Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 4
4 O Gengið að kjörborði Fyrsta sæti listans skipar Ólafur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar. Hann hefur setió í sveitarstjórn frá árinu 1966. Úrslit prófkjörsins voru sigur fyrir Ólaf. Hann hlaut helmingi fleiri atkvæói í fyrsta sæti listans, en næsti maður og helsti keppinautur hans, Guömundur B.Jónsson. Ef til vi11 má líta á á úrslit prófkjörs- ins, sem sem traustsyfir- lýsingu óbreyttra liósmanna viö hugmynd Ólafs um opið ópólitískt prófkjör, en öllu lík- legra verður þó að telja, að stuðningsmönnum flokksins hafi líkað vel forysta Ólafs í bæjarstjórn síðasta kjörtímabil og að þeir telji hann best til þeirra starfa fallinn af fram- bjóðendum Sjálfstæöisfélag- anna. í öðru sæti listans er Guðm- undur B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Hann hefur set- ið í sveitarstjórn frá 1962. Auk þess hefur Guömundur verið einn helsti forvígsmaður Sjálf- stæðisflokksins í Bolungarvík um árabil. Hann er nú formaður kjör- dæmisráðs flokksins í Vestfjaröarkjördæmi. Guðm- undur var í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisfélaganna viö bæjarstjórnarkosningarnar 1974, en fellur nú niður 1 annað sæti listans, í samræmi við úrslit prófkjörsins. Sagt er að töluverðrar togstreitu hafi gætt á milli Ólafs Kristjáns- sonar og Guðmundar um völdin í bæjarstjórn og að Guðmundur hafi talið sig eiga rétt á embætti forseta eftir kosningarnar 1974, enda var hann þá búinn aö vera oddviti Hólshreþþs í 8 ár og hafði enda oft gengt störfum í odd- vitatíð Jónatans Einarssonar, fyrir þann tíma. Guðmundur er, eins og Ólafur öruggur með að hljóta sæti í bæjarstjórn við kosn- ingarnar 28. maí. Þriðja sæti listans skipar Hálfdán Einarsson, útgerðar- stjóri. Hann hefur setið í sveit- arstjórn frá árinu 1970. Hálf- dán er óumdeilt prúðmenni, en þykir þó stundum ýtinn. Hann hefur að því er virðist ekki blandaö sér í innan- flokksdeilur Sjálfstæðismanna í Bolungarvík. Hann var í þessu sama sæti listans við kosningarnar árið 1974. Telja má víst að Hálfdán nái kjöri í bæjarstjórn. I' fjórða sæti listans er Guðm- undur Agnarsson, skrifstofu- maður. Hann var einnig í fjórða sæti listans við síöustu kosningar og hefur hann setið í bæjarstjórn frá 1974. Guðm- undur er yngstur þeirra bæjar- stjórnarmanna, er nú sitja. Eins og Hálfdán, virðist Guðmundur hafa siglt á milli skers og báru hvað varðar innaflokksdeilur, en hefur aftur á móti gagnrýnt töluvert valdaskiptingu Sjálfstæðis- manna innan bæjarstjórnar og hefur hann talið að bæjar- ráðsmenn flokksins, þeir Ólafur og Guðmundur B. hefðu mun meiri áhrif á stjórn- un bæjarins, svo að líklegt má telja að hann seilist til frekari áhrifa, nái hann kosningu í bæjarstjórn. En töluvert miklar líkur verður að telja á því. í fimmta sæti listans er Örn Jóhannsson, vélvirki. Hann er nýr maður á listanum og kém- ur inn í stað Hálfdáns Ólafs- sonar, sem ekki gaf kost á sér í prófkjörinu. Örn hefur ekki fyrr blandað sér í stjórnmála- baráttu en hann hefur tekið þátt í félagsmálum og hefur nýlokið kjörtímabili sínu, sem forseti J.C. Bolungarvík. Örn er frambærilegur ungur maður, og með atkvæða- skiptingu honum og Sjálfstæðisflokknum í vil, kynni hann að ná kjöri, sem bæjarfulltrúi, þ.e. ef sagan frá 1974 endurtekur sig með ör- lítilli breytingu. í sjötta sæti er Elísabet Guðmundsdóttir, húsmóðir. Elísabet er dóttir Guðmundar B. Jónssonar, 2. manns listans. Elísabet hefur færst upp um eitt sæti frá síðustu kosningum. En úr sjötta sæti, og raunar af listanum