Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 11
tÝJtéuawuóiC O — Aflinn Bolungarvík: Dagrún tv. 482,8 3 Heiðrún 195,4 3 Tálknafjörður: Hugrún 175,0 24 Tungufell 177,3 25 Flosi 126,8 24 Friggn. 172,4 14 Kristján 103,0 23 Tálknfirðingur 130,7 23 Árni Gunnlaugs 73,4 22 Fagranes 63,7 22 Bíldudalur: Brimnes 62,1 23 Steinanes 177,2 23 Hrímnir n. 49,3 24 Guðm. Péturs 100,7 16 Sæbjörn 42,3 21 Ingi 42,2 14 Þingeyri: Hafrún 14,2 15 Framnes tv. 402,4 3 Sæfinnur 11,6 5 Framnes 176,4 24 8 handfærabátar 48,4 Hraunsey 176,2 23 4 handfærabátar 22,2 Ísafjörður: Guðbjörg tv. 576,7 3 Flateyri: Guðbjartur tv. 544,6 3 Gyllir tv. 475,8 3 Páll Pálsson tv. 492,3 3 Sóley 191,5 25 Júlíus Geirm. tv. 426,8 3 Vísir 189,9 25 Orri 203,4 24 Sjöfn 103,3 20 Guðný 185,8 24 Víkingur III 176,0 23 Suðureyri: Elín Þorbj.tv. 508,4 3 Súðavík: Sigurvon 196,4 25 Bessi tv. 480,0 3 Kritján Guðm. 190,9 25 Framanritaðar tölur eru Ólafur Friðberts. 168,6 25 miðaðar við óslægðan fisk. Aflinn í hverri verstöð í apríl: 1978: 1977: Patreksfjörður 1.565 lestir ( 1.231 lestir) Tálknafjörður 480 lestir ( 306 lestir) Bíldudalur 278 lestir ( 207 lestir) Þingeyri 777 lestir ( 551 lestir) Flateyri 960 lestir ( 713 lestir) Suðureyri 1.064 lestir ( 681 lestir) Bolungarvík 1.490 lestir ( 1.346 lestir) ísafjörður 2.606 lestir ( 2.394 lestir) Súðavík 480 lestir ( 461 lestir) Hólmavík 0 lestir ( 61 lestir) Janúar/mars 9.700 19.237 lestir lestir ( 7.951 (21.611 lestir) lestir) 28.937 lestir (29.562 lestir) o — Sýn 78 um þeim sem áhuga hafa á ljósmyndum, hvatning til frekari vinnu á þessu sviði, því möguleikarnir eru nær óendanlega miklir. Jafnframt þessu viljum við benda á að ljósmynd getur verið annað og meira en mynd í albúmi, hún get- ur verið listaverk útaf fyrir sig. Að sýningunni standa þeir Jón Hermannsson, Leó Jóhannsson, Hörður Krist- jánsson og Sverrir A. Jóns- son og verður hún opin frá þriðjudegi 9. maí til mið- vikudags 17. maí og opið er virka daga frá kl. 17—22 og yfir hvítasunnuheleiina frá kl. 14—22. Sýningin er öllum opin. O — Ferming von. Þó er eflaust mörgum vandratað meðalhófið í þessu efni, en mestu varðar að tilefnið falli ekki í skugg- ann fyrir umbúðunum. Vestfirska Fréttablaðið óskar öllum vestfirskum fermingarbörnum vorsins til hamingju með daginn og árnar þeim allra heilla. O Rækjurabb ef þörf krefur, enda þótt þær ráðstafanir orki oft tví- mælis og ákvarðanir ekki nógu oft endurskoðaðar með tilliti til opnunar svæða á ný. Ýmislegt kemur tii greina Yfir hátíðarnar og ára- mótin kólnaði yfirborð sjávar í Djúpinu um 4-6 gráður og mældist hann þá 0-1 gráðu heitur. Hvort það er orsök þess að rækjan gerðist svo blönduð á ver- tíðinni læt ég ósagt um, en tel þó að það geti komið til greina. Einu held ég samt að slá megi föstu. Það er að sjávarhiti, veðurlag og straumar hafi geysimikil áhrif á lífríki