leiðtogi er maður, sem með góðum talanda tal- ar til fólks, með misgóð höfuð. Þú getur alltaf þekkt fs- lending við nautat. Það er sá sem heldur með nautinu. Lyfseðlar eru skrifaðir á ólæsilegri latínu, en reikningarnir á skýrri og læsilegri íslensku. Ilmvatn er vökvi, sem konur nota þegar þær heilaþvo karlmenn. landsins, hefja þegar fram- kvæmdir og skapa þannig jafnrétti í samgöngum milli landshluta. Samgöngur í lofti Óhindraðar flugsam- göngur eru nú orðið ein af megin forsendum fyrir bú- setu og eðlilegri byggða- þróun. Má ljóst vera að ástand sem jafnan skapast Ef konan þín vill læra á bíl, þá stattu ekki í vegi fyrir henni. þegar ekki er hægt, vegna anmarka Isafjarðarflug- vallar, að halda uppi eðli- legum flugsamgöngum krefst þess að tekin verði ákvörðun um byggingu varaflugvallar fyrir ísa- fjarðarflugvöll sem fyrst, og skorar því Bæjarstjórn á allsherjarnenfd, að hraða afgreiðslu ályktunar um flugsamgöngur á Vest- fjörðum. Eimskipafélag íslands AÐALFUNDUR Aöalfundur H.f. Eimskipafélags íslands veröur haldinn í fundarsalnum í húsi féiagsins í Reykjavík fimmtudaginn 18. maí 1978, kl. 13,30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein sam- þykkta félagsins. 2. Tiilögur til breytinga á samþykktun féiagsins samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögurkoma fram). 3. önnur mál, löglega upp borin. Aögöngurniöar aö fundinum veröa afhentir hluthöfum og umboösmönnum hluthafa á skrif- stofu félagsins, Reykjavík 12-17. maí. Reykjavík, 20. mars, 1978 STJÓRNIN. O — Ályktun bæjarstjórnar Bolungarvíkur

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.