hverfur Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur, sem ekki hlaut stuðning fólks í prófkjörinu. I sjöunda sæti listans er Valgeröur Jónsdóttir kennari. Hún er nýliði í hópnum, enda aðeins 2 ár frá því hún flutti til Bolungarvíkur. Mönnum var nokkuð starsýnt á hversu vel hún kom útúr prófkjörinu, þar sem hún er svo nýlega flutt í bæinn og hafði engann frændgarð eða annað venslafólk að baki sér. Þær Elisabet og Valgerður eru báðar ungar og frambærilegar konur, og að líkindum með bein í nefinu. Það er þó full- víst, að hvorug þeirra nær kjöri í bæjarstjórn. Aðrir fram- bjóðendur listans eru í bland gamalgrónir sjálfstæðismenn og nýliöar. E listi sjö ungra manna Þetta framboð er nánast ó- skrifað blað. í fyrsta sæti list- ans er Aðalsteinn Krist- jánsson, málarameistari.Hann var við síöustu kosningar í framboði fyrir Óháða og hefur verið 1. varamaður Krist- inar Magnúsdóttur í bæjar- stjórn og setið bæjarstjórnar- fundi í forföllum hennar. Auk þess hefur Aðalsteinn unnið mikiö að félagsmálum. Meðal- annars verið formaður U.M.F.B. og íormaður æsku- lýðs og íþróttamálanefndar bæjarins síðustu 4 ár. Aðal- steinn er bróðir Benedikts Kristjánssonar, sem er í ööru sæti B- listans en þeir eru aftur mágar Arnar Jóhanns- sonar, sem skipar 5. sæti D- listans. Nokkrar líkur eru á því að Aðalsteinn nái kjöri í bæjarstjórn, og þá jafnvel á kostnað annarshvors þeirra bróður síns eða mágs. Aðal- steinn mun ekki hafa viljað gefa kost á sér á ný fyrir Óháða í sameiningu við Félag vinstri manna, og heyrst hefur að hann sé ekki ánægður með samstarfið við Kristínu Magn- úsdóttur, á síðasta kjörtíma- bili. Sigurður Eggertsson, húsa- smíðameistari skipar annað sæti listans. Sigurður tók þátt í prófkjöri Sjálfstæöisfél- aganna, en varð illa úti þar. Hann hefur ekki fengist viö sveitarstjórnarmál, svo vitað sé. En er kunnur að dugnaði í iðn sinni. Spurst hefur að Sig- uröur hafi átt í nokkrum úti- stöðum við byggingarnefnd, og að bréfaskipti hans og nefndarinnar séu jafnvel efni í heila bók. Litlar líkur verður að telja á því að Sigurður nái kjöri nú. í þriðja sæti listans er Gunnar Hallsson, rennismið- ur. Hann hefur heldur ekki svo vitað sé fengist við sveitar- stjórnarmál fram til þessa. Hins vegar hefur Gunnar verið all liðtækur i félagsmálum og m.a. verið forseti Junior Chambers og verið virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Bolungarvíkur. Auk þess er talið, að hann hafi verið félagi í Sjálfstæðisfélagi og víst er aö hann er skráður félagi í Fram- sóknarfélaginu. Þar ofan á bætist, að hann er fréttaritari Morgunblaðsins. Engar líkur eru á aö Gunn- ar nái kjöri í bæjarstjórn. í öðrum sætum E-listans eru, eins og nafn hans bendir til ungir menn, og auk þess úr öllum áttum. Að margra áliti, er nafn list- ans klaufalegt og ekki aðlað- andi fyrir kjósendur, en reynslan mun þó skera úr því um síðir. H fisti vinstri manna og óháðra j fyrsta sæti þar er Valdimar L. Gíslason, bifreiðastjóri. Hann hefur setið í sveitar- stjórn frá 1971, fyrst sem vara- maður Karvels Pálmasonnar, þegar hann tók sæti á Alþingi, en frá árinu 1974 hefur Valdi- mar átt sæti í bæjarstjórn, sem kjörinn fulltrúi. Valdimar sat í bæjarráði síðasta kjörtímabil. Valdimar hefur jafnan verið nokkuð umdeildur, sem bæj- arstjórnarmaöur. Bæði á meö- al samflokksmanna og and- stæðinga og virðist þar mestu valda að hann er talinn full ráðríkur. Hinsvegar dylst eng- um að hann hefur spekst með árunum, og nú er svo komið að sumum finnst nóg um spekt hans og telja hann enn fulltrúa íhaldsins í bæjarstjórn. Enginn