Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 9
 9 Á föstudaginn verður opn- uð véla og varahlutaverslun hjá Vélsmiðjunni Þór hf. á fsafirði. Vélsmiðjan hefur sölu- og þjónustuumboð fyrlr P. Stefánsson hf. og Heklu hf. í Reykjavík. Áformað er að hafa ávallt fyrirliggjandl helstu varahluti í bifreiðar og vélar, sem þessi fyrirtæki flytja til landsins. Það sem ekki reynist kleift að hafa á lager, mun verslunin útvega með skömmum fyrirvara. ««S4 Verslun með vélar og bifreiðavarahluti Sem kunnugt er flytur P. Stefánsson inn bifreiðar og vélar frá Leyland verk- smiðjunum í Englandi. Einnig írskar Hydromarin smábátavélar 12-25 hest- afla. Helstu bifreiðateg- undir frá Leyland eru Range-Rover, Land- Rover, Austin mini, Aust- in Allegro og Morris Mar- ina, svo og Leyland vöru- bílarnir. Frá Heklu hf, er helst að nefna Audi, Pass- at, Volkswagen Golf, auk Volkswagen sendibíla og bjöllunnar gamalreyndu. Sagði Grétar Pétursson, verslunarstjóri að verslun- in myndi kappkosta að veita sem fullkomnasta þjónustu og myndi hún í framtíðinni hafa á boðstól- um flesta almenna bif- reiðavarahluti og algeng- ustu verkfæri til véla og bifreiðaviðgerða. Lærið að ganga á skíðum Skíðaráð ísafjarðar efnir á næstu dögum til nám- skeiðs í skíðagöngu. Hefst það með smurnings- kennslu og fleiru í Skáta- heimilinu á morgun kl. 20.00. Hvetjum við fólk til að notfæra sér þetta tæki- færi, því enn er nægur snjór á fjöllum og veðrið leikur við hvern sinn fingur. Kennsla á námskeiði þessu er bæði ætluð börnum, unglingum og fullorðnum. Þátttökugjald fyrir full- orðna er kr. 2.000, en fyrir 14 ára og yngri er það kr. 1,000. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að fá í Penslinum, Hafnarstræti 6, sími 3221. (Fréttatilkynning frá Skíðaráði) Aðalskoðun AÖalskoðun bifreiða og bifhjóla fyrir ísa- fjörð og Súðavíkurhrepp árið 1978 fer fram dagana 21. apríl til 31. maí n.k. og ber eigendum að koma með ökutæki sín til bifreiðaeftirlitsins. Skoðun fer fram hjá bifreiðaeftirlitinu við Árnagötu kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 17.00 tilgreinda daga. 21. apríl 1 til 100 24. apríl 101 til 200 25. apríl 201 til 300 26. apríl 301 til 400 27. apríl 401 til 500 28. apríl 501 til 600 2. maí 601 til 700 3. maí 701 til 800 5. maí 801 til 900 8. maí 901 til 1000 9. maí 1001 til 1100 10. maí 1101 til 1200 11. maí 1201 til 1300 12. maí 1301 til 1400 16. maí 1401 til 1500 17. maí 1501 til 1600 18. maí 1601 til 1700 19. maí 1701 til 1800 22. maí 1801 til 1900 23. maí 1901 til 2000 24. maí 2001 til 2100 25. maí 2101 til 2200 26. maí 2201 til 2300 29. maí 2301 til 2400 30. maí 2401 til 2500 31. maí létt bifhjól Við skoðun skulu ökumenn leggja fram ökuskírteini einnig skal sýna skilríki fyrir því að bifreiðaskattur og lögboðin á- byrgðartrygging fyrir árið 1978 sé í gildi. Hafi gjöld ekki verið greidd og öðrum skilyrðum ekki fullnægt verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til úr hefur verið bætt. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í (safjarðarsýslu Eftlr Fossavatnsgönguna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.