Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 12
Garðhúsgögn iiaiiiMiiiiaiiimBiaiiii SÓLSTÓLAR, BEDDAR BORÐ Barnastólar og borð Sólskyggni BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR sportvörudeildin Sími 3123 ísafirði ' Isafjaröarumboö HArni Sigurðsson Miötún 27 sími3100 Férðamiðstööin hf. Lið Í.B.Í. byrjar vel Sigruðu Í.K. 11-1 Jafntefli við Breiðablik Verðlaunaafhending og aðalfundur Um miðjan apríl lék meist- araflokkslið I.B.Í. æfingarleiki við tvö iið í Kópavogi. Sigr- uðu fsfirðingar lið íþrótta- félags Kópavogs með ellefu mörkum gegn einu, en gerðu jafntefli við 1. deildarlið Breiðabliks, tvö mörk gegn tveimur. Breiðablik skoraði jöfnunarmark sitt úr víta- spyrnu undir leikslok. Æfingar Í.B.f. liðsins hafa verið vel stundaðar, bæði hér heima og í Reykjavík, en nokkrir leikmenn liðsins æfa þar, sem kunnugt er. Undanfarin ár hefur Knattspyrnuráð fengið hingað lið í heimsókn um hvítasunnuhelgina. Hafa það venjulega verið lið sem leika i fyrstu deild íslands- mótsins. Nú orðið er erfitt að fá hingað þessi lið, bæði vegna slæmra vallarskil- yrða, og svo vegna þess , að deildarkeppnin hefst nú það snemma árs að þau eiga ekki heimangengt. Nú um hvítasunnuna er ráð- gert að leika tvo leiki í meistaraflokki og leiki í 3. flokki, en ekki er ákveðið við hvaða lið leikið verður. Til öflunar fjár fyrir starf- semi sína er ákveðið að K.R.Í. muni standa fyrir tveimur dansleikjum þessa sömu helgi og verða þeir í Félagsheimilinu í Hnífsdal og í Alþýðuhúsinu. Framhald á 8. síðu Aðalfundur fþróttafélags- ins Reynis í Hm'fsdal var haldinn 4. þ.m. Á fundinum voru rædd málefni félagsins og því kjörin stjórn fyrir næsta starfsár. Stjórnin er nú þannig skipuð: Rúnar Héðinsson, formaður, Halldór Guðmundsson, varaformað- ur, Friðbjörn Óskarsson, gjaldkeri, Þorgeir Jónsson, ritari og Hannes Óskarsson, meðstjórnandi. Einar Valur með styttuna Iþróttafélagið Reynir vann drjúgt starf á sl. ári, og ber þar að nefna að félagið beitti sér fyrir kaupum á skíðalyftu, sem sett var upp í Hnífsdal nú fyrir páskana. Júdódeild félagsins heldur uppi öfl- ugu starfi og hafa kepp- endur frá Reyni staðið sig með prýði á árinu. Einar Ólafsson, Reyni, varð ís- landsmeistari í flokki 60 - 64 kílóa manna eftir úr- Framhald á 9. síðu Verðlaunahafarnir Græni risjnn káti kemur til ísafjarðar Fimmtudaginn 27. apríl sl. komu liðsmenn úr The Jolly Green Giant, björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, til fsafjarðar í Sikorsky þyrlu. Lenti þyrlan á túninu neðan við Fjórðungs- sjúkrahúsið. Voru björgunar- sveitarmennirnir að heim- sækja Sjúkraflokk isafjarðar- deildar Slysavarnafélagsins. Með í förinni voru sex liðs- menn, en foringi þeirra er John Joachim Walters, flug- stjóri. Nokkur viðbúnaður var er þyrlan lenti á túninu. Lögregla og slökkvibíll voru á staðnum, og svæðið var girt til þess að varna því að slys yrðu. Isfirðingar buðu Banda- ríkjamönnunum til há- degisverðar í sjómanna- stofunni, en aðkomumenn sýndu heimamönnum búnað þyrlunnar, sem að sögn Sjúkraflokksmanna líktist mest fljúgandi sjúkrahúsi. Þá sýndu Bandaríkjamennirnir með- ferð ýmissa umbúða og hjálpargagna, sem notuð eru ef slys ber að höndum. Héðan fóru varnarliðs- menn seinni hluta dags og fluttu þeir með sér sjúk- ling, sem koma þurfti á sjúkrahús í Reykjavík. © POLLIIMN HF Isafiröi Sími 3792 Nýjar plötur vikulega! FRÁBÆR SANYO HLJÓMTÆKI VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI Sjón er sögu ríkari. 1 Guðsþjónustur um Hvítasunnuna Guðsþjónustur í Isafjarð- arprestakalli um Hvíta- sunnuhátíðina: Hnífsdalskapella: Guðs- þjónusta kl. 11 f.h. Isafjarðarkirkja: Hátíða- messa kl. 14 (altarisganga). I Súðavík verður ferming á þrenningarhátíð 21. maí kl. 14.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.