vafi leikur á því, að Valdimar nær kjöri í bæjar- stjórn, jafnvel þótt hann sé með Kristínu í öðru sæti, eins og Elías forðum. Kristín Magnúsdóttir skipar annað sæti listans. Hún hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1974, sem fulltrúi óháðra. Ef marka má ummæli manna er Kristín líklega sá.bæjarfulltrúi, sem minnst fylgi hefur hjá kjósendum, og þaö sem undarlegra er, að líklega hefur hún síst fylgi meðal kynsystra sinna. Hinsvegar verður að telja að hún muni njóta góðs af samvinnu sinni og framboðU með Félagi vinstri manna, sem er að sögn stórt félag á bolvískan mælikvarða og afar samstætt. Telja verður að húneigitöluverða möguleika á að ná kjöri í bæjarstjórn. Hörður Snorrason, sund- laugarráösmaður skipar þriðja sæti listans. Hörður hefur setið bæjarstjórnarfudi, sem varamaður Valdimars. Auk þess hefur Höröur starfað að félagsmálum og er nú varafor- maður Verkalýðs og sjó- mannafélags Bolungarvíkur. Það má segja um Hörð eins og um Halfdán Einarsson að hann er óumdeilanlega prúð- menni, en þó fastur fyrir. Litlt- ar líkur eru á því að Hörður nái kjöri í bæjarstjórn. bæjarstjórn. Karvel Pálmason, Alþingis- maður, skipar fjórða sæti þessa lista. Karvel sat í sveitarstjórn frá 1962 til 1971, eða þar til hann var kjörinn til þingsetu. Hann hefur setið fundi öðru hvoru á þessu kjör- tímabili, sem varamaður Valdimars Gíslasonar. Valdi- mar, Kristín og Karvel skipuðu 2. 3. og 4. sæti á sameigin- legum lista Jafnaðarmanna, Samvinnumanna og óháðra við kosningarnar 1974. Þá gerðu þessir aðilar sér miklar vonir um að meirihluta bæjar- stjórnar úr höndum Sjálf- stæðismanna. Tvennt styrkti þá helst í þeirri von sinni. I' fyrsta lagi það að Jónatan Einarsson, sem haföi verið oddviti Hóls- hrepps um árabil, og forystu- maöur Sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, lét af störfum og hvarf úr sveitarstjórn og í öðru lagi það að framboð Karvels í fjórða sæti listans, þ e. baráttusætinu, myndi hafa af- gerandi áhrif til stuðnings list- anum. Reyndin varð þó sú að Sjálfstæðismenn héldu meiri- hluta sínum með álíka at- kvæðamun og við næstu kosningar á undan, þ.e. 40 atkvæða mun. Engar líkur eru á því aö Karvel nái kjöri í bæjarstjórn. Eins og á B- og D- lista, eru aðrir frambjóðendur H- listans bæði gamalgrónir vinstri menn og svo innan um ný- liðar, sem óvíst er um hvort telja á til vinstri manna eða óháðra. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þeim fram- bjóöendum, sem líklegt má telja að nái kjöri sem aöal- menn og varamenn. Þegar allt kemur til alls verður þó að telja að mestar líkur séu á því, að bæjarstjórn verði skipuð sömu mönnum eftir kosningar, og hún var fyrir þær. Einum af B-lista, fjórir af D-lista ig tveimur af H-lista eða fjórum af D-lista og einum af hverjum hinna. Fjarlægari möguleiki er að D- listi fái annaðhvort þrjá menn kjörna eða fimm. En við sjáum hvað setur. Bjarni Brimbrjótur Mjókursamlag Isfiröinga óskar að taka á leigu 3ja til 4ra herb. íbúð fyrir mjólkurfræðing. upplýsingar hjá KAUPFÉLAGSSTJÓRA í SÍMUM 3266 OG 3396 LIPSTIQUE vinsælasta diskóplatan í dag KC. & SUNSHINE BAND ný BEE GEES Saturday Night Fever vinsælasta platan beggja vegna hafsins WINGS LondonTown LINDA RONSTAD Simple dreams BACCARA Baccara SMOKIE nýjasta DISCO FEVER STEVE HACKETT Dont touch QUINCY JONES ný BILLY JOEL The Stranger BILLY COPHAM OFL. ný GENESIS allar GONG frábær hljómsveit — allar ANDREW GOLD ný mjög vinsæl Þetta er aðeins brot af úrvali OKKAR Komið og skoðið Verslunin Kjartnn R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.