Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 2
2 Á aldarafmælisári ísafjarðarkaupstaðar var það mál manna víða um land, að vart gæti að líta þrifalegri og snyrtilegri bæ hérlendis. Það er því miður liðin tíð. Nú er svo komið, tólf árum seinna, að hvar- vetna blasir við í bænum næsta algert hirðuleysi og sóðaskapur í umgengni. Enn er þó von Þó er ekki vonlaust um, að vitund ísfirðinga megi vakna um það að þetta þarf ekki að vera svona. í síðustu viku mátti til dæmis sjá að hafin var götu- hreinsun í miðbænum, og göturnar hreinsaðar með vatni. Þá hefur blaðið hlerað að bæjarsjóður hafi fest kaup á tæki sem til þess er ætlað að sópa sand og ryk af götum og gangstéttum, því það hefur sýnt sig að ekki nægir að sprauta vatni á þær einu sinni á ári! í viðtali við forseta bæjarstjórnar hér í blaðinu nú, kemur fram að áformað er að koma upp hér á ísafirði tækjum til olíumalarblönd- unar. Má þá ef til vill vænta þess að haldið verði áfram við að leggja götur bæjarins bundnu slitlagi. En þrátt fyrir áform um áframhaldandi slitlagsbindingu gatna, má alls ekki dragast að lagfæra malbikið, sem er orðið meira og minna ónýtt á götum eyrarinnar. Þá má og benda á nauðsyn þess að hefta sandfok af svæðinu sunnan Hafnarstrætis, en þaðan kemur drjúgur hluti þeirra óþrifa, sem safnast fyrir á götum bæjarins, ann- arra en þeirra, sem stafa beint af illri umgengni. Frumkvæði borgaranna mikilvægt A síðastliðnu sumri tóku íbúar húsa við ýmsar götur kaupstaðarins sig saman og þrifu göturnar sjálfir, með tækjum, sem þeir fengu frá slökkviliðinu og bænum. Hreinsunarherferðin „Takmarkið er: Hreinn bær“, sem nú stendur fyrir dyrum kemur vonandi slíkri hreyfingu af stað aftur nú í sumar. Þessu þarf svo að fylgja rækilega eftir með bættum umgengnis- venjum. Nauðsynlegt er að setja upp sorpílát við aðalgötur bæjarjns og al- menningsálitið þarf að fylgja því eftir að þau verði séð í friði af spellvirkjum og notuð eins og við á. Sl. sumar var eitt' -EITT- sorpílát sett upp í bænum. Von- andi verða þau fleiri nú. EINU SINNI VAR Umferðarmerking Sl. haust var á það minnst hér í blaðinu að umferðarmenningu væri mjög áfátt á ísafirði. Þá vantaði fjörtíu og tvö umferð- armerki við götur bæjarins. Ekki hefur enn orðið vart verulegra úrbóta í þessu efni. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í bænum hefur borið þetta mál mjög fyrir brjósti og hafa konurnar m.a. ritað bæjar- yfirvöldum bréf um þetta efni. Einnig hafa þær tekið þátt í aðgerðum lögreglunnar til þess að fá vegfarendur til að hlýða settum reglum. Enn er ekki sjáanlegur verulegur árangur af þessu, en gott fram- tak - meira af slíku! Hótel ísafjörður Hótel ísafjörður hf. hélt aðalfund sinn sl. laugardag. Sorglegt er að fregna það- an að félagið hefur neyðst til að draga úr áformum sínum um byggingu hótels vegna fjárskorts. ísfirðingar eru orðnir langeygir eftir því að fá hér boðlegan samkomusal, og vonuðust flestir eftir því að með tilkomu hótelsins yrði loks sarf- ræktur hér alvöru veitingastaður, þar sem fólk yfir tvítugt ætti þess kost að koma saman til gleðskapar á mannsæmandi hátt án mikillar fyrirhafnar. Að vísu er fyrir hendi ágætis húsnæði til slíkra hluta þar sem Félagsheimilið Hnífsdal er, en rekstr- arform þess húss er með þeim hætti, að það er fyrst og fremst sótt af unglingum auk þess sem félagsheimilin hafa tak- markað veitingaleyfi. Því miður virðist svo, sem áhugi almennings á því að hér geti risið hótel með viðunandi gistirými og mannsæmandi veitingaaðstöðu sé meiri í orði en í verki. Enn um húsnæðisskort Að undanförnu hefur það verið að koma æ betur í Ijós að hér ríkir töluverð þensla á vinnumarkaði. Á framkvæmda- áætlun bæjarsjóðs - ef staðið verður við hana - þykjast glöggir menn sjá, að sú þensla muni enn aukast á næstunni. Ekki myndi þó skorta hér vinnuafl svo mjög, ef fyrir hendi væri nægilegt framboð leigu- húsnæðis og íbúða til sölu á viðráðan- legu verði. Nauðsynlegt er að bregða við hart í þeim efnum og bæta úr því vandr- æðaástandi sem stendur vexti kaup- staðarins fyrir þrifum. Bæjaryfirvöld þurfa nú, sem aldrei fyrr, að ganga að lausn þessara mála af snerpu og áhuga. Þeim ber skylda til að vinna með þeim aðilum, sem hafa vilja og bolmagn til að framleiða slíkar íbúðir fyrir almennan markað, auk þess sem nauðsynlegt er að fylgja eftir áformum um byggingu leiguíbúða og verkamannabústaða á vegum hins opin- bera. TIL SÖLU Citroen DS Special árg. 1973 Ekinn 49 þús. km. Upplýsingar gefur Óskar Eggertsson símar 3092 og 3082 íbúð Tíl sölu er þriggja herbergja íbúð að Engjavegi 33, ísafirði TILBOÐ ÓSKAST Allar upplýsingar gefa: Rúnar Grfmsson, sími 3892 Arnar G. Hinriksson, sími 3214 Bílaverkstæði ísafjarðar hf., ísafirði Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum GLEÐILEGS SUMARS og þökkum samskiptin á liðnum vetri. NÝKOMIN STÓR SENDING AF TIMBRI Mótatimbur og plankaviður af flestum stærðum Afgreiðum steinsteypu Beint á byggingarstað Garður hf. Vesttak hf STEINIOJAN HF. 1 VESTTAK HF. I* ÍGAROURH JÓN ÞÓnOARSON

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.