Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 15

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 15
tSU>lfav(a<)w _ .15 — Stofnaö félag áhugaljósmyndara Markmiðið með þessari félagsstofnun er að veita félögum og öðrum fræðslu og tilsögn í ljósmyndun. Einnig var á fundinum rætt um að koma upp vinnuaðstöðu með góðum tækjabúnaði, til afnota fyr- ir félagsmenn. Á framhaldsstofnfundi félagsins, sem haldinn verður næsta mánudag, verða lögð fram drög að lögum fyrir félagið, en nefnd var kosin til að und- irbúa það. Þá mun Leó Jóhannsson, ljósmyndari flytja erindi og veita til- sögn í meðferð myndavéla. Aðeins eitt félag áhuga- ljósmyndara mun vera starfandi á landinu fyrir, það er í Reykjavík. Ljósmyndaklúbbar eru þó starfandi sumstaðar í skól- um og á vegum ýmissa aðila að æskulýðsstarfi, að sögn Jóns Hermannssonar, sem á fundinum var kjör- inn fyrsti formaður félags- ins. Aðrir í stjórn voru kosnir þeir Þröstur Jó- hannesson, gjaldkeri, og Geir Sigurðsson, ritari. ás. Næsti fundur félagsins verður mánudaginn 17. apríl kl. 20,30 lí húsakynnum Iðnskólans. árs til byggingar íþróttahúss, sem á að rfsa í tengslum við sundlaugina. Áformað er að það verk verði boðið út á þessu ári. Þá er fyrirhugað að hefja vinnu við endurbyggingu vatnsveitu kaupstaðarins á © Þessi ágæti Willys jeppi er til sölu Upplýsingar hjá Ara í síma 3583 Hafa sýnt Skjaldhamra leikur Kormák og Margrét Friðriksdóttir, sem leikur Leftenantinn. Með önnur hlutverk í leikritinu fara þau Örn Gíslason, Sævar Guðjónsson, Eyjólfur Ell- ertsson og Ása Jóna Garð- arsdóttir. ás. © — Rannsókn vegna inganna, þar sem úrslit höföu þá ekki enn fengist í málinu. Guðmundur skilaði hreppsnefndinni skýrslu um stöðuna skömmu seinna og í framhaldi af því fór hreppsnefnd Flat- eyrarhrepps fram á það við Félagsmálaráðuneytið að það tæki að sér að sjá um rannsókn og uppfærslu reikninganna. Ráðuneytið skipaði til starfsins, þá Guðmund Jó- elsson og Þórð Gíslason. f janúar sl. lágu svo fyrir frá þeim reikningar áranna 1975 og 1976, ásamt skýrslu um málið. Skýrsla þessi er enn trúnaðarmál og verður hún ekki gerð opinber fyrr en hrepps- reikningar liggja fyrir til áramóta 1977 - 1978. Von- ir standa til að það verði nú í þessum mánuði eða næsta og verður hún þá væntanlega kynnt á borg- arafundi. ás. Gjafavörur ★ Styttur Tölvur ★ Kvenúr Karlmannsúr Ótrúlega mikið og fallegt úrval af eyrnalokkum Gjöriö svo vel aö líta inn! Axel Eiríksson, Úra og skartgripaverslun Aöalstræti 22 ísafiröi, sími 3023

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.