sjávar hér við land og það miklu meiri, en okkar ágætu fiskifræð- ingar vilja vera láta, þegar þeir eru að vekja athygli á ofveiðinni, sem er að sjálf- sögðu einn þáttur í minnk- andi fiskigengd. Síðastliðin 3-4 ár hafa um fjörutíu bátar stundað veiðar í Djúpinu. Er þetta nægjan- legur floti til þess að taka það aflamagn, sem veiða má á hverri vertíð. Stöðugt fjölgar þeim rækjubátum, sem nálgast það að vera um 30 lestir, en það er hámarksstærð báta, sem fá leyfi til veiðanna. Það ásamt öfl- ugri og stærri veiðarfærum hefur skapað meiri og bctri afla á hvern bát en áður var. Óánægja með kódaskiptinguna Fyrir tveim árum síðan var komið á svonefndu kódafyrirkomulagi, þannig að hverri verksmiðju var úthlutað skammti, samkvæmt viðmiðun við afla undangenginna fimm ára. Jafnframt var settur á svæðakódi fyrir hvert byggðarlag. Hefur þetta valdið miklum úlfaþyt meðal þeirra, sem við rækju starfa og orðið þess valdandi að sumir bátarnir hafa orðið að hætta veið- um allt upp í mánuði fyrr en aðrir. Hafa óánægju- raddir vegna þessa stöðugt farið vaxandi og óráðið hverjar málalyktir kunna að verða þegar að næstu haustvertíð kemur. Á undanförnum árum hefur verð á rækju farið lækkandi og er nú svo komið að verð á 1. flokks þorski og rækju er svipað. Ekki eru nema um 10 ár síðan rækjan var 80% hærra í verði. Árið 1972 varð geysimikið framboð á rækju, á þeim mörkuðum, sem við höfum aðallega selt á það er í Svíþjóð og í Englandi. Rækja þessi kom frá Alaska og Kan- ada, en Norðmenn og Færeyingar hófu um svip- að leyti rækjuveiðar í tölu verðum mæli. Árið 1975 varð svo verðhrun á rækju í Svíþjóð og enda þótt markaðir í Evrópu kæmust nokkuð úr þeirri lægð aftur, þá hafa þeir ekki komist neitt nærri því sem þeir voru fyrir verð- hrunið. Ekki bætir það heldur úr skák, að þeir islenskir aðilar, sem starfa að rækjusölu til annara landa munu vera um 20 að tölu, bjóðandi verðið niður hvor fyrir öðrum, ef þannig býður við að horfa. Þetta höfum við sjómenn litið illu auga, en fáum ekki að gert. Aukið opinbert eftirlit Tilhögun rækjuveiða hefur oft á tíðum valdið miklum deilum meðal sjó- manna og þeirra, sem veiðileyfi veita. Hingað til hefur þetta að mestu verið bundið við þessa tegund fiskveiða, en nú á síðustu tveimur árum er þetta að færast á flestar aðrar veiðiaðferðir, því stöðugt eykst eftirlit hins opinbera með fiskveiðunum. Ekki á ég von á því að fiskveiði- málin gangi sársaukalaust fyrir sig í náinni framtíð. Handfæraveiðar Nú sem stendur eru smábátaeigondur í óða önn að niála skip sín og undirbúa þau fyrir sumar- veiðarnar. Flestir fara á handfæraveiðar. Þrátt fyrir allt tal um ratkju eru það þó sumarveiðarnar, sem hafa gefið skipi og mönn- um einna best, Því er það bagalegt ef stöðva á hand- færabáta við veiðarnar á miðju sumri, eins og gert var í fyrra. Hafa verður það í huga að handfæri