Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG ÍSLANDS LOFTLEIOIR HERRASKYRTUR í ÚRVALI Verslunin ísafiröi sími 3507 Halldór Hermannsson, skipstjóri: Rækjurabb — Réttur mánuður er nú síðan rækjuvertíð lauk. Var hún ein sú besta, sem komið hefur hér, miðað við úthaldsdaga. Haustvertíð- in var einnig mjög góð. Var rækjan þá mjög stór og falleg, eftir því sem gerist hér við Djúp. Aftur á móti brá til hins verra eftir áramót, þar sem stóra rækjan blandaðist þá smá- rækjunni ofaní Djúpinu, þannig að sjómenn áttu fullt í fangi með að stand- ast löglegar tölur. Mesti leyfilegur fjöldi í hverju kílói var á vertíðinni 310 stk. Þess má geta að fiski- fræðingar hafa sett sér það mark að koma viðmið- unartölunni niður í 300 stk. pr. kíló. Sjómenn telja hinsvegar að þegar hafi verið gengið of langt í þess- urn efnum og ekki muni takast að breyta eðlisstærð rækjunnar hér í Djúpinu, þrátt fyrir ströng stærðar- takmörk. Telja þeir besta verndun smárækju felast í því að möskvi í neti hefur verið stækkaður og er nú hvergi smærri en 40 milli- metrar. Þetta hefur verið gert að frumkvæði sjó- manna sjálfra. Rækjusjómenn eru ekki á móti því að einstaka svæðum sé lokað um tíma Framhald á 11. sídu Ferming á ísafirði Sunnudagana 23. og 30. apríl fóru fram fermingar í ísafjarðarkirkju. Fermd voru alls 48 börn, 25 stúlkur og 23 piltar. Báða dagana var hið fegursta veður sól og hægviðri. Fjölmenni var að vanda í kirkju við ferming- arnar og nær eitt hundrað til altaris hvort skipti. Sókn- arpresturinn séra Jakob Hjálmarsson ávarpaði börn- in og áminnti þau um þær skyldur, sem þau gengjust undir gagnvart kirkju Krists og að nú væru þau ekki komin að leiðarlokum held- ur upphafi þegnskapar full- orðinna manna gagnvart þjóð og kirkju. Seinni fermingardagur- inn var almennur bænadag- ur og var yfirskrift hans „helgi mannlegs lífs“, sem prestur fléttaði með tilefni dagsins. Fermingar setja alltaf há- tíðarsvip á bæjarlífið og ennþá er ísafjörður ekki svo stór, að allir eigi ekki hlut í þeirri hátíð, sem fermingin er. Foreldrar vilja í tilefni dagsins gera vel til barna sinna og ættingja og komið er í verk ýmsum þeim fram- kvæmdum sem dregist hafa, svo hýbýlin verði sem prýðilegust, þegar gesta er Framhald á 11. síðu Þessi börn fermdust í (safjaröarkirkju og í Hnífsdalskapellu. SÝN 1978 Ljósmyndasýningin SÝN ’78 er að því er við höldum fyrsta opinbera ljósmynda- sýningin á Vestfjörðum. Hugmyndin að sýning- unni kom eiginlega í fram- haldi af stofnun félags áhugaljósmyndara fyrr í vor, og var þá hugmynd okkar sem að sýningunni stöndum að þetta yrði öll- Framhald á 11. síðu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.