Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 2
2 Nú hafa verið auglýstir til bæjarstjórn- arkosninga á ísafiröi fimm framboðslist- ar, skipaðir alls níutíu körlum og konum, sem þar með hafa lýst áhuga sínum á þátttöku í stjórnun kaupstaðarins. Það er gleðiefni þeim, sem vilja viðgang hans, að svo margir hafa lýst sig reiðubúna til þess að ganga fram fyrir skjöldu til bar- áttu fyrir sameiginlegu markmiði okkar allra, því að gera ísafjarðarkaupstað að bæ, þar sem saman fer efnahagsleg og menningarleg velsæld íbúanna, þar sem allir er það vilja geta búið og starfað saman við ákjósanleg skilyrði. Þrátt fyrir góða áran, sem flestir virðast sammála um að nú ríki hér, og er þá einkum átt við það, að hér eru meðal- tekjur fólks með þeim hæstu er gerast á landinu er þó, víða þörf á átaki til þess að markinu verði náð. Á ýmsum sviðum gengur uppbygging kaupstaðarins alltof hægt. Þegar losnaði um þá hindrun, sem skortur á byggingar- lóðum hafði verið, þar til fyrir þremur árum, varð strax séð að áhugi ungs fólks á því að búa hér er verulegur. Uppbygg- ing íbúðarhúsnæðis á Fjarðarsvæðinu sýnir það gleggst. En það þarf fleira að fylgjast að og gerast með sambærilegum hraða. Selja- Framboð og framboðs framboð. landsvegurinn er fyrir löngu orðinn ó- hæfur til þess að bera þann umferðar- þunga, sem á honum hvílir og bygging stofnbrautarinnar meðfram Pollinum gengur alltof hægt. Leggja þarf áherslu á að Ijúka undirbyggingu hennar alla leið út á Eyrina þegar í haust. íþróttasvæðið á Torfnesi hefur verið í sama horfi að mestu síðan það var tekið til notkunar til bráðabirgða fyrir 12 árum. Leiðin að ríkiskassanum til áframhald- andi uppbyggingar Menntaskólans virðist torsótt og fjárveitingar til hans naumt skammtaðar. Smábátahöfnin við sundin er þegar orðin of lítil og nauðsynlegt er að halda áfram byggingu hennar, en hún er langt frá fullbyggð. Miklu varðar að þeir, sem nú veljast til forystu í bæjarmálum skilji þá nauð- syn, sem aukin fjölbreytni í atvinnuiífi og skjótar úrbætur í húsnæðismálum eru bæjarfélaginu. Dagvistunar og tómstundamál barna, unglinga og fullorðinna virðast eiga skiln- ingi að fagna hjá flestum þeim frambjóð- endum, sem hafa birt skoðanir sínar á prenti. Er það vel. En fyrst og fremst er það fjölgun atvinnutækifæra, og þar er átt við fjölbreyttari störf, og meira fram- boð af íbúðarhúsnæði, sem þarf til þess að hér verði sá vöxtur, sem flestir eru sammála um að sé æskilegur. Til sölu Stór gamall amerísk- ur ísskápur selst ó- dýrt.Einnig Rafha eldavél. Upplýsingar í síma 3242 Til sölu Baldvin skemmtari sem nýr, á góðu verði Upplýsingar gefur Laufey Benedikts- dóttir í síma 3384 Garðáhöld MIKIÐ ÚRVAL 0 GROHE GROHE blöndunartæki, margar gerðir Eldhúsvaskar þvottahúsvaskar Allt til vatns- hita- og skolplagna FJARÐARSTRÆT116 SIMI 3298 ísfirðingar Vestfirðingar Nú er komið sumar, og þá er að huga að fegrun umhverfisins. Ekki veitir af. Skipalakk á fleytuna Gljálakk á bílinn Kópal Dyroton innanhúss Ásamt mörgum tegundum af lökkum og málningu og öllu til málunar. CARMALiN OG RECTELLA veggstrigi og gólfdúkar í úrvali Kopal Dyrotex á húsið Þol á þakið Bondex og Solignum Architectural viðarvörn Athugið! Málning er ódýrasta viðhaldið. 'Prit&íIInin Hafnarstræti 8 - Sími 3221 SAUMUR GIRÐI BINDIVÍR MÓTAVÍR Fáum í vikunni SPÓNAPLÖTUR VATNSHELDAR 13,16, OG 19 M.M. ELDÞOLNAR SPÓNAPLÖTUR, 12 M.M. Viðurkenndar af Brunamálastofnun ríkisins J I Z—STEINIÐJAN HF I \ 1 1 VFSTT&K HF. f "T * 1 * IGAROURH Garður hf. Vesttak hf. r_ "jON^ÞÓROARSON _I o : : o a iz

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.