eru ekki stunduð nema í þrjámánuðiá ári hverju og jafnframt eru engar veiðar meira háðar veðráttu en þær. Sá sem eitthvað>þekkir til handfæraveiða, veit að þær skaða ekki þorskstofn- inn að neinu marki, allt slíkt tal er fjarstæða ein. Hörpudiskur, grásleppa og úthafsrækja Nú eru fjórir bátar á hörpudisksveiðum. þrír þeirra leggja upp afla hjá Niðursuðuverksmiðju O. N. Olsen, en einn hjá Rækjustöðinni. Gert er ráð fyrir að flestir þeirra haldi áfram veiðum fram í júlí eða lengur. Verð á hörpu- diski er lágt að venju, eða 36 kr. á kíló. Hverjum báti er heimilt að koma með allt að þremur tonn- um að landi fimm daga vikunnar. Tveir til þrír bátar munu innan skamrns hefja veiðar á úthafsrækju, en þær eru svona á byrjunar- stigi, hvað sem síðar kann að verða. Grásleppuveiði hefur gengið fremur illa það sem af er vertíð. Nokkrir rækjubátar hófu að stunda þessar veiðar fyrir fáum árum, en munu fiestir hafa horfið frá þeim, og eru þær nú aðallega stundaðar af minni bátum. Færri komast að en vilja Eftirspurn ungra manna eftir skiprúmi á handfæra- bátum hefur verið með mesta móti nú í vor og komast færri að en vilja. Eins og kunnugt er, þá er einnig mjög mikil eftir- spurn eftir skiprúmiáskut- togurunum. Þess vegna mætti skipakostur Vest- firðinga vera mun meiri en nú er. Nóg framboð virðist vera af dugmiklum og frískum æskumönnum, sem vilja stunda sjó. Slæmt er að engar horfur virðist vera á því að aukn- ing verði á fiskiskipaflota okkar á næstunni. Nú virð- ist eiga að breyta þessu veiðimanna- og bænda- þjóðfélagi í iðnaðarþjóð- félag. Halldór Hermannsson .11 iFasteignii Heiðarbrún 1, Bolungarvtk. Nýbyggt glæsilegt einbýlis- hús. Steyptur kjallari: Hæð- in er einingahús frá Siglu- firði. Fallegt útsýni. Laust til afnota strax. Mánagata 2b (áður, Ljós- Ljósmyndastofa ísafjarðar)» 56 ferm. húsnæði á hent- ugum stað í bænum, Hentugt til verslunar eða smáiðnaðar. Stekkjargata 4, lítið einbýl- ishús á tveim hæðum, 3 herb. og eldhús. Laust til afnota í júlí ágúst. Sólgata 5, neðri hæð 3. herb. 64 ferm. íbúð í all- sæmilegu standi. Með- fylgjandi hálfur kjallari. Sér kynding. Laus til afnota um miðjan júní nk. Smiðjugata 1a, lítil 2 herb. íbúð í ágætu standi. Hent- ug fyrir einstakling. Hlíðarvegur 7, 3 herb. 70 ferm. íbúð í fjölbylishúsi. Laus til afnota 1. júní n.k. Túngata 5, suðurendi 4 herb. á tveim hæðum með rúmgóðum kjallara og ris- lofti. Möguleiki á bíl- geymslu á lóð. Laus til af- nota strax. Bílgeymsla við Fjarðar- stræti, 44 ferm. að stærð. Laus til afnota með mjög skömmum fyrirvara. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 (safirSi Raf hf. Bílabúð ÁVALLT EITTHVAÐ NÝTT AÐKOMA Eyrnaskjól Öryggishjálmar Topplyklasett Skúffumottur Flúrlampar 12og 220 volt Bón NÝGERÐ ENDING 2 — 4 ÁR Raf hf. ísafirði sími 3279

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.