Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 10
Kurt Ekroos þjálfar ísfirðinga Um síðustu mánaða- mót kom hingað til ísa- fjarðar að tilhlutan S.R.Í. sænskur skíðaþjálfari, Kurt Ekroos. Dvaldi hann hér ásamt fjölskyldu sinni í hartnær 2 vikur. Kurt hef- ur áður komið til landsins, en það var veturinn 1973. Þá á vegum S.K.Í. Ferðað- ist hann þá um landið og þjálfaði skíðamenn. Er Kurt því íslenskum og kannski sér í lagi ísfirskum göngumönnum að góðu kunnur því æ síðan þá hafa þeir notið fyrir- greiðslu hans erlendis. Kurt er frá bænum Norberg sem er í Vest- mannlandsfylki og er stað- setningin í grófum drátt- um norð-vestur af Stokk- hólmi. Hefur Kurt í mörg ár starfað þar sem skíða- þjálfari og á tímabili sem (einskonar) farandþjálfari í Vestmannlandi. Hin síðari ár hefur hann séð um framkvæmd á árlegri al- menningsskíðakeppni, en slíkar keppnir njóta geysi- legra vinsælda meðal al- mennings um allan heim. Sem dæmi um vinsældir slíkra keppna má geta þess að ár hvert eykst þátttakan um nálega 5-700 manns. i þeirri keppni sem hann sér um, en hún nefn- ist Engelbrechtslöbet og er 60 km. löng. Má geta þess til gamans að á undanförnum árum hafa 4 ísfirðingar tekið þátt í þessu móti og staðið sig með mikilli prýði. Má nærri geta að mikil vinna er falin á bak við svona starf og tiáði Kurt okkur sjálfur und- irbúningurinn tæki marga mánuði og einnig tæki 1-2 mánuði að ganga frá öll- um hlutum og þó starfa við þetta ca. 500 manns þegar best lætur. Af þessu öllu má sjá að mikill fengur hefur það verið fyrir ísfirska göngu- menn að fá notið leiðbein- ingarKurts, en eins og áður Elnar ólafsson ungur og efnilegur íþróttamaður hefur fram komið í þessu blaði er jafnvígur í byrj- endakennslu og í keppnis- þjálfun. Þjálfaði Kurt göngumenn okkar daglega og hafði leiðbeinendanám- skeið á kvöldin. Auk þess stóð hann fyrir leiðbein- ingu almennings. Vakti það athygli hans hversu yngri aldursflokkarnir voru búnir að ná góðum tökum á íþróttinni og kvað hann ísfirðinga ekki þurfa að bera kviðboga fyrir Telur ísfirsku unglingana efnilega framtíðinni hvað gönguna snertir, svo framarlega sem þessu verður fylgt eftir. Meðan Kurt og fjöl- skylda, þ.e. Berit kona hans og Hákan sonur þeirra, dvöldu hér, fóru fram tvö mót. Voru það Fossavatnsgangan sem fjöl- skyldan tók þátt í og hafði mikla ánægju af og vor- mótið en þar keppti Hák- an. Eitt af aðalverkefnum Kurts hér var að setja sam- an æfingaprógram sem hann að sjálfsögðu miðar við okkar aðstæður og vænta ísfirskir göngumenn sér mikils af því. Verðlaunaafhending fyrir Fossavatnsgönguna og vormótið fór fram í Skátaheimilinu að við- stöddum flestum keppend- um en þeir voru um 70 talsins í báðum mótunum. Fengu allir keppendur í Fossavatnsgöngunni viður- kenningu fyrir þátttökuna, en það var áletraður pen- ingur. Hinsvegar var sú nýbreytni tekin upp að verslanir voru fengnar til að gefa viðurkenningu fyr- ir vormótið. Fengu þeir allir eitthvað, allt frá á- vöxtum uppí hanska og bolla. í lokin voru sýndar nokkrar kvikmyndir. Voru það myndir að utan sem Kurt hafði meðferðis og einnig myndir sem teknar hafa verið hér heima í vet- ur af keppnum og æfing- um. Enn eitt atriði mætti nefna, en það var kvik- myndun sjónvarpsins á' Fossavatnsgöngunni að til- hlutans S.R.Í. en þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem slíkt er gert. Tókst koma Kurt hing- að, framkvæmd þessara móta og verðlaunaafhend- ingin með miklum sóma og á S.R.Í. lof skilið. Frá vlnstrl: Kurt Ekroos, Hðkon og Berlt Ekroos. & SEAFARER-björgunarbátar frá 4ra til 25 manna. Viðurkenndir af Tvöfalt loftrými sem hvort um sig getur uppi fuilhlöðnum _____ báti Aliar 1/IUSTURBAKKI HF . Skeifunni 3, símar 38944 og 30107

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.